Archive for September 2007

Heilsði löggunni að sjómanna sið

September 10, 2007

Frammámaður í norska Framfaraflokknum var ekki allskostar ánægður með framgang lögreglunnar í heimabæ sínum, Egersund; í Rogalandsfylki.

Þannig var að stjórnmálamaðurinn, Henning Haaland, var úti að borða með vinafólki sínu. Eitthvað hafði mannskapurinn drukkið af söngvatni og var því vel við skál. Á leiðinni heim þurfti vinur þingmannsins að míga og framkvæmdi þá athöfn við næsta húshorn. En sá var óheppinn. Til hans sást og kjaftað var í lögguna því svona tilburðir eru algerlega bannaðir í konungsríkinu.

Löggan kom og ræddi við manninn. En þegar hann vildi ekki gefa upp nafan sitt var hann færður á lögreglustöðina. En löggan vildi ekki hafa hann lengi undir sínum höndum og ók honum til baka til konunnar og stjórnmálamannsins.
Þegar lögreglubíllinn stöðvaðist og vinurinn steig út rauk Henning frp maður að bílnum, lauk upp bílstjórahurðinni, dró út lögreglumanninn og barði hann til óbóta.

Það eru því fleiri þingmenn en Vetmanneyjagoðinn sem kunna þá list að heilsa að sjómanna sið.

Advertisements