Archive for the ‘Pólitík’ category

ÓL, ESB og Þorgerður Katrín

April 10, 2008

mbl.is skrifar:
“Evrópuþingið hvetur ríkisstjórnir landa Evrópusambandsins til þess að sniðganga setningarathöfn Ólympíuleikanna….”

Auðvitað eiga allar Evrópuþjóðirnar að standa saman og sniðganga setningarathöfnina. Þær kenna sig jú við frelsi, jafnrétti og bræðralag.

Sjónvarpstöðvarnar, allar sem ein, ættu líka að sniðganga athöfnina. Slíkar aðgerðir eru eina vopnið sem lýðræðissinnar geta beitt gegn þjóðnýðingunum í Kína og annars staðar í heiminum. Ef ekki er hægt að semja við kínversk stjórnvöld um almenn mannréttindi verður að beita þá hörðu. Og ekkert særir slíka leiðtoga meira en að kæfa athyglissýki þeirra þegar þeir þurfa að stæra sig af stóratburðum.

Að Þorgerður Katrín og Jens Stoltenberg ætli að heiðra fordómafulla og gerspilta ríkistjórn alþýðulýðveldisins er íslensku og norsku þjóðinni til skammar og skapraunar.

http://orangetours.no/

Advertisements

ÓL og Pólitík

April 10, 2008

Það er ekkert nýtt að Ólympíuleikarnir og stjórnmál sé tvinnað saman. Það hefur gerst allar götur frá árinu 1936. Hvers vegna er þá þetta mikla upphlaup nú?

Þann 13 júlí 2001 var Kínverjum úthlutað 29. Ólympíuleikunum. Þá brosti kínverska Ólympíunefndin sínu breiðasta og ætlaði aldrei að hætta að klappa saman lófunum, í beinni útsendingu um allan heim, frá úthlutunarathöfninni. Alþjóða Ólympíunefndin sagði að Kína hefði orðið fyrir valinu vegna þess að þarlend stjórnvöld ætluðu snarbæta mannréttindi í landinu.

Síðast liðinn fmmtudag var svo mannréttindafrömuðurinn, Hu Jia, dæmdur í þriggja ára fangelsi í alþýðulýðveldinu fyrir svokallaða undiróðursstarfsemi. Hann hafði unnið sér það til saka að veita erlendum fjölmiðlum viðtöl og birta á netinu greinar sem ekki voru ríkistjón Kína að skapi. Svo mikið hafa mannréttindi verið bætt í landinu.

Við lesum, heyrum og sjáum á hverjum degi hvernig væntanlegir gjestgjafar mestu íþróttahátiðar veraldarinnar hegða sér í Tíbet og sjónvarpi þegar þeri ljúga því að þjóð sinni að Ólympíueldinum sé hvarvetna fanganð af heimafólki þar sem hann fer um. Kínverjar hafa fengið sinn “spaugsama Ali”

Svo ætlum við að heiðra þetta glæpahyski með því að senda okkar besta íþróttafólk á Torg Hins Himneska Friðar og Ólympíuleika í nágrenni þess.

Nokkarar staðreyndir um OL og stjónmál:
1936 Þýskaland
Hitler fékk Ólympíuleikana þrátt fyrir að margir mótmæltu í nafni kynþáttafordóma foringjans.

1956 Ástralía
Egyptaland, Írak, Líbanon sátu heima í mótmælaskyni við innrás Ísraela í Egyptaland.
Holland, Spánn og Sviss héldu sig líka heima til að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland.

1968 Mexikó
Bandarísku spretthlaupararnir, Tommie Smith og John Carlos, voru reknir frá leikunum þegar þeir heisluðu með “Black Power” undir fánahyllingu leikanna.

1972 Munchen
Ísraelarnir 11 teknir sem gíslar í Ólympíuþorpinu af skærluliðahópi sem krafðist þess að 234 palestínskum föngum í Ísrael yrði sleppt. Ekki var orðið við kröfunni og allri gíslarnir voru drepnir og einn þýskur lögreglumaður til viðbótar.

1976 Kanada
26 Afríkuþjóðir sátu heima í mótmælaskyni við að rúgbýlandslið Nýja Sjálands lék landsleik við Suður Afríku. Íþróttafólk frá Taiwan varð að sitja heima því Kanada viðurkenndi ekki landið sem sjálfstætt ríki heldur aðeins sem hluta af Kína.

1980 Moskva
Bandaríkin ásamt 61 landi mótmæltu innrásinni í Afganistan með heimasetu

1984 Los Angeles
Sovétríkin, Austur Þúskaland, Kúba og 14 önnur ríki svöruðu bandaríkjamönnum í sömu mynt og snðigengu OL

2008 Kína
Nú æskir stór hluti heimsbyggðarinnar að þjóðir heimsins sniðgangi OL í Kína af nákvæmlega sömu ástæðum og fólk hafði 1936. Kínversk stjórnvöld nærast á kynþáttafrodómum og mannréttindabrotum og mannsvonsku og það fer illa saman við Ólympíuhugsjónina

http://orangetours.no/

Heilsði löggunni að sjómanna sið

September 10, 2007

Frammámaður í norska Framfaraflokknum var ekki allskostar ánægður með framgang lögreglunnar í heimabæ sínum, Egersund; í Rogalandsfylki.

Þannig var að stjórnmálamaðurinn, Henning Haaland, var úti að borða með vinafólki sínu. Eitthvað hafði mannskapurinn drukkið af söngvatni og var því vel við skál. Á leiðinni heim þurfti vinur þingmannsins að míga og framkvæmdi þá athöfn við næsta húshorn. En sá var óheppinn. Til hans sást og kjaftað var í lögguna því svona tilburðir eru algerlega bannaðir í konungsríkinu.

Löggan kom og ræddi við manninn. En þegar hann vildi ekki gefa upp nafan sitt var hann færður á lögreglustöðina. En löggan vildi ekki hafa hann lengi undir sínum höndum og ók honum til baka til konunnar og stjórnmálamannsins.
Þegar lögreglubíllinn stöðvaðist og vinurinn steig út rauk Henning frp maður að bílnum, lauk upp bílstjórahurðinni, dró út lögreglumanninn og barði hann til óbóta.

Það eru því fleiri þingmenn en Vetmanneyjagoðinn sem kunna þá list að heilsa að sjómanna sið.

Lögga og glæpagengi semji um refsingu

January 30, 2007

Knut Storberget, dómsmálaráðherra í Noregi, hefur sett fram hugmynd um að þeir sem brjóti lögin geti samið um refsingu sína ef þeir viðurkenni brot sitt um leið og þeir eru handteknir. Þá um leið eiga þeir að geta fengið að vita hve löng fangelsisafplánun þeirra verður eða hversu hárra sekta verður krafist af þeim.

oslo-fengsel.jpg
Afbrotamaður sem kjaftar getur stytt
tímann innan veggja Ósló Fangelsisin

Lögreglu, varnarlögfræðingum og ákæruvaldi líst ljómandi á hugmyndina en dómarar eru afar tortryggnir.

Hugmyndir yfirvalda eru þær að afbrotamanni verði straks við handtöku gerð grein fyrir hver viðurlög við broti hans eru. Hann fær síðsan að vita, að hann viðurkenni brot sitt undanbragðalaust geti hann samið um styttri fangelsisafplánun. Og það sem út úr þeim samningarviðræðum koma á að vera bindandi loforð ákæruvaldisins um að það það aðhafist ekki frekar í málinu.

Með þessum tillögum hyggst dómsmálaráðherrann stytta tímann sem refsiverð brot taki í dómskerfinu og fá niðurstöðu í fleiri dómsmálum en hingað til. Með þessum hætti hagnast bæði afbrotamaðurinn, sem fær styttri dóm og ríkisvaldið sem ekki þarf að punga út jafn miklum peningum í að upplýsa mál og hingað til.

Knut Storberget segir að með þessu móti gangi dómsmál mun hraðar í gegnum dómstólana og stytti auk þess biðlista eftir afplánun. Semsagt. Nái hugmyndir ráðherrans fram geta þær sparað glæpamönnum fengelsistíma og ríkinu peninga. En þær valda dómurum áhyggjum. Sennilega útaf hugsanlegu atvinnuleysi þeirra þegar glæpagengin og löggan hafa samið um refsinguna áður en hún kemur til dómstólanna.

Að Skíta í Skóinn Sinn

June 12, 2006

Halldór.jpg
Að skíta í skóinn sinn var orðatiltæki sem Slabbi, sálugi, Djó hafði gjarnan um þá sem framið höfðu einhver heimskupör og bættu svo gráu ofan á svart með því að gera heimskuna ennþá heimskulegri þegar bæta átti fyrir fyrri vitleysur. Datt orð Slabba í hug þegar ég velti fyrir mér framsóknarkaplinum sem aldrei ætlar að ganga upp.

Það kom svo sem ekki á óvart að Halldór Ásgrímsson gæfist upp á að leiða flokk sinn. Undir formennsku hans hefur leið framsóknar bara legið niður á við og nú er svo komið flokkurinn er nánast að engu orðinn. Alla vega hvað varðar kjósendur en það bærist þó lífi sundurleitri þingmannahjörðinni og einn og einn miðstórnarmaður kvakar endrum og sinnum. Því miður.

Sóðaskapurinn í kringum flótta Halldórs úr formennskunni og forsætisráðuneytinu, sennilega í seðlabankann, er með ólíkindum. Það má vel vera að Halldóri hafi liðið vel undir handarkrika Davíðs í ríkisstjórninni og sækist nú eftir sama skjóli í Seðlabankanum. En að lýsa því, í laumi, að varaformaður hans, Guðni Ágústsson, sé óhæfur fromaður er nokkuð sem venjulegur maður ekki skilur. Af hverju var hann þá kosinn varaformaður á sínum tíma. Auk þess er Guðni sá maður sem hefur hvað sterkasta stöðu meðal hinna sára fáu kjósenda flokksins ásamt Kristni H. Gunnarssyni sem flokkurinn hefur margoft reynt að losa sig við. Það er hverjum manni orðið ljóst að formaðurinn og forsætisráðherrann hefur stjórnað flokknum með hjálp fámennrar klíku sem leggur á ráðin. Svo er formaðurinn svo smásálarlegur að hann fær sig ekki til að segja Guðna það sjálfur að hann vilji ekki sjá hann sem eftirmann sinn heldur sendir aðstoðarmenn sína í skítverkin. Og svo fær hann að sjálfsögðu stuðning frá Lómatjarnardrottningunni sem bæði ýlfrar og gjeltir og lýsir vantrausti á varaformanninn sem eftirmann formannsins. Heillandi vinnubrög, ekki satt.

En nú er Halldór sem sagt að hætta í stjórnmálum eftir 32 ár. Þá er það siður að bæði stuðningsmenn og andstæðingar kveði sér hljóðs og mæri mikilmennið. Það hefur ekkert skort á það eftir Þingvallayfirlýsingu Halldórs. En fyrir hvað er hægt að hæla Halldóri Ásgrímssyni. Hver eru verk hans og hvernig hafa þau bætt lífskjör almennings í lýðveldinu á Íslandi. Uppúr stendur að sjálfsögðu kvótakerfið sem er eitthvert óréttlátasta meðal sem neytt hefur verið ofan í þjóðina síðan dönsku einokuninni var þröngvað upp á landsmenn. Afleiðingin er sú, að sameiginleg auðlynd þjóðarinnar, er komin á fárra manna hendur og gert þá að auðkýfingum meðan almenningur heldur áfram að vinna tvær og þrjár vinnur til að framfleyta fjölskyldum sínum. Halldór átti í vandræðum að svara einfaldri spurningu frá einföldum bónda og dugnaðaraforki á pólitískum fundi á Reyðarfirði ekki alls fyrir löngu. Bóndinn spurði einfaldlega hvað Halldór hefði gert fyrir kjördæmið á stjórnmálaferli sínum og hvar hann og aðrir kjósendur flokksins gætu séð skóför hans í kjördæminu. Bóndinn fékk ekkert svar. Bara skammaræðu til baka frá ráðherranum sem hneykslaðist á fávisku og óréttlæti kjósanda síns gegnum öll þau ár sem ráðherrann skipaði framboðslista í Austurlandskjördæmi.
Það má líka öllum vera ljóst að Halldór Ásgrímsson hefur trauðla átt farsælan feril sem flokksformaður. Flokkurinn er í rjúkandi rústum illdeilna og óheilinda sem flestar eru runnar undan rifjum formannsins sjálfs og sauðahjarðarinnar sem honum fylgja að málum. Þá er besta að setjast aftur á skammelið undir fótum fótum Davíðs í Seðlabankannum er kólna tekur í haust. Þar fær hann frið fyrir óréttlátum og heimskum kjósendum meðan hann ornar sér við að telja og reikna erlendar skuldir þjóðarbúsins sem hann hefur átt drjúgan þátt í að haugað upp á 32 ára stjórnmálaferli.
Á einum stað í hinni helgu bók strendur; ”Þér eruð ekkert. Verk yðar eru engin. Andstyggilegur er sá er yður kýs”

Ráðherranum bannað að koma inn í Rússland

May 31, 2006

kristinder.jpg

Krsitin Halvorsen og Marit Viig tollstjóri á blaðamanafundi í Finnmörku í gær.
Í gegnum árin hefur verið mikið sagt og skrifað um samskipti Noregs og Rússland og auka þurfi samvinnu milli landanna. Til þess að það geti orðið þarf að auvelda mönnum að ferðast á milli landanna og þá sérstaklega á landamærastöðvunum í Finnmörku. Það var einmitt það sem Kristín Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, ætlaði að gera í gær þegar hún fór til Finnmerkur og síðan var meiningin að aka inn í Rússland og ræða við embættismenn þar. Þá kom nú heldur betur babb í bátinn því rússnensku landamæraverðirnir harðbönnuðu henni að setja fætur sínar á rússnenska grund. Og þar við sat.

Það fór þó betur en á horfðist með fundinn. Rússarnir fengu nefninlega leyfi til að aka yfir landamærin og inn í Noreg og fundurinn fór því fram á landamærastöðinni í Stórskóg Noregsmegin við landamærin.

Segiði svo að andar frjálslyndisins blási ekki yfir Rússlandi. Það hefði verið óhugsandi fyrir Rússana að skreppa í bíltúrinn til Noregs meðan Brésnéf var við völdin.

Enn af Framsókn

April 19, 2006

Með hækkandi sól lækkar risið á Framsóknarflokknum. En það er þó bót í máli að nú er orsökin af afleitu gengi floksins í skoðanakönnunum fundin. Leiðarahöfundar Morgunblaðsins og sá ljúfi og góði drengur Hjálmar Árnason, þingflokksformaður flokksins, litu yfir pólitíska landslagið með haukfránum augum sýnum og sjá; flokksforystan gengur ekki í takt og Kristinn Gunnarsson er stórvandamál. Þá er lausnin einföld. Henda út forystunni og sparka svo Kristni vestur á Hornbjarg í von um að hann rati ekki aftur inn í íslensk stjórnmál.

Það hefur lengi legið ljóst fyrir að forystan í Framsóknafjósinu hvorki gengur né talar í takt. Þegar Guðni talar í suður hrópar Valgerður í norður og yfirfjósamaðurinn talar í hringi. Allt eftir já, já og nei, nei reglunni sem flokkurinn hefur lengst af unnið eftir. En það sem er merkilegt er að Kristinn, sem er einn ærlegasti þingmaður flokksins og ötull líka, skuli vera talinn til stóru vandamálanna í fjósinu. Hann getur að vísu verið óþægur ljár í þúfu en það verður ekki af honum tekið að hann er sannfæringu sinni trúr eins og hann hefur heitið bæði þingi og þjóð. Ef allir væur eins og hann yrðu kanski hrossakaupin færri í sölum Alþingis og hinum og þessum ríkisstofnunum þar sem framsókanrmenn hafa hreiðrað um sig. Þess vegna er það ekki öðruvísi en við er að búast að heiðarlegir kjósendur snúa baki við flokknum þegar þeir sjá hvernig innviðir hans eru. Það er nefninlega ekki nóg að hafa góða stefnu að boða kjósendum fyrir kosningar en svíkja þá svo á sömu mínútu og kjörklefunum er lokað.

Þess vegna yfirgefur heiðarlegt fólk framsóknarflokkinn í haugum þessi misserin. Eftir standa þeir sem hika ekki við að svíkja kjósendur sína sjálfum sér og einhverjum fáum flokkssystkinum til framdráttar. Þess vegna ætti flokkurinn að skipta um nafn og kalla sig Sjálfsframaflokkurinn. Sjálfstæðisflokknum, sem nýtur virðingar í fjósinu og framapoturum flokksins til heiðurs.