Archive for the ‘Sport’ category

Vålerenga – Lillestrøm

May 12, 2006

4073834993_831577h.jpg
Noregsmeistararnir, Vålerenga, hanga á síðasta hálmstrái sínu þegar þeir taka toppliðinu frá Lilleström í dag . Liðið hefur aðeins uppskorið 5 stig úr fyrstu 6 leikjunum í úrvalsdeildinni og það er lakari árangur en svörnustu adstæðingar meistaranna, sem eru reyndar stuðningsmenn Lilleström, gátu látið sig dreyma um fyrir leiktíðina. Einn sigur og þrjú töp blandað með tveimur jafnteflum er öll uppskeran hingað til. “Aðeins einn leikmaður Vålerenga hefur sýnt löngun til að halda meistaratitlinum á í herbúðum liðsins og það er Árni Gautur Arason Þó hann hafi ekki verið jafn stöðugur og hann var bæði í fyrra og heiiteð fyrra. Félagar hans geta þakkað honum fyrir þrjú af þessum fimm stigum sem þeir hafa fengið,” sagði einn knattspyrnusérfræðinga TV2 í vikunni.

Lillesrtöm trjónir hinsvegar á topnum, taplaust með 14 stig, og nú eru norskir fjölmiðlar farnir að spá þeim titlinum þó ekki séu nema þrjár vikur af mótinu. Egil “Drillo” Olsen, fyrrum landsliðsþjálfari og núverandi leikgreinandi Vålerenga, segir að tölfræðin gefi öruggan Lilleström sigur “en meðan boltinn er hnöttóttur getur svo sem allt gerst. En ekkert gerist hjá okkur nema leikmennirnir bretti upp ermar og leiki af fullri getu”.

Fari svo að tölfræði Drillos standist og Lilleström hali inn þrjú stig í kvöld er nokkuð ljóst að Vålerenga þarf á fleiri kraftaverkum en frá Íslandi til að verja meistaratignina. Þá heldur fallbarátan áfram fram eftir sumrinu. Spennan er í hámarki hjá bæði leikmönnum og þjálfara VIF. Sambandinu milli Lilleström og Vålerenga má lýsa með einu orði. Hatur. Fimmtán þúsund áhorfendur munu tryllast á Ullevål í kvöld. Hvernig sem leikurinn fer.

Advertisements

Svenni selur

April 25, 2006

SPORT_SOCCER__Svenn_391523d.jpg

Þá hefur hinn sænski landsliðsþjálfari Englands, Sven Göran Erikson, sett hús sitt við Regents Park í London á sölu. Ekki seinna vænna því karlinn hættir með landsliðið á miðju sumri og vill koma sér burt.

Svenni vill fá sitt fyrir húsið eða 3 milljónir punda. Sjálfur keypti hann húsið á 2,55 milljónir svo hagnaður hans af húseigninni verður milli 60 og 70 milljónir ísl. króna. Húsið þykir gott á enskan mælikvarða. Hefur fallegan garð og góð einkabílastæði ef marka má Telegraph News. Þrú svefnherbergi finnast í húsinu og 2 baðherbergi ásamt tveimur stofum. Sem sagt hin eigulegasta fasteign.

En nú er Svenni á síðustu metrunum í djobbinu og hann snýr ekki frá Englandi sem neinn fátæklingur eða beinigarmaður. Svíinn fékk á sínum tíma 2 milljónir punda fyrir að skrifa nafnið sitt undir samninginn við enska kanntspyrnusambandið og í mars 2004 endurnýjaði hann samninginn og fékk þá 4 milljónir punda fyrir undirskriftina. Heildarlaun þjálfarans munu nema 25 milljónum punda þegar hann lætur af starfi í sumar svo fremi Englendingar verði ekki heimsmeistarar. Þá hækka þau um eitthvert lítilræði.

Norskir millar vilja eignast Liverpool FC

April 22, 2006

1145710306978_922.jpgNorðmenn vilja kaupa Liverpool FC

Norski athafnamaðurinn, Öystein Stray Spetalen, hefur sent stjórn knattspyrnuliðsins Liverpool hugmyndir sínar um að kaupa meirihluta hlutafjár í félaginu. Síðast liðin þrjú ár hefur stjórn Liverpool verið á höttunum eftirm fjárstrekum aðilum til að koma með nýtt fjármagn inn í félagið sem nota á til að fjármagna nýja heimavöllin í Stanley Park og eins til að liðið geti keppt við Chealsea á leikmannamakaðnum. Einhverra hluta vegna hefur ekkert orðið af því að nýjir fjárfestar hafi komið inn í félagið þrátt fyrir að margir hafi lýst áhuga. Nú hefur stjórnin hinsvegar sent öllum hluthöfum í félaginu bréf þar sem þeim er gert grein fyrir því að hún eigi í viðræðum við fjársterka aðlia um kaup á hlut í félaginu.

Öystein Stray Spetalen, sem er sterkefnaður viðskiptajöfur og meðal auðugustu manna í Noregi, er ekki ókunnur rekstri kanttspyrnufélaga þar sem hann var ein stærsti hluthafinn í Noregsmeisturum, Vålerenga, áður en allt fór í bál og brand þar fyrir nokkrum árum síðan. Nú vill hann aftur koma að rekstri knattspyrnufélags og Evrópumeistararnir er liðið sem hann vill. Ef af verður kaupunum mun viðskiðtafélagi hans, hóteljöfurinn, Petter Stordalen og knattspyrnustjóri Lilleström, Jan Åge Fjörtoft, með í fjárfestingunni. Jan Åge þá flytja sig um set frá Åråsen Stadion til Anfield þar sem hann mun verða einn af rágjöfum Lilverpool. Fjórði Norðmaðurinn í fjárfestingarhópnum er Christian Eidem. Tilboð fjórmenninganna í meirihluta hlutabréfa í Liverpool mun vera kringum 20 milljarða íslenskra króna.

Fyrir nokkrum árum keyptu félagarnir Kjell Inge Rökke og Björn Rune Gjelsten knattspyrnufélagið Wimbeldon sem þá lék í úrvalsdeildinni. Þeir urðu þar með fyrstu Norðurlandabúarnir til að kaup knattspyrnulið í ensku úrvalsdeildinni. Fjárfeting þeirra mislukkaðist herfilega. Með Egil Drillo Olsen sem þjálfara féll Wimbeldon og norsku félgarnir töpuðu 2,5 milljörðum ísl. kóna á ævintýri sínu áður en þeir seldu félagið.

Birkir Bjarnason. Nýtt nafn í norska boltanum

April 9, 2006

birkir1.jpg Birkir Bjarnason. Mynd: Dagbldet

Þá byrjar norski boltinn að rúlla í úrvalsdeildinni í dag. Sem fyrr eru nokkrir Íslendinar sem setja mark sitt á leikina og í dag er það spurningin sem margir velta fyrir sér hvort hinn 17 ára gamli Birkir Bjarnason frá Akureyri fái sæti í byrjunarliði Víkinganna frá Stavanger. Birkir hefur leikið 3 síðustu æfingaleiki félagsins og staðið sig mjög vel í þeim. Norskir sparkfræðingar hafa veitt honum athygli og hrósa honum í hástert. Þá hefur þjálfarinn hans hinn sænski Tom Prahl farið fögrum orðum um frammistðöðu táningsins og segir hann hafa allt sem ungan knattspyrnumann prýði. “Hann er sterkur og fljótur og hefur góðan knattspyrnuskilning” segir Prahl og bætir við að það eina sem vanti hjá Birki sé meiri og betri knatttækni enda sé drengurinn aðeins 17 ára gamall og hafi nógan tíma til að bæta sig þar. Viking heimsækir Hamar í dag og etur kappi við Hamar Kammeratene og ætti að eiga góða sigurmöguleika þar sem þeim er spáð einu af toppsætunum meðan Ham Kam er spáð erfiðri fallbaráttu.

Það verður því spennandi að fylgjast með Birki sem segist vera ákveðinn að vinna sér fast sæti í Víkingssliðinu í sumar.

Ónothæfur markakóngur

February 21, 2006

Brattbakk.jpg
Harald Maritn Brattbakk, margfaldur landslismaður og markakóngur í norsku úrvalsdeildinni, með 166 mörk, var í gær rekinn frá félagi sínu, Rosenborg. Matthías Högmo, þjáfari RBK, sagði í gær að félagið hefði nóg af framherjum í leikmannahópi sínum nú og eftir að Steffen Iversen gekk til liðs við félagið væru ekki not lengur fyrir hinn 34 gamla Brattbak. Hann segir að yngri leikmenn fái að reyna sig í næstu leiktíð og því hafi Harald Martin verið leystur undan samningi sínum.

Þá er hinn aðal framherji RBK, Frode Johnsen, hugsanlega á leið frá félaginu. Bæði Brann og Odd Grenland berjast um að fá Johnsen í sínar raðir. Frode er metinn á 4 – 5 milljónir nkr og fari svo að hann gangi í raðir Brann hefur félagið eytt á 6. hundruð milljónum í leikmenn síðustu 3 árin.
Frode Johnsen.jpg
Í ljósi þess er gaman að velta fyrir sér frammistöðu KR gegn Brann á La Manga í gær. Teitur Þórðarson, þjálfari KR, þjálfaði nefninlega Bran fyrir nokkrum árum. Þá var félagið í miklum fjárhgaskröggum og þurfti að selja marga af sínum bestu leikmönnum. Á tveimur árum missti Teitur 14 leikmenn og afleiðingin var sú að liðið féll úr öðru sæti deildarinnar niður í grjótharða baráttu um að halda sér í deildinni. Það tókst eftir umspil við Sandefjord. Nú, á síðustu tveimur árum, hefur Brann eytt ámóta miklum peningum í leikmenn eins og KR hefur úr að moða á 7 – 8 árum.

Meðal leikmanna sem Teitur mátti sjá af eru Azar Karadaz, Portsmouth og landsliðið, Torstein Helstad, RBK og landsliðið, Alex Valensia, Start og landsliðið, Raymond Kvisvik, Fredrikstad og landsliðið.

GRINDAVÍK: Þeir þora og skora og skora á ný

February 18, 2006

grindavik_nikar_2006.JPG
Bikarmeistarar 2006

Þvílík hamingja. Ekkert í veröldinni gleður okkur Grindjána meira en að valta yfir Keflavík í körfubolta. Hver man ekki eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum og bikarnum sem ekið var með frá Keflavík til Grindvíkur eftir skelfilegustu útreið sem Keflvíkingar hafa fengið eftir að körfuboltinn komst á koppinn þar á bæ. David Grissom var þrjú ár að skafa Spalding stimpilinn úr andlitinu á sér eftir að Dobart tróð í andlitið á honum.

Í dag var Keflavíkurhraðlestin grátt leikin. Leikmenn liðsins voru eins og beingaddaðar ýsur á móti Grindjánunum sem einfaldlega léku sér að þeim eins og köttur að garnhnykli. Siggi var úti með ærnar í haga vel við um Keflavíkurþjálfarann í dag.

Grindavík. Þetta var einfaldlega unaðslegasti bikarsigur sem við höfum unnið. Fyrst var það Njarðvík sem steinlá í Höllinni 1995. Það var aman. Þá nutum vi reyndar góðrar aðstoðar frá Keflavík þar sem Gaui Skúla spilaði fyrir okkur. Næst voru það Ísfirðingar sem voru rótburstaðir í úrslitaleiknum 1998. Það var skemmtilegra eftir það sem á undan var gengið milli liðanna. Árið 2000 vour það KR-ingar sem máttu horfa á Grindvíkinga hampa bikarnum. Það var líka notalegt. Og nú kom sá sætasti af þeim öllum. Keflavík með skottið á milli lapanna á Reykjanesbrautinni á heimleið eftir tap fyrir UMFG. Er það eitthvað sem gleður Grindvíkinga meira??? Ég bara spyr.

Og svo þegar Liverpool vinnur Mancehster United í bikarnum á sama degi getur dagurinn ekki orðið mikið betri. Bara að Grindavíkurstelpurnar hefðu náð í bikar líka. En Lífið er ekki bara leikur. Við þurfum að taka mótlæti líka.

Annars skil ég vel að Reykvíkingar séu orðnir leiðir á körfubolta. Það er ekki svo oft sem þeir fá að fagna greyin. Það er eitthvað alveg sérstakt ef einhver körfuboltatiltill hafnar fyrir innan Straum. Ætli þeir sú ekki teljandi á fingrum einhents manns síðustu 20 árin.

Áfram Grindavík.

Stefán Gísla reddaði Lyn Oslo

February 17, 2006

Stefán Gíslason.jpg
Stefán Gíslason kom Lyn áfram í Royal League.
Mark Stefáns Gíslasonar, þegar Lyn Oslo gerði 1 – 1 jafntefli við Djurgården í Svíþjóð í gær, tryggði Lyn áframhaldandi þáttöku í deildinni og þar með minnst 10 milljónir í kassann. Stefán jafnaði fyrir Lyn í seinnihálfleik og því lifir félagið enn í voninni um að vinna Royal League. Þrjú norsk lið komust áfram í fjórðunmgsúrslitin, Lyn Oslo, Lilleström og Vålerenga sem vann Hammarby, 2 – 1, í Valhöll í gærkvöldi. Árni Gautur Arason var besti maður VIF og það var eingöngu fyrir góða markvörslu hans að liðið skreið áfram í úrlsitakeppnina.