Archive for March 2007

Fá sér drátt á teinunum

March 30, 2007

Verdal er byggðarlag í Norður Þrændarlögum sem þekktur er fyrir marga lottó-milljónamæringa. En nú hafa þeir unnið sér fleira til frægðar en að vinna lottóinu. Veisluhöld íbúanna eru nefninlega farin að vekja verulega athygli. Sérstaklega hjá starfsfólki járnbrautanna. Svo sagði í svæðissjónvarp NRK í fylkinu.

Þannig er nefninlega mál með vexti að nú er það í tísku hjá Verdælingum, er þeir slá upp veislum, að drífa sig út og njóta ásta á járnbrautarteinunum. Og þeir eru ekkert að fara í felur með athafnir sínar á teinunum því þegar þeir halda almennileg partý láta þeir setja auglýsingu upp í kaffstofu lestarstjóranna í Þrándheimi þar sem þeir vara þá við fólki sem kynni að eðla sig á teinunum þegar lestin á leið hjá. Auglýsingin hljóðar svo; “Veilsa í Verdal. Akið varlega.”

Reyndar vill bæjarstjórinn í Verdal ekki kannast við þetta athæfi bæjarbúa en Arvid Bårdstu, hjá járnbrautunum, segir að lestarstjórarnir séu með hjartað í hálsinum þegar þeir eigi leið um Verdal um helgar.

Bårdstu segir að athæfi íbúanna í bænum geti leitt til hörmulegra slysa og það sé ekki bara að fólk sé að eðla sig á teinunum heldur beri bæjarbúar litla virðingu fyrir öryggishliðunum við teinana. Fólk vaði yfir þó bæði hliðið sé lokað og rauðaljósið blasi við vegfarendum. “Jafnvel ömmur með smábörn í vögnum æða yfir teinana þó lestin sé á næsta leiti.”

Kanski sannast hér hið fornkveðna að margur verður af aurum api.

Advertisements

Einfalt að skera þig í búta..

March 2, 2007

“Foreldrar mínir sögðu það hreint út að það væri einfalt að skera mig í búta og bjarga þar með æru ættarinnar ef ég neitaði að giftast ættingja, frá Pakistan, sem þeir vildu að ég giftist”.

Svo segir 18 ára gömul stúlka frá Pakistan sem neitaði að samþykkja ráðahag foreldra sinna. Stúlkan kærði “að sjálfsögðu” foreldra sína til lögreglunnar og braut þar með allar brýr sem tengja hana og fjölskylduna að baki sér. Hún er réttdræp, í augum föður og bræðra, hvar sem til hennar næst Nú hefur lögreglan í Ósló gert foreldrunum að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá dóttur sinni þar sem líf hennar sé í hættu umgangist þau stúlkuna.