Archive for the ‘Almennt’ category

Kjarabarátta og úrtölufólk

April 12, 2008

“Er ekki í vafa um að atvinnubílstjórar munu endanlega tapa stuðningi meðal meginþorra landsmanna ef þeir láta verða af því að efna til þessa stóra stopps sem þeir hafa í kortunum”.

Svo skrifar Stefán F. Stefánsson fændi minn á Moggablogginu.

Nákvæmega þetta er það sem íslenskkir launþegar hafa alltaf fengið í andlitið þegar þeir hafa staðið frammi fyrir harðri baráttu fyrir launum og lífsafkomu sinni. Þvi miður hefur hefur þessi neikvæðni fyrir bættum lífskjörum, runnin undan rifjum gamla flokkseigandafélags folkks allra landsmanna, dregið máttinn úr lífskjarabaráttu íslenskra launþega.

Nú er öldin önnur. Fjölmiðlar eru orðnir frjálsari á Íslandi og Íslendingar vita hvernig fólk í nágrannalöndunum hefur það. Þeir vita að það eina sem er dýrara í Noregi en á Íslandi er mjólk og mjólkurafurðir og bílar. Þannig er það lá hinum Norðurlöndunum líka.

Ef íslensk alþýða ætlar einhverntíma að búa við svipuð eða jafn góð kjör og nágrannaþjóðrinar verður hún að berjast fyrir því. Það er engin sem gefur alþýðunni betri kjör eða nokkuð annað.

Úrtölufólk þarf kanski ekki betri kjör. En það hefur alltaf verið tilbúið að þyggja launahækkanir sem verkalýðsbáráttan hefur fært hinum venjulega lunþega. Ég ætla ekkert að segja hvort það fólk, sem alltaf er neikvætt í garð kjarabaráttu, á skilið nokkrar kjarabætur.

En ég myndi gleðjast ef íslensk alþýða gæti lifiða jafn góðu lífi af 8 tíma vinnu degi á Íslandi eins og ég geri af 7 tíma vinnudegi í Noregi.

Þess vegna hvet ég alla sem vettlingi geta valdið styðja vörubílstjórana og krefjast þess að geta lifað af dagvinnuinni einni saman.

GÞÖ

http://orangetours.no/

Advertisements

Fósturmorðingjar

April 9, 2008

Á síðustu þremur árum hefur fjölgun fóstureyðinga, fóstra sem greinst hafa með Downs syndrom, þrefaldast í konungs og olíuríkinu Noregi. Nær allar konur sem náð hafa 38 ára aldari láta eyða fóstri sínu greinist það með Downs syndrom einkenni.

Það er ekki að spyrja að því að kirkjunnar menn láta áhyggjur sínar óspart í ljós yfir þessum fósturmorðum eins og sumir kalla þessa aðgerð. En svo virðist vera að fleiri og fleiri norskar konur vilji ekki fæða börnin ef vart verður við einhverja fósturgalla á fyrri hluta meðgöngunnar.

Það eru svo sem ekki bara kirkjunnar fólk sem líkar illa þessi þróun því margir innan heilbrygðiskerfisins og fólk alment er ekki íkja hrifið þegar gangur lífisins er hrifsaður úr hendi skaparans og mannskepnan sjálf ákveður sköpunarverkin.

Fimm ára kennaranám og fjölgun í bekkjum

January 3, 2008

Nú loksins hafa Norðmenn fundið stórasannleikann í skólamálum sínum. Lengja skal kennaranámið í 5 ár og ekki útskrifa nema hæfa kennara. Þ.e. fólk sem lýkur námi og hefur einhverja hæfileika til að miðla fróðleik sínum og speki til nemendanna. Þetta gerðu Finnarnir og breyttu stígvélaverksmiðjunni sinni í verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Þá getum við það og gert Statoil að verðmætasta fyrirtæki í heiminum.

jens-stoltenberg.jpg
Jens flytur áramótaávarpið

Forsætisráðherra konungsríkisins ræddi um það m.a. í áramótaávarpi sínu að hann vissi oft á tíðum ekki hvað börnin hans hefðust að í skólanum sínum. Hann sagði að óskipulega væri unnið. Alltof mikill tími færi í að skipuleggja starfið og sitja á fundum í stað þess að eyða meiri tíma í kennslustofunni með nemendunum. Þá taldi hann að með því að deila bekkjunum í smærri einingar þar sem hver hópur væri að vinna að mismunandi verkefnum, oft að eigin vali, gæti einfaldlega ekki gengið. Blessuð börnin hefðu hvorki þann þroska eða sjálfsaga til að geta verið svo sjálfstæð í náminu. Börn þurfa verkstjórn og læra rét vinnubrögð rétt eins og hver einast vinnandi maður.

Jens Stoltenberg lét sér þetta ekki nægja heldur bætti við að miklu meira þyrfti að taka til hendinni í menntamálaráðuneytinu en gert hefði verið í langan tíma. Hann sagðist sjálfur ætla bretta upp ermarnar og fara í gegnum hvað drengstaulinn, sem nú er menntamálaráðherra, væri eiginlega að bauka bak við skrifborðið sitt. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan hann rak fyrsta menntamálaráðherrann í ríkistjórn sinni frá völdum fyrir lélegan árangur.

Þá hafa forráðamenn norska Vinnuveitendasambandsins lýst áhyggjum sínum yfir öllum ónothæfu tossunum sem útskrifast úr norskum grunnskólum. Fjórðungur þeirra flosnar upp úr framhaldsnámi á fyrsta vetri og fleiri fylgja á eftir eftir því sem árunum fjölgar. Þessir vesalingar, sem ekki ná sér í nothæfa undirstöðu fyrir þáttöku í atvinnulífinu, lenda oftast á örorkubótum löngu á undan forledrum sínum og jafnvel á undan öfum sínum og ömmum.
Það gefur auga leið að í stað þess að verða nýtir þjóðfélagsþegnar í góðum stöðum í stórfyrirtækjunum eru þessir vesalingar orðnir baggi á samfélaginu um leið og þeir hefja skólagöngu 5 ára gamlir. Vinnuveitendasambandið vill að allt verði gert til að hressa upp á skólanna með betri kennurum og markvissara námi.

Og ekki lét stuðningurinn við hugmyndir Vinnuveitendasambandsins á sér standa. Prófessor við Verslunarháskólann, BI, lýsti þeirri bráðsnjöllu hugmynd í útvarpi í gær launa ætti kennara eftir árangri í starfi. Þetta er ekki alveg ný hugmynd en það sem er nýtt hjá prófessornum er að hann kom með hugmynd um útfærslu á tillögu sinni. Þegar starf kennarans er metið til launa ber að taka tillit til árangurs nemenda hans á “landsprófum” yfir einhvern tíma. Síðan á skólastjóri að skoða niðurstöðuna og meta árangurinn og færa kennarana til í launastiganum eftir gengi nemenda sinna.

Ég hugsaði með mér þegar ég heyrði þessa speki á leið í skólann í morgun. “Hellvíti að þessi frábæra röðun í launaflokka kennara hafi ekki verið komin á Íslandi árið 1973.”

Eldur Á Elliheimili

August 21, 2007

Reykskynjari í þjónustuíbúð fyrir aldraða, í Haugasundi, rauk í gang kl 03:45 aðfaranótt þriðjudags. Brunaliðið var fljótt á staðinn og fann upptök eldsvoðans all snarlega. Í Ljós kom að ekki var um venjulegan eld að ræða heldur lá maður í rúmi sínu og reykti hass.

Reykjarkófið frá hassnaglanum var svo mikið að bjöllurnar á slökkvistöðinni hrukku í gang og fjölmennt lið þusti út til að bjarga gamla fólkinu frá bráðum bana.

Þess þurfti sem betur fer ekki, en vistmaðurinn var tekinn í vörslu lögreglu og kærður fyrir ólöglega neyslu og geymslu á hassinu fordæmda.

Heilsuferðir til Eystrasaltsins

August 18, 2007

baltic-beach-hotel.jpg

Svona í vegna þess að stólpípuferði til Póllands virðast vera “inn” hjá Íslendingum í dag er kannski rétt að segja lítilsháttar frá heilsuferðum Norðmanna. Þeir fara líka í hópum til Póllands og Eystrasaltslandanna, Tékklands og Ungverjalands að leita sér heilsubótar og hressingar.

Við getum kallað ferðir Norsaranna tveimur nöfnum. Annarsvegar dekurferðir og hinsvegar heilsuferðir. Þeir vilja engar stólpípuferðir.

Dekurferðirnar eru venjulega frá einni helgi og upp í kannski viku tíma. Þá er oft dvalið á spa-hótelum. Þar fær fókið daglegt nudd, allt upp í þrjár meðferðir á dag. Það getur verið ýmiskonar nudd, allskonar gufuböð og leirböð og mörg önnur. Afslöppun í saltklefum, þjálfun hjá hæfum sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum er að sjálfsögðu inni í pakkanum og svo fólk getur farið í skipulagðar gönguferðir hvort sem er á strönd eða skógi. Síðan fær fók sér gjarnan hand og fótsnyrtingu og að sjálfsögðu klippingu. Alla vega ef ferðin er til Eistlands. Fólk getur keypt sér fast fæði með meðferðunum en það er gjarnan grasamatur sem alla vega Íslendingar eru ekkert sérlega spenntir fyrir. Annars fer maður bara út og borðar þar sem mann langar til í það og það sinn.

Svo eru það heilsuferðirnar. Þær ganga að miklu leyti út á að sama og dekurferðirnar enn læknar eru með í þeim pakka. Þannig að þar er alvara á bak við. Fólk sem þjáist af hinum ýmsu kvillum er meðhöndlað af læknum sem ákveða meðferðina.

Svo til að ferðin borgi sig örugglega og miklu meira en það nýta margir tímann til að heimækja augn- og tannlækna. Þjónusta þeirra kostar aðeins brot af því sem hún kostar í Noregi og á Íslandi. Tek sem dæmi um tannviðgerð. Kona lét rótfylla og byggja upp jaxl og gera við framtennur. Tilboðið frá norska tannlækninum var upp á 77 000 ísl.kr. Þessi viðgerð kostaði 17 600 í Eistlandi eða ca 23% af norska verðinu.

Hákon Haraldson bóndi og prins

June 24, 2007

Hákon prins og Mette Marit kona hans búa stórbúi á Skaugum setrinu við Asker. Alla vega ef miðað er við hvaða bændur það eru sem fá mest úthlutað af styrkjum til landbúnaðarframleiðslu. Þar eru þau nr 220 í röðinni af þeim sem mest fá. Fyrir árið 2006 fengu þau 557.321 nkr. Í styrk til að halda framleiðslunni gangandi.

Á Skaugum framleiða þau bæði hafra og bygg auk hveitis. Einhvern slatta af beljum eru þau með í fjósinu því mjólkurframleiðslan var 219.508 lítrar á síðasta ári. Annars telur búpeningurinn á Skaugum allur um 130 hausa og þar sem prinsinn er oft tímabundinn við önnur störf þarf hann örugglega á einhverju vinnufólki að halda svo það er sjálfsagt eðlilegt að hann þurfi á styrknum að halda til að halda búskapnum gangandi.

En það gæti örugglega verið gaman fyrir unga stráka að komast í sveit hjá Hákoni og Mettu Marit.

Þá eru bæði fyrrverandi og núverandi landbúnaðarráðherrar meðal styrkþega. Sá fyrrverandi Lars Sponheim fékk eitthvert lítilræði en hann er nú bara með 100 rollur á fóðrum auk nokkurra íslenskra hesta. En núverandi ráðherra rekur myndarbú með konu sinni í grennd við bæinn Skien í Þelamerkurfylki. Þar stundar hann búskap með bæði fé á fæti og skógarhögg. Til að liðka fyrir rekstri búsins fær hann nú 294.670 nkr í styrk sem hann veitir sjálfur.

Át þumalfingurinn eftir slagsmál

April 11, 2007

Eftir mikil veisluhöld lenti tveim mönnum á þrítugs aldri all hastalega saman svo úr varð blóðugur bardagi. Sá yngri, sem var 23 ára, hefur sennilega mátt sín eitthvað minna enn sá eldri sem var 24 ára því hann beit af mótherja sínum þumalfingurinn. Við það æstist sá eldri allur upp og kíldi úr þeim yngri flestar tennurnar áður en yfir lauk.

Að sjálfsögðu var lögreglan kölluð til og flutti hún áflogahundana á næsta sjúkrahús. En áður en þangað var haldið var leitað logandi ljósi af þumalfingri þess eldri sem ekki fannst. Þar með var öll von læknanna úti um að geta grætt stubbinn við það sem eftir var af höndinni.

En hvað varð þá um fingurinn. Jú. Sá yngri át hann. Tvær tilgátur eru um af hverju fingurinn hafnaði í maga unga mannsins. Önnur er sú að hungrið hafi rekið hann til éta fingurinn. Hin er sú að sá eldri hafi einfaldlega gefið þeim yngri svo hressilega á kjaftinn að hafi ekki náð að hrækja út úr sér puttanum áður en höggið hitti hann. Sé sú tilgáta rétt má með sanni segja að sá eldri hafi hreinlega geirneglt sinn eigin þumalfingur ofan í andstæðing sinn.