Archive for August 2007

Eldur Á Elliheimili

August 21, 2007

Reykskynjari í þjónustuíbúð fyrir aldraða, í Haugasundi, rauk í gang kl 03:45 aðfaranótt þriðjudags. Brunaliðið var fljótt á staðinn og fann upptök eldsvoðans all snarlega. Í Ljós kom að ekki var um venjulegan eld að ræða heldur lá maður í rúmi sínu og reykti hass.

Reykjarkófið frá hassnaglanum var svo mikið að bjöllurnar á slökkvistöðinni hrukku í gang og fjölmennt lið þusti út til að bjarga gamla fólkinu frá bráðum bana.

Þess þurfti sem betur fer ekki, en vistmaðurinn var tekinn í vörslu lögreglu og kærður fyrir ólöglega neyslu og geymslu á hassinu fordæmda.

Advertisements

Heilsuferðir til Eystrasaltsins

August 18, 2007

baltic-beach-hotel.jpg

Svona í vegna þess að stólpípuferði til Póllands virðast vera “inn” hjá Íslendingum í dag er kannski rétt að segja lítilsháttar frá heilsuferðum Norðmanna. Þeir fara líka í hópum til Póllands og Eystrasaltslandanna, Tékklands og Ungverjalands að leita sér heilsubótar og hressingar.

Við getum kallað ferðir Norsaranna tveimur nöfnum. Annarsvegar dekurferðir og hinsvegar heilsuferðir. Þeir vilja engar stólpípuferðir.

Dekurferðirnar eru venjulega frá einni helgi og upp í kannski viku tíma. Þá er oft dvalið á spa-hótelum. Þar fær fókið daglegt nudd, allt upp í þrjár meðferðir á dag. Það getur verið ýmiskonar nudd, allskonar gufuböð og leirböð og mörg önnur. Afslöppun í saltklefum, þjálfun hjá hæfum sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum er að sjálfsögðu inni í pakkanum og svo fólk getur farið í skipulagðar gönguferðir hvort sem er á strönd eða skógi. Síðan fær fók sér gjarnan hand og fótsnyrtingu og að sjálfsögðu klippingu. Alla vega ef ferðin er til Eistlands. Fólk getur keypt sér fast fæði með meðferðunum en það er gjarnan grasamatur sem alla vega Íslendingar eru ekkert sérlega spenntir fyrir. Annars fer maður bara út og borðar þar sem mann langar til í það og það sinn.

Svo eru það heilsuferðirnar. Þær ganga að miklu leyti út á að sama og dekurferðirnar enn læknar eru með í þeim pakka. Þannig að þar er alvara á bak við. Fólk sem þjáist af hinum ýmsu kvillum er meðhöndlað af læknum sem ákveða meðferðina.

Svo til að ferðin borgi sig örugglega og miklu meira en það nýta margir tímann til að heimækja augn- og tannlækna. Þjónusta þeirra kostar aðeins brot af því sem hún kostar í Noregi og á Íslandi. Tek sem dæmi um tannviðgerð. Kona lét rótfylla og byggja upp jaxl og gera við framtennur. Tilboðið frá norska tannlækninum var upp á 77 000 ísl.kr. Þessi viðgerð kostaði 17 600 í Eistlandi eða ca 23% af norska verðinu.