Archive for February 2007

Muslimskar smástelpur umskornar

February 16, 2007

20051004-088_jpg_685011h.jpg
Tvær glaðar frá Sómalíu

Fyrir nokkrum árum síðan afhjúpaði TV2 í Noregi hvernig muslimskar smástelpur voru fluttar úr landi og umskornar í upprunalöndum sínum. Þetta átti sér einkum stað með stúlkur frá Sómalíu og Eþíjópíu.

Umskurður á stúlkubörnum er algerlega bannaður í Noregi enda tala Norðmenn um að kynfæri stúlknanna séu limlest með umskurði. Og limlestingar eru náttútlega bannaðar í konungsríkinu sem og í lýðveldi Ólafs Ragnars.

Tilgangurinn með umskurðinum er sá að eyðileggja kynnautn konunnar þegar hún kemst á giftingaraldurinn sem er öllu lægri hjá þessum stúlkum en hjá þeim íslensku eða norsku. Þar með var líka búið að lækka áhættuna á að konurnar héldu framhjá eiginmönnum sínum og stofnuðu þar með æru ættarinnar í hættu.

Eftir sjónvarpsþættina og umræðuna í kjölfar þeirra gerði ríkistjórnin foreldrum erfiðara fyrir með að láta umskera kornungar dætur sínar. Aðferðin var sú að þegar foreldrar og dætur komu úr heimsókn frá upprunalöndunum tóku kvensjúkdómalæknar á móti þeim á flugvellinum og skoðuðu hvort finna mætti verksummerki á börnunum eftir umskurð. Einnig var þeim gert að koma með börnin reglulega í læknisskoðun þar sem kíkt var á kynfæri þeirra.

En Afríkanarnir eru klókari en margur hyggur. Í stað þess að flytja litlu stúlkurnar, gjarnan á öðru til ellefta ári, til Eþjópíu eða Sómalíu flytja þeir umskurðarlæknanna til Noregs. Til eru farand-umskurðarlæknar sem þvælast mikið um Danmörku og t.d Frakkland og umskera börnin.

Finn Abrahamsen, yfirlögregluþjónni í Ósló, staðfesti við Dagsavisen að lögreglan hefði fengið nokkrar ábendingar um þessa ólöglegu starfsemi. Hann sagði að nú þegar væri lögreglan byrjuð að rannsaka tvö mál þar sem grunur leikur á að foreldrar hafi látið umskera dætur sínar inni á heimilum sínum.

Abrahamsen segir að mjög erfitt geti reynst að rannsaka svona mál m.a. vegna þess hve sómölsku og eþíjópísku samfélögin eru lokuð utanaðkomandi.
166387960_94a863a6ee.jpg
Grænmetisbúiðn góða
Get sem dæmi um lokað sómalskt samfélag nefnt að við hliðina á skólanum mínum er sómölsk moska í kjallara við Þrándheimsveginn. Tvisvar hef ég verið að taka myndir fyrir utan moskuna, af svokallaðri innflytjendabúð. Það eru nefnilega svo litríkar og fallegar grænmetisútstillingarnar þeirra á gangstéttinni. Í bæði skiptin hafa sómalir komið og hótað mér barsmíðum hætti ég ekki myndatökunni. Í seinna skiptið kom sjálfur imamen og hótaði að kæra mig til lögreglunnar. Þá kom ég með krók á móti bragði. Veifaði gömlu blaðamannaskírteini frá Degi-Tómanum framan í æðstaprestinn og sagðist vera lögregluljósmyndari. Ég gæti því sjálfur tekið á móti kærunni og komið henni áleiðis fyrir hann. Karl ræfillinn hvarf þegar á braut og ég hef ekki séð hann síðan. Ég hef heldur ekkert verið að hrekkja þá með myndavélina fyrir framan moskuna.

Advertisements

Í LEIGUBÍL MEÐ FÓSTUR Í PLASTPOKA

February 5, 2007

Þetta er engin lýgi. Þessi atburður átti sér stað á síðasta ári éftir að kona nokkur fékk bráðafóstureyðingu á Læknavaktinni í Ósló. Þegar fóstureyðingunni var lokið þurfti konan frekari meðhöndlun á sjúkrahúsi. Henni var sagt að taka leigubíl upp á Ullevål sjúkrahús þar sem tekið yrði á móti henni.

En konan fór ekki einsömul því fóstrið var sett í plastpoka og hún látin taka það með sér á sjúkrahúsið.

Blæðandi gekk konan í gegnum móttöku Læknavaktarinnar með veski sitt og plastpokann í höndunum. Hún tók leigubíl sem ók henni til Ullevål. Er þangað kom var konan orðin alblóðug, m.a. kápan orðin gegnblaut af blóði auk þess em blóð hafði lekið niður í skó hennar. Ekki þarf að spyrja um hvernig aftursætið í leigubílnum leit út. Sá hefur varla farið fleiri ferðir þessa nóttina.

En þrautaganga konunnar var ekki á enda þótt hún væri komin á sjúkrahúsið. Þar beið enginn læknir eins og henni hafði verið sagt á læknavaktinni. Hún þurfti því að bíða þar, sárkvalin, í lengri tíma áður en læknar komu henni til hjálpar. Hún sagði að sér hefði fundist hún vera á senu í leikhúsi þar sem allra augu á biðstofunni beindust að henni og sér hafi þótt þetta verulega niðurlægjandi aðstaða sem hún var í á biðsðtofunni á Ullevål.

Við liggjum í baðherberginu. Hringdu á lögregluna og í BP.

February 2, 2007

Svona hljóðaði miðinn á borðinu sem beið heimilishjálparinnar þegar hún mætti á heimili eitt í Stavanger til að skúra gólfin.

Konan, hélt að skilaboðin á miðanum væru bara grín en fór samt beint inn á baðið. Þar blasti hryllingurinn við henni. Fjögurra manna fjölskyldan lá steindauð á gólfinu. Konan hringdi í lögregluna eins og skilaboðin kváðu á um.

fire_d_de_trippeldr_509014s.jpg
Lík borið út úr húsinu í Stavanger
Mynd AP

Rannsókn hófst á vettvangi um leið og laganna verðir mættu á staðinn. Í ljós kom að fjölskydan hafði verið drepin en hekki hvernig eða hver hafi framið ódæðið. Ekki vildu þeir heldur upplýsa hvort eitthvað meira sem stóð á miðanum en hvissast hafði út, þ.e. meiri upplýsingar en bara um dvalarstað líkanna.

En í gær komu meiri upplýsingar. Það voru semsagt hjón og tvö börn þeirra, átta ára drengur og 12 ára stúlka, sem lágu í valnum. Talið er að faðirinj hafi kæft konuna og börnin áður en hann kæfði sjálfan sig.

En hver er svo ástæðan fyrir að svona hörmungar atburðir eiga sér stað?
Í þessu tilfelli er það að öllum líkindum vinnuálag og stress sem því fylgir. Maðurinn, sem var verkefnisstjóri hjá BP olíufélaginu í Stavanger, hafði tjáð yfirmanni sínum um að verkefni sem hann vann að myndi seinka um einhverjar vikur eða mánuði. Hann mun hafa sagt yfirmanninum hvernig sér leið og hvað hann hygðist fyrir en sá tók skilaboðin sem hvert annað grín. Enda starfsmaðurinn hinn hæfasti og besti og skemmtilegasti drengur. Það hefði hann betur ekki gert. Þá hefði, hugsanlega, þessi fjögurra manna fjölskylda enn verið á meðal vor.

Þetta er þriðja fjölskyldumorðið í Noregi á nokkrum árum. Ekki eru nema ca tvö á síðan svipaður atburður átti sér stað í Heiðmörku, nálægt Kóngsvinger. Þá drap maður einn fjölskyldu sína með vélbyssu sem hann hafði undir höndum sem liðsmaður í Heimavarnarliðinu. Þá átti svipaður atburður sér stað í norður Noregi fyrir nokkrum árum. Þá drap maður þar alla fjölskyldu sína nema eina dóttur sem ekki var heima þegar æðið rann á föðurinn. Dóttirin sem enn er á lífi rifjaði þann hörmungar atburð í sjónvarpi í gær. Þar sagðist hún aldrei hefði getað ímyndað sér að nokkuð slíkt ætti eftir að henda papbba sinn eða fjölsslylduna. “Pabbi var mjög léttur í lundu, gekk vel í starfi og við höfðum það á alla lund mjög gott. Þetta var öllum óskiljanlegt og sýnir best að við vitum aldrei hvernig meðbærðrum okkar og systrum líður inni í sér”.