Archive for the ‘Musikk’ category

Silvía Nótt – Júróvisjónsjokk

May 19, 2006

bilde.jpg Mynd frá AP
Ég legg það ekki í vana minn að fylgjast með söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þó einstaka sinnum kíki ég við til að sjá hvernig landanum reiðir af. Í gærkvöldi settist ég þó niður þegar 7 lög voru eftir og sé ekki eftir því. Náði að heyra og sjá frábæra Finna og þó nokkuð af frambærilegum flytjendum með góða tónlist. En skelfing finnst mér hún sænska Karóla þreytandi.

En það var að sjálfsögðu Silvía Nótt sem ég beið eftir. Sú bið var þess virði að sitja. Þó ekki hafi verið nema til að heyra hvað norski þulurinn hafði að segja þegar hann kynnti Íslendingana. Hann tíundaði rækilega afrek Silvíu í sjónvarpi og vinsældir hennar hjá ´sielsnku þjóðinni. En þegar kom að framlagi kövldsins sagði hann að Silvía Nótt, sem tekist hafi að fá flesta sem koma nálægt keppninni koma og hálfa grísku þjóðina upp á móti sér, væri eiginlega ekki með eitt lag heldur væri um leikstykki að ræða. Hann varaði hjartahreina norska áhorfendur við því að hér gæti brugðið til beggja vona og menn gætu hæglega orðið fyrir júróvisjónasjokki. Ekkert líkt íslenska framlaginu hefði áður verið flutt í söngvakeppninni áður.

En Silvía Nótt særði örugglega ekki eitt einasta norskt hjarta. Hún var eins og lítil og sæt fermingarstelpa á sviðinu sem mímar Madonnu fyrir fermingargestina. Eins og stundum áður skildi afgangurinn af Evrópubúum ekki hina einstöku íslensku list sem alla vega helmingurinn af íslensku þjóðinni telur vera með því besta sem heimurinn getur boðið upp á. En við getum alla vega smælað, stolt, framan í heiminn. Við erum best, höfum alltaf verið það og verðum það um ókomnar aldir.

Advertisements

Nr 2 Strawberry Fields Forever

April 14, 2006

nr 1 Release Me Engilbert Humperdink
nr 2 Strawberry Fields Forever The Beatles
nr 3 …..
nr 4 …..

beatles-the-tittenhurst-park-4900258.jpg
Nokkuð hefur verið ritað um tónlist á hinum ýmsu bloggsíðum undanfarið. Má eiginlega til með að blanda mér í það eins og flest annað. Málið er nefninlega að ég var að fara í gegnum gamlar plötur í vikunni og þá finnur maður sjálfsagt alltaf eitthvað merkilegt og alls ekki síður ómerkilegt. Þegar kemur að árinu 1967 finnst mér alltaf eins og það sé ÁRIÐ, með stórum stöfum, þegar popptónlistin reis hæst. The Beatles gáfu út Sgt. Pepper “albúmið” og ekki síður mikilvægt framlag frá þeim þetta árið var Strawberry Fields Forever.

En það eru bara ekki allir sem voru sammála mér um stórvirki popptónlistarinnar á þessu annars frábæra ári þegar Austmenn gerðu allt vitlaust í Atlavík. Alla vega ekki ef marka má topp tíu listana. Það var nefninlega Engilbert Humperdink sem kom í veg fyrir að Strawberry Fields færi í toppsætið í Englandi með lagi sínu Release Me. Óneitanlege einkennileg staðreynd núna, 39 árum síðar.

Hvað er svo Humperdink að gera í dag. Jújú. Hann er að syngja Release My og The Last Waltz fyrir popplinkápukerlingar og miðaldra steggi í veiðihug sem brosa, steindauðu brennvínsbrosi, yfir glasið til popplínkápukerlinganna á Kringlukránni og hvar sem er í heiminum.

Hver man annars eftir Englibert og tónlistarafrekum hans. Sennilega eru þeir færri en þeir sem muna eftir Lennon og Bítlunum þó nú séu liðin 36 ár síðan sveitin var leyst upp og 26 ár síðan Lennon var lagður til hinstu hvíldar.

Einhvernvegin held ég að The Beatles sé þyngra lóð á vogarskálum dægurtónlistarinnar, í sögulegu samhengi, en Engilbert Humperdink þó sæmilegur söngvari sé

Tíðindalítill laugardagur

April 8, 2006

Dagurinn rann upp frekar grár. Eins og venjulega byrjaði ég daginn með að horfa á vini mína Lassý og þá Bonanza feðga. Finnst alltaf notalegt að horfa á bíómyndir sem enda vel. Lassý bjargaði úlfi sem var að dauða kominn en í Bonanza var Hoss í aðalhlutverki í dag. Hann var ástfanginn í morgun og lengi leit út fyrir að ást hans væri endurgoldin en svo var náttúrulega ekki. Annars eru þessir þættir fínasta uppeldisfræði.

Ég hef að mestu eytt deginum með myndavélinni minni og tölvunni og er afskaplega hamingjusamur með það. Hafði því ekki tíma fyrir enska boltann sem telst til stórtíðinda á heimilinu. Er að fikra mig áfram með Canon 350 D og gengur misjafnlega. En það kemur. Mæli eindregið með vélinni.

Annars eru Óslóarbúar og aðrir þeir er búa austan fjalls orðnir verulega þreyttir á biðinni eftir vorinu sem hefði átt að vera komið fyrir hálfum mánuði. Nú, 8. apríl kl 18:15, snjóar og ég er að skvera mig út á svalir til að grilla grís. Verð sem sagt ekki með muslima í mat í kvöld.

Ég bauð islömskum vini mínum frá Íran í mat á dögunum og gaf honum hákarl sem hann skolaði niður með íslensku brennivíni. En þegar ég bauð honum upp á punga fanst honum nóg komið af því góða. Hann snæðir því hvorki hrútspunga né grísakjöt en er samt ekki heittrúaðri en svo að það er í lagi með bjór og brennivín í hófi.

Góðviðrisdagur i Gjerdrum

February 11, 2006

123-2379_IMG.JPG
Þá er klukkan orðin rúmlega 12. Búinn að horfa á bæði Lassy og Bonanza. Littli Jói er alltaf sama góðmennið. Í dag kom hann mállausri stúlku og geðbiluðum föður hennar til bjargar. Sjáfsagt endaði þátturinn á að þau voru bæði flutt til Pandarósu. Karlinn slasaður eftir árás og stúlkan mállausa í sjokki eftir árásina. En áður en flutningurinn hófst hafði Littli Jói sjálfssagt komið ódæiðmanninum fyrir kattarnef.
Ruddist þar á eftir með skóflu út á svalir og mokaði meg sveittan. Næst ða dagsskrá er að taka einn ökutúr um nágrannasveitirnar vopnaður myndavél og kvikmyndavél. Hlakka til dagsins svo ekki sé meirta sagt.

Myndin er tekin af nýmokuðum svölunum

Enn um Múhameðsmyndirnar

February 10, 2006

Nú ríða sms skeyti húsum í farsímum Norðmanna. Helsta efni skeytanna þessa dagana er að breiða út óhróður um norska nýbúa af austrænum stofni. Á morgun ætlar hópur islama að láta verða að því koma saman á Grönlandstorgi í Ósló til friðsmlegra mótmæla vegna meðferðarinnar á Múhameð og þeim sjálfum síðustu vikuna og rúmlega það. Bæði Telenor og NetCom reyna nú að spora upp sendendur skeytanna og geta þeir átt á hættu að lokað verði á sms þjónustu þeirra.

Í skeytunum eru muslimar hvattir til að fremja sjálfsmorð. Önnur hvetja alla til að teikna fleiri skrípamyndir af spámanninum og enn aðrar spyrja muslimana hvort þeir mydu sækja styrlina sína á félagsmálakontórinn ef skrípamuyndir af Múhameð héngu á veggjunum.

Nýnasistar, sem hófu sms herferðina gegn Múhameðstrúarfólkinu, hafa boðað komu sína á samkomu muslimanna svo búast má við spennandi útifundi á Grönladstorginu.

Glæpamaður eða hermaður Múhameðs

February 3, 2006

mulla_krekar_229397h[1].jpg

Mulla Krekar er enn kominn á forsíður norsku blaðanna. Eftir viðtalið, við TV2-Nettavisen, þar sem hann sagði að stríð væri hafið gegn þeim sem hæddu og spottuðu spámanninn veltir norskur almenningur því fyrir sér hvers vegna þessi maður er enn í landi þeirra.

Allt síðasta kjörtímabil hafði Erna Solberg, ráðherra og leiðtogi Hægri flokksins, það sem forgangsverkefni að reka hann úr landi vegna skæruliðastarfsem hans í N-Írak. Þar hafði hann sinn eigin her sem hann stjórnaði eftir að hann fékk hæli sem flóttamaður í Noregi. Mullan er talinn hafa mörg mannslíf á samviskunni og gengur ekki alltaf í takt við lög og reglur konungsríkisins. Nú er það stóra spurningin hvernig núverandi ríkistjórn tekst til við að losa sig við mullan sem George Bush telur einn af tengiliðum Bin Laden á vesturlöndum.

Þess má geta að Erna Solberg fékk morðhótanir frá muslimska samfélaginu Noregi vegna aðgerða sinna í Krekar málinu.

Beethoven, Mósart og Bítlarnir

January 30, 2006

Heimsbyggðin hefur fagnað 250. afmælisári Mósarts síðustu dagana. Það er vel. Þessi klikkaði snillingur á það allt inni hjá okkur sem höfum notið afreka hans í tónum og tali. Í norska dagbalðinu Klessekampen, málgagni norksra kommúnista, er líka fagnað. Þar eru menn líka að velta því fyrir sér hvor sé stærri í listinni, Mosart eða Beethoven. Þeir velta líka fyrir sér hvurn andskotan við höfum með Bítlana að gera þegar við höfum átt stórmenni sem Mosart. (“Eller sagt på ein annan måte, kven faen treng Beatles når vi har Wolfgang Amadeus Mozart?”)
Reyndar sagði John Lennon, í viðtali árið 1966, að ef Beethoven hefði verið samtímamaður sinn hefði hann örugglega verið orgelleikari í The Beatles.

En á síðum Klassekampen er menn ekki sammála um hvort Beethoven standi Mosart jafnfætis í listinni eða hvort það er Mosart sem er jafningi Beethoven. Hvað finnst ykkur?