Archive for October 2006

Væluskjóður nútímans

October 29, 2006

Kennarar og umönnunarstéttir eru væluskjóður samtímans.  Alla vega ef marka má skýrslu danska prófessorsins, Tage Söndergåd Kristensen. Þar kemur nefnilega fram að starfsfólk í dæmigerðum kvennastörfum eins og kennarar og þeir sem vinna með skjólstæðinga almannatrygginga ásamt opinberum starfsmönnu eru þeir sem kvarta mest undan miklu vinnuálagi, stressi og lágum launum.  Prófessorinn segir þessar stéttir drekkja sér í sjálfsvorkunn.

En vælið virðist bera árangur.  Það eru nefnilega þessar sömu stéttir sem njóta mestra samúðar í samfélaginu þó virðingin fyrir þeim fari þverrandi. Hann segir að þegar hann spjalli við kennara og hjúkrunarfræðinga, bak við lokaðar dyr, viðurkenndu þeir niðurstöður hans.

Marianne Krogh, trúnaðarmaður kennara í Sköyen skóla í Ósló, er ekki alveg sammála Dananum um að hún og starfsfélagar hennar séu jafn miklar barlómar og hann vill vera láta en viðurkennir þó að kennarar og aðrar umönnunarstéttir velti sér kannski of mikið upp úr vandamálum sínum.   Hún segir að margir kennarar starfi í niðurnýddu skólahúsnæði og skólarnir hafi ekki efni á að kaupa kennslubækur handa nemendum sínum.  Það sé þreytandi að vinna við slíkar aðstæður með handónýtar kennslubækur.    

Það eru kennarar sem bera ábyrgð á því að börnin fái það með sér úr skólanum sem þeim er gert að kenna þeim lögum samkvæmt.  Það getur hins vegar oft verið erfitt þegar kennarar hafa ekkert til að kenna eftir.  Ofan á allt annað er alltaf verið að bæta vinnu við skýrslugerðir og fylla út allskonar eyðublöð auk sífelldum fundum sem draga úr afköstum kennarans í skólastofunni.

Krogh segir að nú sé komið nóg af svo góðu.  Hún segir að í Sköyen skóla sé nú markvisst unnið að því að leysa vandamálin og draga úr ergelsi og vonbrigðum kennara.

Elisabet Dahle hjá einu af norsku kennarasamtökunum segir að oft megi lýsa kennurum sem nöldrurum.   Hún kennir um auknu vinnuálagi vegna grundvallabreytinga á skiptingu vinnutíma kennara.  Hún segir að það sé erfitt fyrir kennara að ganga til starfa dag hvern vitandi að þeir hafi ekki nokkra möguleika á að skila þeim gæðum í skólastofunni sem þeir vildu vegna skorts á tíma og nothæfum kennslugögnum.  Hún segir þetta vera bæði persónulegan og faglegan klafa á kennurunum.

Dahle segir að kennarar verði að koma boðskap sínum betur á framfæri í stað þess að væla sífellt um vandamálin.

Kennarar hafa gert sjálfa sig að fórnarlömbum.

·        Þeir verða sífellt meira fyrir ofbeldi frá nemendum og foreldrum

·        Aukið eftirlit og skriffinska ásamt fundahöldum er að kæfa kennsluna

·        Miklar breytingar á skólastarfinu síðustu árin

Látum danska prófessorinn hafa síðast orðið. ”Kennarar einblína alltof mikið á að þeir séu of fáliðaðir í skólunum til að skila þeim gæðum í starfinu sem af þeim er krafist.  Þeir verða að beita meiri herkænsku  í boðskap sínum og  mæta kröfum samfélagsins um aukin gæði skólanna.  Ef kennarar hefðu nýtt tíma sinn í að gera skólann betri í stað þess að væla um vandamál sín yrði bæði eftirlitið með þeim og gagnrýnin á þá minni en í dag”.   

Advertisements

Fársjúk norsk þjóð

October 10, 2006

Veikindaforföll norskra launþega hafa aukist um 8% það sem af er árinu
miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er stefna í þveröfuga átt
við markmiðið sem ríkistjórnin setti sér, en það var að minnka
forföllin um 20%. Og það sem er verra, er að útlit er fyrir að
forföllin haldi áfram að aukast á næsta ári.

Með þessu áframhaldi koma veikindi Norðmanna til að hafa verulega
hamlandi áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Ríkistjórnin, sem hafði
hugsað sér verulega aukningu í fjárveitingum til skóla, leikskóla,
öldrunarmála og í vega- og járnbrautarkerfið, hefur nú þegar orðið að
draga úr væntingum sínum og almennings í landinu vegna óvissunnar
með heilbrigði launþeganna sem eiga að bera uppi atvinnulífið.
Ríkistjórnin telur að kostnaðarauki vegna veikindaforfallanna muni
aukast um 3,5 milljarða, tæplega 40 milljarða ísl. kr milli áranna
2005 og 2006. Og á árinu 2007 reiknar stjórnin með að nota 5
milljarða (60 millj ísl. kr) til að greiða laun launþega í
veikindafríum.

Nú er ég ekki með tiltækar tölur um hve hátt hlutfall norskra
launþega er að jafnaði í veikindafríi. En ég veit að á mínum
vinnustað hafa veikindaforföll farið yfir 30% af vinnutímanum
síðustu tvö árin. Það er að sjálfsögðu óvenju mikið en segir
örlítið til um hvað getur gerst ef fólki, af einhverjum ástæðum,
líður ekki vel á vinnustað sínum.

Veikindaforföll eru ekkert frekar bundin við eina atvinnugrein
en aðra. Sem dæmi má nefna að ekki er óalgengt að
stjórnmálamenn fari í sjúkrafrí þegar þeir “mæta veggnum”. Það gerði
Kjell Magne Bondevik þegar hann var forsætisráðherra í fyrri
ríkistjórn sinni. Aslaug Haga, ráðherra í núverandi ríkisstjórn og
formaður Miðflokksins, er í veikindafríi um þessar mundir vegna of
hás blóðþrýstings. Þá er þjálfari stórliðs norska fótboltans,
Rosenborg, sjúkraskrifaður í 6 mánuði vegna of mikils þrýstings frá
fjölmiðlum. Það er því ljóst að allir geta þurft að taka sér frí
til að hlaða batteríin ef þeir lenda í þeirri ógæfu að ganga að
orkuforða sínum tómum.

Ærumorðin í Ósló

October 6, 2006

burkhame.jpg
Skildi þessi kona hafa fengið
að velja sér reiginmann sjálf

Á sunnudaginn var, 1. okt. drap 30 maður þrjár systur sína venga þess að ein þeirra, sem átti að þvinga til að giftast ættingja sínum frá Pakistan, líkaði hugmyndin illa og neitaði ráðahagnum. Stúlkan var 24 ára gömul og starfaði í matvöruverslun í Oslo. Systur hennar sem féllu í valinn með henni voru 13 og 27 ára.

Þetta er aldeilis ekki í fyrsta sinn sem svona atburðir eiga sér stað og heldur ekki í fyrsta sinn sem umræður um hvað sé til ráða til að koma í veg fyrir slíka fjölskylduharmleiki. En ærumorðunum fjölgar meðan spekingarnir spjalla.
Hingað til hefur maður haldið að það væri aðeins lítill minnihluti í islamska samfélaginu sem beitir stúlkur ofbeldi láti þær ekki að vilja foreldranna þegar að hjúskaparmálum kemur. Í sjónvarpsumræðum eftir harmleikinn í Ósló vara hins vegar staðfest að 80 – 85% muslimskra foreldra taki það óstinnt upp ef dæturnar neiti hinum foreldra valda ráðahag.

Ein sem varð fyrir nauðungargiftingu, þegar hún var 16 ára, sagði að móðir hennar hefði hótað að skera hana niður í strimla og setja í frystikistuna hlýddi hún ekki. Sú fór til Pakistan, gifti sig og varð barnshafandi. Til að fæða fór hún til Noregs og gat komið skilaboðum til norskra yfirvalda um hver aðstaða hennar var. Henni var hjálpað en síðan hefur hún verið á flótta frá fjölskyldu sinni og notar ekki sitt rétta nafn í dag.

tawaf.gif
Hingað fá konur ekki að koma

Svo virðist sem muslimarnir og Norðmennirnir dragi ekki vagninn í sömu átt þegar réttindi muslimskra stúlkna er annars vegar. Í umræðuþttinum fyrrnefnda kom berlega í ljós að mikið ber í milli. Nú eru norsk stjórnvöld að taka Dani sér til fyrirmyndar og vilja banna “konum” (stelpum niður í 13 – 15 ára aldur) að fá eiginmanninn, sem þær hafa verið þvingaðar til að giftast af fjölskyldu sinni, til Noregs fyrr en þær eru orðnar 24 ára að aldri. Þessi hugmynd finnst muslimunum klárlega brot á mannréttindalögum og það er hún að sjálfsögðu í vestrænum samfélögum. En 24 ára reglan virðist gefa góða raun í Danmörku þar sem ærumorðum hefur fækkað meðan þeim fjölgar bæði í Noregi og Svíþjóð.