Archive for December 2006

Sódóma norðursins

December 30, 2006

kauto5_803237e.jpg
Þessir tveir hafa annað að gera
en að nýðast á unglingum

All óhugguleg kynferðisafbrot hafa átt sé stað í norska bænum Kautokeino í Finnmörku, undanfarin ár. Í þessu stóra sveitarfélagi, sem aðeins telur tæplega 3000 íbúa, hafa 18 karlmenn verið kærðir fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Meðal þeirra sem kærður hefur verið og viðurkennt brot sitt, er vara bæjarstjóri Kautokeino. Hann hefur viðurkennt að hafa átt mök, oftar en einu sinni við 15 ára gamla stúlku í bænum.

Mál þetta hefur vakið mikinn óhug meðal Norðmanna í haust. Enda ekki vitað til þess að jafn margir barnanýðingar hafi fundist í jafn fámennu sveitarfélagi sem Kautokeino er. Ein stúlknanna, á unglings aldri, hefur verið misnotuð af 8 af mönnunum 18 sem ákærðir hafa verið.

Kvittur um ódæðin kom fyrst upp fyrr á árinu en í haust kærðu aðstendendur einnar stúlkunnar einn mannanna fyrir misnotkun á barninu. Aðstandendur og kennarar höfðu þá tekið eftir að stúlkan var ekki eins og hún átti að sér. Þegar gengið var á hana sagði hún farir sínar ekki sléttar. Hún hafði verið misnotuð oft af mörgum mannanna og að henni hefði verið hótað ef hún segði frá ástarleik sínum með hinum fullorðnu.

Smávegis um Kautokeino.
Ekkert sveitarfélag í Noregi er stærra að flatarmáli. Það nær yfir 9704 km2 og er því u.þ.b. 9% af flatarmáli Íslands. Þar af eru um 640 km2 veiðivötn þar sem mikinn fisk er að fá. Annars eru 10 þúsund vötn í sveitarfélaginu. Ekki sést til sólar í Kautokeino í 7 vikur á ári. Frá miðjum nóvember til miðs janúar.

Milli 85 og 90% íbúanna eru mælandi á samíska tungu. Rúmlega 50% íbúanna eru undir þrítugu.

Advertisements

Varhugavert að treysta á ódýru flugfélögin

December 24, 2006

Vinir okkar, íslenskir búsettir í Noregi, lögðu land undir fót á dögunum og skruppu í helgarferð til Spánar. Á Alecante svæðið. Ástæða ferðarinnar var ferming ættingja og vinir okkar því glaðir í bragði enda höfðu þau með sér kransakökuna sem prýða átti veisluborðið.

avionryanair.jpg
Betra að fara varlega í að treysta á Rayanair

Allt gekk vel þar til á laugardeginum þegar ferðalagið hófst. Þau voru mætt á tilsettum tíma út á Torp flugvöll við Sandefjord og biðu þess að vera kölluð út í vél. En kallið kom ekki. Alla vega ekki á þeim tíma sem við var búist. Heldur miklu seinna og þá var kallið líka öðruvísi en þau áttu von á. Það var nefninlega seinkun á fluginu því flugvélin gat ekki lent á vellinum vegna þoku . Næsta kall var svo öllu dramatískara. Fluginu var aflýst frá Torp og ákveðið að aka hópnum með rútu til Gardermóen þar sem hægt var að lenda. (oftar þoka á Gardermoen en Torp!!)

Á meðan áferðalaginu milli Torp og Gardermoen stóð létti þokunni örlítið á Torp og ákveðið að láta vélina lenda þar eftir allt saman. En það gleymdist bara að láta farþegana í rútunni vita. Þegar þau komu upp á Gardermoen var þeim tilkynnt að ekkert Rayanair flug væri þar núna. Þá var haft samband við Torp flugvöll aftur. Og viti menn. Flugvélin var þar tilbúin til flugs með þá farþega sem þar voru ennþá. Og ekki var um það að ræða að bíða eftir að þeir sem voru svo vitlausir að treysta á að flugfélagið sæi þeim þeim fyrir flugi frá Gardermoen eins og þeim hafði verið sagt. Vinir okkar með kransakökuna stóðu því vegalausir á þjóðarflugvelli Norðmanna og fermingarveislan var úr sögunni nema þau keyptu sér farmiða með öðru flugfélagi á áfangastað. Það gerðu þau og áttu nú fjóra miða til Alecante. Tvo með lággjalda flugfélaginu og tvo með SAS sem þau þurftu að borga fullt verð fyrir. Fermingarveislan varð þeim því snökktum dýrari en þau höfðu reiknað með.

Þessi saga er í hnotskurn yfir það sem getur gerst þegar flug er pantað hjá lággjaldaflugfélögunum á netinu. Fá fyrirtæki eru með fleiri kærur á sér hjá norsku neytendasamtökunum en einmitt Rayanair.

Blindum neitað um leigubíla

December 17, 2006

Nú er svo komið að blindir Norðmenn eiga orðið í vandræðum með að fá leigubíla í konungsríkinu ef þeir eru með blindrahund sér til hjálpræðis.

blindrahundur.jpg

Þannig er nefnilega mál með vexti að langflestir leigubílstjórar eru núorðið Pakistanar eða aðrir sem játa islamska trú. Og þar sem hundurinn er óhrein skepna í hugum muslima vilja leigubílstjórarnir ekki hleypa blindum manni og hundi inn í bílana sína þar sem trú þeirra stendur ógn af hundinum ekki síður en svíninu.

Hanne Beate Misund er 43 ára gömul kona og blind frá fæðingu. Hún hefur þjálfaðan blindrahund, af Labradorkyni, sér til hjálpar og þegar hún ætlaði að nýta sér leigubíl í Ósló á dögunum varð hún fyrir heldur óskemmtilegri reynslu. Leigubílstjórnn neitaði að aka henni, af trúarástæðum, þar sem hún hafði hundinn meðferðis. Hún talaði því við þann næsta og sá neitaði líka. Upphófst nú mikið rifrildi milli leigubílstjóranna, sem vissu að þeir voru skyldugir til að aka konunni en enginn þeirra vildi taka hundinn með. Blinda konan varð því að bíða þar til innfæddur Norðmaður dúkkaði upp á leigubíl og ók henni heim.

Norska blindrafélagið segir að sífellt fleiri kvartanir komi nú inn vegna þess að muslimar neiti blindum um far með hundana sína. Sverrir Fuglerud, ráðgjafi Blindrafélagsins, segir að félagið hafi gert könnun þar sem yfir 20 leigubílar óku framhjá blindum farþega án þess að stoppa. Hanne Beate segist líka oft verða fyrir því þegar hún sé á höttunum eftir leigubíl að bílstjórarnir skrúfi upp rúðuna og læsi hurðunum svo hún komist ekki inn í bílinn með hundinn.

Samgönguráðuneytið segir uppátæki muslimana brot á skyldum leigubílstjóra þar sem akstur blindra með hjálparhund sé ein af skyldum þeirra. Wiggo Korsnes hjá Leigubílasambandi Noregs viðurkennir að muslimsku bílstjórarnir taki ekki hundana í bílana vegna trúar sinnar þar sem þeir séu óhrein dýr. Hann segir að þeir bílstjórar, sem ekki taki hunda í bílana verði að vera með læknisvottorð um hundaofnæmi neiti þeir blindum farþegum um far. Þeir séu því oftast látnir aka “ofnæmisfríum” bílum.

Blindrasambandið hvetur meðlimi sína til að kæra þessa bílstjóra bæði til ráðuneytisins og leigubílastöðvanna og fer fram á að yfirvöld láti málið til sín taka og beiti öllum tiltækum lögum og reglum til að refsa þeim leigubílstjórum sem mismuna fólki eftir því hvort það er blint eða sjáandi.

Læknaði hlustaverk með kossi á brjóst

December 12, 2006

Kona nokkur, í bænum Sarpsborg í Austfold fylki í Noregi, þjáðist af vægum hita og hlustaverk. Ekkert var því eðlilegra fyrir konuna en að bregða sér á næstu heilsugæslu og fá skjótan bata á krankleika sínum. Þegar á heilsugæsluna kom voru aðferðir læknisins ekki alveg eftir bókinni. Alla vega ekki eins og konan hafði búist við. Hann byrjaði á að kíkja inn í eyru hennar sem hlýtur að teljast normalt þegar fólk er með hlustaverk. En síðar færðist fjör í doksa.

Næst bað hann konuna að fara úr að ofan því hann ætlaði að hlusta lungu hennar. Konunni þótti það einkkennilegt athæfi við hlustaverk en gerði þó eins og læknirinn bað um. Hún hafði ekki fyrr farið úr peysunni að hann byrjaði að hlusta hana í bak og fyrir. Því næst tók hann brjóst hennar út úr brjóstahaldaranum kreisti þau um stund áður en hann bað hana að leggja sig á bekkinn. Enn þótti konunni lækninrinn fara ótroðnar slóðir í lækningu sinni en hún gerði sem hann bað um enn með semingi þó.

Þegar konan var lögst á bekkinn byrjaði doktorinn að kyssa brjóst hennar og dást að því hve þau væru falleg. Þá fyrst gerði konann sér grein fyrir því að það var eitthvað alt annað en að lækna hlustaverkinn sem doktorinn ætlaði sér. En hún vildi bara ekki taka þátt í læknisleiknum. Þegar hún stóð upp og ætlaði að þakka lækninum fyrir gerðist hann enn djarftækari og læddi hendinni niður í buxnastreng hennar. Konan hætti snarlega við að þakka fyrir meðferðina heldur hljóðaði upp og skipaði honum að hætta þessari ágengni. Því næst dreif frúin sig í peysuna og hljóp út af leikstofu læknisins. Á ganginum hitti hún hjúkrunarkonu og sagði henni sínar farir ekki sléttar. Sú ráðlagði henni að kæra málið til lögreglu.

Lægreglan í Austfold hefur örugglega nóg að gera. Allavega, eftir að hafa skoðað mál konunnar, fékk hún tilkynningu um að laganna verðir myndu ekki aðhafast frekar í máli hennar. Því næst kærði hún lækninn til heilbrigðiseftirlitsins í fylkinu. Þar var alla vega tekið á málinu og rannsóknin leiddi í ljós að a.m.k. tveir læknar við þessa sömu heilsugæslu höfðu á þriggja mánaða tímabili áreitt konur með kynferðislegum dólgshætti. Það þarf varla að taka fram að hvorugur þessara lækna starfa lengur á heilsugæslunni í Sarpsborg.

Portkonur fái “sjómannaafslátt”

December 11, 2006

prostitusjon_kvadra_135723c.jpg

Vændi er vaxandi atvvinnugrein í Noregi. Um 2500 atvinnu vændiskonur starfa í landinu og þeim hefur verið gert að greiða skatt til ríkisins sem gerir hag þeirra verri en ella. Nú hefur talskona porkvennanna fengið áheyrn hjá Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, sem hlustaði á vandamál kvennanna og vill gjarnan gera úrbætur á lífskjörum þeirra í með því að veita þeim eins konar sjómannaafslátt á sköttunum.

Talskonan, sem kallar sig Gitta, reyndi áður að sækja úrbætur til fyrrum ftjármálaráðherra, Per Christian Foss og eins hjá Alþýðusambandinu en kom þar að lokuðum dyrum. Per Christian harðneitaði að hleypa Gittu inn í ráðuneytið og þegar Alþýðusambandið ræddi um ofbeldi gegn vændiskonum á ráðstefnu í fyrra var Gittu neitað um flytja mál skjólstæðinga sinna þar sem það passaði ekki inn í ráðstefnuna. Gitta reyndi einnig að taka upp málið í Norðurlandaráðinu en var einnig hafnað þar. En Kristin var sem sagt tilbúinn að hlusta.

En Gitta á volduga vini og þar á meðal er Karita Bekkemellem, ráðherra jafnréttismála og Odd Einar Dörum fyrrum dómsmálaráðherra. Gitta hefur átt marga fundi með þeim og segir að eftir að farið var að krefja vændiskonur um skatt hafi þær einfaldlega þurft að leggja harðar að sér í vinnunni til að geta borgað skattinn.

Það var 13. juni í sumar sem Kristin, ásamt pólitískum ráðgjafa sínum og gleðikonunni Gittu, settust niður í fjármálaráðuneytinu og ræddu vandamál portkvennanna. Það vakti mikla athygli hjá starfsfólki ráðuneytisins að Kristin forgangsraðaði fundinum með Gittu fram fyrir fundi með virtum einstaklingum úr atvinnulífinu. Á fundinum lofaði Kristin Halvorsen að hjálpa konunum í elstu atvinnugrein þeirra og sagðist íhuga að gefa þeim skattaafslátt ef ríkistjórnin verður henni sammála.

En hvernig kom það til að farið var að krefja konurnar um skatt.?
Það var þannig að að árið 2001 lak banki nokkur því til skattayfirvalda að einn viðskiptavinur bankans, kona á miðjum fertugs aldri, ætti ríflega 200 þúsund krónur (2,2 milljónir ísl) á bók í bankanum. Skattmann var fljótur að draga fram vasareikninn og fann út að konan ætti að borga 74 þúsund krónur í skatt. Konan sem hafði ætlað að nota vændisaurana sína til að koma sér fyrir og fá sér betri vinnu er enn í vændinu og hefur nú borgað yfir 600 þúsund í skatt til ríkis og bæjar.

En þrátt fyrir vilja Kristinar fjármálaráðherra til að lina skattbyrði Gittu og starfsfélaga hennar eru alls ekki allir á sama máli. Með því að gefa vændiskonum skattaafslátt, eins og sjómannaafslátt, sé ríkið orðið að virkum þáttakanda í vændinu sem hórmangari. Þar sem ríkið viðurkenni ekki vændi sem atvinnuveg en krefji vændiskonur þó um skatt hafi það stillt sér upp við hliðina á óprúttnum mönnum sem nýti sér neyð vændiskvenna til að auðgast sjálfir.