Kjarabarátta og úrtölufólk

Posted April 12, 2008 by gudni
Categories: Almennt

“Er ekki í vafa um að atvinnubílstjórar munu endanlega tapa stuðningi meðal meginþorra landsmanna ef þeir láta verða af því að efna til þessa stóra stopps sem þeir hafa í kortunum”.

Svo skrifar Stefán F. Stefánsson fændi minn á Moggablogginu.

Nákvæmega þetta er það sem íslenskkir launþegar hafa alltaf fengið í andlitið þegar þeir hafa staðið frammi fyrir harðri baráttu fyrir launum og lífsafkomu sinni. Þvi miður hefur hefur þessi neikvæðni fyrir bættum lífskjörum, runnin undan rifjum gamla flokkseigandafélags folkks allra landsmanna, dregið máttinn úr lífskjarabaráttu íslenskra launþega.

Nú er öldin önnur. Fjölmiðlar eru orðnir frjálsari á Íslandi og Íslendingar vita hvernig fólk í nágrannalöndunum hefur það. Þeir vita að það eina sem er dýrara í Noregi en á Íslandi er mjólk og mjólkurafurðir og bílar. Þannig er það lá hinum Norðurlöndunum líka.

Ef íslensk alþýða ætlar einhverntíma að búa við svipuð eða jafn góð kjör og nágrannaþjóðrinar verður hún að berjast fyrir því. Það er engin sem gefur alþýðunni betri kjör eða nokkuð annað.

Úrtölufólk þarf kanski ekki betri kjör. En það hefur alltaf verið tilbúið að þyggja launahækkanir sem verkalýðsbáráttan hefur fært hinum venjulega lunþega. Ég ætla ekkert að segja hvort það fólk, sem alltaf er neikvætt í garð kjarabaráttu, á skilið nokkrar kjarabætur.

En ég myndi gleðjast ef íslensk alþýða gæti lifiða jafn góðu lífi af 8 tíma vinnu degi á Íslandi eins og ég geri af 7 tíma vinnudegi í Noregi.

Þess vegna hvet ég alla sem vettlingi geta valdið styðja vörubílstjórana og krefjast þess að geta lifað af dagvinnuinni einni saman.

GÞÖ

http://orangetours.no/

ÓL, ESB og Þorgerður Katrín

Posted April 10, 2008 by gudni
Categories: Pólitík

mbl.is skrifar:
“Evrópuþingið hvetur ríkisstjórnir landa Evrópusambandsins til þess að sniðganga setningarathöfn Ólympíuleikanna….”

Auðvitað eiga allar Evrópuþjóðirnar að standa saman og sniðganga setningarathöfnina. Þær kenna sig jú við frelsi, jafnrétti og bræðralag.

Sjónvarpstöðvarnar, allar sem ein, ættu líka að sniðganga athöfnina. Slíkar aðgerðir eru eina vopnið sem lýðræðissinnar geta beitt gegn þjóðnýðingunum í Kína og annars staðar í heiminum. Ef ekki er hægt að semja við kínversk stjórnvöld um almenn mannréttindi verður að beita þá hörðu. Og ekkert særir slíka leiðtoga meira en að kæfa athyglissýki þeirra þegar þeir þurfa að stæra sig af stóratburðum.

Að Þorgerður Katrín og Jens Stoltenberg ætli að heiðra fordómafulla og gerspilta ríkistjórn alþýðulýðveldisins er íslensku og norsku þjóðinni til skammar og skapraunar.

http://orangetours.no/

ÓL og Pólitík

Posted April 10, 2008 by gudni
Categories: Pólitík

Það er ekkert nýtt að Ólympíuleikarnir og stjórnmál sé tvinnað saman. Það hefur gerst allar götur frá árinu 1936. Hvers vegna er þá þetta mikla upphlaup nú?

Þann 13 júlí 2001 var Kínverjum úthlutað 29. Ólympíuleikunum. Þá brosti kínverska Ólympíunefndin sínu breiðasta og ætlaði aldrei að hætta að klappa saman lófunum, í beinni útsendingu um allan heim, frá úthlutunarathöfninni. Alþjóða Ólympíunefndin sagði að Kína hefði orðið fyrir valinu vegna þess að þarlend stjórnvöld ætluðu snarbæta mannréttindi í landinu.

Síðast liðinn fmmtudag var svo mannréttindafrömuðurinn, Hu Jia, dæmdur í þriggja ára fangelsi í alþýðulýðveldinu fyrir svokallaða undiróðursstarfsemi. Hann hafði unnið sér það til saka að veita erlendum fjölmiðlum viðtöl og birta á netinu greinar sem ekki voru ríkistjón Kína að skapi. Svo mikið hafa mannréttindi verið bætt í landinu.

Við lesum, heyrum og sjáum á hverjum degi hvernig væntanlegir gjestgjafar mestu íþróttahátiðar veraldarinnar hegða sér í Tíbet og sjónvarpi þegar þeri ljúga því að þjóð sinni að Ólympíueldinum sé hvarvetna fanganð af heimafólki þar sem hann fer um. Kínverjar hafa fengið sinn “spaugsama Ali”

Svo ætlum við að heiðra þetta glæpahyski með því að senda okkar besta íþróttafólk á Torg Hins Himneska Friðar og Ólympíuleika í nágrenni þess.

Nokkarar staðreyndir um OL og stjónmál:
1936 Þýskaland
Hitler fékk Ólympíuleikana þrátt fyrir að margir mótmæltu í nafni kynþáttafordóma foringjans.

1956 Ástralía
Egyptaland, Írak, Líbanon sátu heima í mótmælaskyni við innrás Ísraela í Egyptaland.
Holland, Spánn og Sviss héldu sig líka heima til að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland.

1968 Mexikó
Bandarísku spretthlaupararnir, Tommie Smith og John Carlos, voru reknir frá leikunum þegar þeir heisluðu með “Black Power” undir fánahyllingu leikanna.

1972 Munchen
Ísraelarnir 11 teknir sem gíslar í Ólympíuþorpinu af skærluliðahópi sem krafðist þess að 234 palestínskum föngum í Ísrael yrði sleppt. Ekki var orðið við kröfunni og allri gíslarnir voru drepnir og einn þýskur lögreglumaður til viðbótar.

1976 Kanada
26 Afríkuþjóðir sátu heima í mótmælaskyni við að rúgbýlandslið Nýja Sjálands lék landsleik við Suður Afríku. Íþróttafólk frá Taiwan varð að sitja heima því Kanada viðurkenndi ekki landið sem sjálfstætt ríki heldur aðeins sem hluta af Kína.

1980 Moskva
Bandaríkin ásamt 61 landi mótmæltu innrásinni í Afganistan með heimasetu

1984 Los Angeles
Sovétríkin, Austur Þúskaland, Kúba og 14 önnur ríki svöruðu bandaríkjamönnum í sömu mynt og snðigengu OL

2008 Kína
Nú æskir stór hluti heimsbyggðarinnar að þjóðir heimsins sniðgangi OL í Kína af nákvæmlega sömu ástæðum og fólk hafði 1936. Kínversk stjórnvöld nærast á kynþáttafrodómum og mannréttindabrotum og mannsvonsku og það fer illa saman við Ólympíuhugsjónina

http://orangetours.no/

Fósturmorðingjar

Posted April 9, 2008 by gudni
Categories: Almennt

Á síðustu þremur árum hefur fjölgun fóstureyðinga, fóstra sem greinst hafa með Downs syndrom, þrefaldast í konungs og olíuríkinu Noregi. Nær allar konur sem náð hafa 38 ára aldari láta eyða fóstri sínu greinist það með Downs syndrom einkenni.

Það er ekki að spyrja að því að kirkjunnar menn láta áhyggjur sínar óspart í ljós yfir þessum fósturmorðum eins og sumir kalla þessa aðgerð. En svo virðist vera að fleiri og fleiri norskar konur vilji ekki fæða börnin ef vart verður við einhverja fósturgalla á fyrri hluta meðgöngunnar.

Það eru svo sem ekki bara kirkjunnar fólk sem líkar illa þessi þróun því margir innan heilbrygðiskerfisins og fólk alment er ekki íkja hrifið þegar gangur lífisins er hrifsaður úr hendi skaparans og mannskepnan sjálf ákveður sköpunarverkin.

Fimm ára kennaranám og fjölgun í bekkjum

Posted January 3, 2008 by gudni
Categories: Almennt

Nú loksins hafa Norðmenn fundið stórasannleikann í skólamálum sínum. Lengja skal kennaranámið í 5 ár og ekki útskrifa nema hæfa kennara. Þ.e. fólk sem lýkur námi og hefur einhverja hæfileika til að miðla fróðleik sínum og speki til nemendanna. Þetta gerðu Finnarnir og breyttu stígvélaverksmiðjunni sinni í verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Þá getum við það og gert Statoil að verðmætasta fyrirtæki í heiminum.

jens-stoltenberg.jpg
Jens flytur áramótaávarpið

Forsætisráðherra konungsríkisins ræddi um það m.a. í áramótaávarpi sínu að hann vissi oft á tíðum ekki hvað börnin hans hefðust að í skólanum sínum. Hann sagði að óskipulega væri unnið. Alltof mikill tími færi í að skipuleggja starfið og sitja á fundum í stað þess að eyða meiri tíma í kennslustofunni með nemendunum. Þá taldi hann að með því að deila bekkjunum í smærri einingar þar sem hver hópur væri að vinna að mismunandi verkefnum, oft að eigin vali, gæti einfaldlega ekki gengið. Blessuð börnin hefðu hvorki þann þroska eða sjálfsaga til að geta verið svo sjálfstæð í náminu. Börn þurfa verkstjórn og læra rét vinnubrögð rétt eins og hver einast vinnandi maður.

Jens Stoltenberg lét sér þetta ekki nægja heldur bætti við að miklu meira þyrfti að taka til hendinni í menntamálaráðuneytinu en gert hefði verið í langan tíma. Hann sagðist sjálfur ætla bretta upp ermarnar og fara í gegnum hvað drengstaulinn, sem nú er menntamálaráðherra, væri eiginlega að bauka bak við skrifborðið sitt. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan hann rak fyrsta menntamálaráðherrann í ríkistjórn sinni frá völdum fyrir lélegan árangur.

Þá hafa forráðamenn norska Vinnuveitendasambandsins lýst áhyggjum sínum yfir öllum ónothæfu tossunum sem útskrifast úr norskum grunnskólum. Fjórðungur þeirra flosnar upp úr framhaldsnámi á fyrsta vetri og fleiri fylgja á eftir eftir því sem árunum fjölgar. Þessir vesalingar, sem ekki ná sér í nothæfa undirstöðu fyrir þáttöku í atvinnulífinu, lenda oftast á örorkubótum löngu á undan forledrum sínum og jafnvel á undan öfum sínum og ömmum.
Það gefur auga leið að í stað þess að verða nýtir þjóðfélagsþegnar í góðum stöðum í stórfyrirtækjunum eru þessir vesalingar orðnir baggi á samfélaginu um leið og þeir hefja skólagöngu 5 ára gamlir. Vinnuveitendasambandið vill að allt verði gert til að hressa upp á skólanna með betri kennurum og markvissara námi.

Og ekki lét stuðningurinn við hugmyndir Vinnuveitendasambandsins á sér standa. Prófessor við Verslunarháskólann, BI, lýsti þeirri bráðsnjöllu hugmynd í útvarpi í gær launa ætti kennara eftir árangri í starfi. Þetta er ekki alveg ný hugmynd en það sem er nýtt hjá prófessornum er að hann kom með hugmynd um útfærslu á tillögu sinni. Þegar starf kennarans er metið til launa ber að taka tillit til árangurs nemenda hans á “landsprófum” yfir einhvern tíma. Síðan á skólastjóri að skoða niðurstöðuna og meta árangurinn og færa kennarana til í launastiganum eftir gengi nemenda sinna.

Ég hugsaði með mér þegar ég heyrði þessa speki á leið í skólann í morgun. “Hellvíti að þessi frábæra röðun í launaflokka kennara hafi ekki verið komin á Íslandi árið 1973.”

Barnið Fæddist Í Finnlandi

Posted January 2, 2008 by gudni
Categories: Fjölmiðlar

Norsku möppudýrin láta ekki að sér hæða. Norsk hjón, þar sem konan var ófrísk, brugðu sér til Finnlands í vor. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að á ferðalaginu varð konan léttari. Nákvæmlega eins og María sáluga frá Nasaret sem fæddi barnið á ferðalaginu í Betlehem. Sú norska fæddi 5 vikum fyrir tíman en ekki er neitt dokument til um það hvort eins var ástatt með Maríu.

En þegar norsku hjónin komu heim með barnið sitt lentu þau í vandræðum. Barnið var ekki í neinu vegabréfi. Það fannst engin stafur um það í norska kerfinu og því átti ekki að hleypa því inn í landið þrátt fyrir að foreldrarnir væru með pappíra í höndunum frá sjúkrahúsinu í Åbu um að móðirin hefði fætt barnið þar fyrir tíman.

Að lokum var þeim hleypt inn í Noreg og komust til síns heima í Troms fylki. Auðvitað glöddust þau yfir að vera komin heim með barnið og afar og ömmur, frændar og frænkur þustu að heimili hjónanna til að líta blessað barnið augum og fagna fæðingunni.

Foreldrarnir hugsuðu gott til glóðarinnar og ætluðu að láta skíra blessað barnið fljótlega eftir heimkomuna. Það reyndist þrautin þyngri. Þetta blessað barn var ekki tilí Noregi og því ekki hægt að skíra það og taka það inn í hinn kristna söfnuð.

Nú hófst sannkölluð píslarganga milli stofnana til að fá barnið á þjóðskrá í konungsríkinu. Í þrjá mánuði röltu foreldrarnir frá einni stofnuninni til annarrar til að reyna að fá barnið viðurkennt sem norskan ríkisborgara svo hægt væri að skira það. Einn vísaði á annan og engin tók ábyrgð og þaðan af síður hjálpaði foreldrunum.

Það var ekki fyrr en fylkismaðurinn í Troms og fyrrum sjávarútvegsráðherra, Sveinn Lúðvíksson, fékk vita um málið að eitthvað gerðist. Han skammaði mömmudýrin og sagð að það minnsta sem þau ættu að gera væri að beita þeirri skynsemi sem guð hafi gefið þeim til að leysa svona málí stað þess að þvæla fólki á milli stofnanna sem ekkert vilja aðhafast.

Svenni lét ekki orðin tóm standa heldur tók málið í sínar hendur og nú hlakka foreldrarnir til þess að láta skíra litla barnið sitt þann 2. desember nk. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju.

Þessi stutta saga er dæmigerð fyrir norsk skrifræði og hræðslu embættismanna við að axla ábyrgð.

Heilsði löggunni að sjómanna sið

Posted September 10, 2007 by gudni
Categories: Pólitík

Frammámaður í norska Framfaraflokknum var ekki allskostar ánægður með framgang lögreglunnar í heimabæ sínum, Egersund; í Rogalandsfylki.

Þannig var að stjórnmálamaðurinn, Henning Haaland, var úti að borða með vinafólki sínu. Eitthvað hafði mannskapurinn drukkið af söngvatni og var því vel við skál. Á leiðinni heim þurfti vinur þingmannsins að míga og framkvæmdi þá athöfn við næsta húshorn. En sá var óheppinn. Til hans sást og kjaftað var í lögguna því svona tilburðir eru algerlega bannaðir í konungsríkinu.

Löggan kom og ræddi við manninn. En þegar hann vildi ekki gefa upp nafan sitt var hann færður á lögreglustöðina. En löggan vildi ekki hafa hann lengi undir sínum höndum og ók honum til baka til konunnar og stjórnmálamannsins.
Þegar lögreglubíllinn stöðvaðist og vinurinn steig út rauk Henning frp maður að bílnum, lauk upp bílstjórahurðinni, dró út lögreglumanninn og barði hann til óbóta.

Það eru því fleiri þingmenn en Vetmanneyjagoðinn sem kunna þá list að heilsa að sjómanna sið.

Eldur Á Elliheimili

Posted August 21, 2007 by gudni
Categories: Almennt

Reykskynjari í þjónustuíbúð fyrir aldraða, í Haugasundi, rauk í gang kl 03:45 aðfaranótt þriðjudags. Brunaliðið var fljótt á staðinn og fann upptök eldsvoðans all snarlega. Í Ljós kom að ekki var um venjulegan eld að ræða heldur lá maður í rúmi sínu og reykti hass.

Reykjarkófið frá hassnaglanum var svo mikið að bjöllurnar á slökkvistöðinni hrukku í gang og fjölmennt lið þusti út til að bjarga gamla fólkinu frá bráðum bana.

Þess þurfti sem betur fer ekki, en vistmaðurinn var tekinn í vörslu lögreglu og kærður fyrir ólöglega neyslu og geymslu á hassinu fordæmda.

Heilsuferðir til Eystrasaltsins

Posted August 18, 2007 by gudni
Categories: Almennt

baltic-beach-hotel.jpg

Svona í vegna þess að stólpípuferði til Póllands virðast vera “inn” hjá Íslendingum í dag er kannski rétt að segja lítilsháttar frá heilsuferðum Norðmanna. Þeir fara líka í hópum til Póllands og Eystrasaltslandanna, Tékklands og Ungverjalands að leita sér heilsubótar og hressingar.

Við getum kallað ferðir Norsaranna tveimur nöfnum. Annarsvegar dekurferðir og hinsvegar heilsuferðir. Þeir vilja engar stólpípuferðir.

Dekurferðirnar eru venjulega frá einni helgi og upp í kannski viku tíma. Þá er oft dvalið á spa-hótelum. Þar fær fókið daglegt nudd, allt upp í þrjár meðferðir á dag. Það getur verið ýmiskonar nudd, allskonar gufuböð og leirböð og mörg önnur. Afslöppun í saltklefum, þjálfun hjá hæfum sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum er að sjálfsögðu inni í pakkanum og svo fólk getur farið í skipulagðar gönguferðir hvort sem er á strönd eða skógi. Síðan fær fók sér gjarnan hand og fótsnyrtingu og að sjálfsögðu klippingu. Alla vega ef ferðin er til Eistlands. Fólk getur keypt sér fast fæði með meðferðunum en það er gjarnan grasamatur sem alla vega Íslendingar eru ekkert sérlega spenntir fyrir. Annars fer maður bara út og borðar þar sem mann langar til í það og það sinn.

Svo eru það heilsuferðirnar. Þær ganga að miklu leyti út á að sama og dekurferðirnar enn læknar eru með í þeim pakka. Þannig að þar er alvara á bak við. Fólk sem þjáist af hinum ýmsu kvillum er meðhöndlað af læknum sem ákveða meðferðina.

Svo til að ferðin borgi sig örugglega og miklu meira en það nýta margir tímann til að heimækja augn- og tannlækna. Þjónusta þeirra kostar aðeins brot af því sem hún kostar í Noregi og á Íslandi. Tek sem dæmi um tannviðgerð. Kona lét rótfylla og byggja upp jaxl og gera við framtennur. Tilboðið frá norska tannlækninum var upp á 77 000 ísl.kr. Þessi viðgerð kostaði 17 600 í Eistlandi eða ca 23% af norska verðinu.

Hákon Haraldson bóndi og prins

Posted June 24, 2007 by gudni
Categories: Almennt

Hákon prins og Mette Marit kona hans búa stórbúi á Skaugum setrinu við Asker. Alla vega ef miðað er við hvaða bændur það eru sem fá mest úthlutað af styrkjum til landbúnaðarframleiðslu. Þar eru þau nr 220 í röðinni af þeim sem mest fá. Fyrir árið 2006 fengu þau 557.321 nkr. Í styrk til að halda framleiðslunni gangandi.

Á Skaugum framleiða þau bæði hafra og bygg auk hveitis. Einhvern slatta af beljum eru þau með í fjósinu því mjólkurframleiðslan var 219.508 lítrar á síðasta ári. Annars telur búpeningurinn á Skaugum allur um 130 hausa og þar sem prinsinn er oft tímabundinn við önnur störf þarf hann örugglega á einhverju vinnufólki að halda svo það er sjálfsagt eðlilegt að hann þurfi á styrknum að halda til að halda búskapnum gangandi.

En það gæti örugglega verið gaman fyrir unga stráka að komast í sveit hjá Hákoni og Mettu Marit.

Þá eru bæði fyrrverandi og núverandi landbúnaðarráðherrar meðal styrkþega. Sá fyrrverandi Lars Sponheim fékk eitthvert lítilræði en hann er nú bara með 100 rollur á fóðrum auk nokkurra íslenskra hesta. En núverandi ráðherra rekur myndarbú með konu sinni í grennd við bæinn Skien í Þelamerkurfylki. Þar stundar hann búskap með bæði fé á fæti og skógarhögg. Til að liðka fyrir rekstri búsins fær hann nú 294.670 nkr í styrk sem hann veitir sjálfur.