Archive for April 2008

Kjarabarátta og úrtölufólk

April 12, 2008

“Er ekki í vafa um að atvinnubílstjórar munu endanlega tapa stuðningi meðal meginþorra landsmanna ef þeir láta verða af því að efna til þessa stóra stopps sem þeir hafa í kortunum”.

Svo skrifar Stefán F. Stefánsson fændi minn á Moggablogginu.

Nákvæmega þetta er það sem íslenskkir launþegar hafa alltaf fengið í andlitið þegar þeir hafa staðið frammi fyrir harðri baráttu fyrir launum og lífsafkomu sinni. Þvi miður hefur hefur þessi neikvæðni fyrir bættum lífskjörum, runnin undan rifjum gamla flokkseigandafélags folkks allra landsmanna, dregið máttinn úr lífskjarabaráttu íslenskra launþega.

Nú er öldin önnur. Fjölmiðlar eru orðnir frjálsari á Íslandi og Íslendingar vita hvernig fólk í nágrannalöndunum hefur það. Þeir vita að það eina sem er dýrara í Noregi en á Íslandi er mjólk og mjólkurafurðir og bílar. Þannig er það lá hinum Norðurlöndunum líka.

Ef íslensk alþýða ætlar einhverntíma að búa við svipuð eða jafn góð kjör og nágrannaþjóðrinar verður hún að berjast fyrir því. Það er engin sem gefur alþýðunni betri kjör eða nokkuð annað.

Úrtölufólk þarf kanski ekki betri kjör. En það hefur alltaf verið tilbúið að þyggja launahækkanir sem verkalýðsbáráttan hefur fært hinum venjulega lunþega. Ég ætla ekkert að segja hvort það fólk, sem alltaf er neikvætt í garð kjarabaráttu, á skilið nokkrar kjarabætur.

En ég myndi gleðjast ef íslensk alþýða gæti lifiða jafn góðu lífi af 8 tíma vinnu degi á Íslandi eins og ég geri af 7 tíma vinnudegi í Noregi.

Þess vegna hvet ég alla sem vettlingi geta valdið styðja vörubílstjórana og krefjast þess að geta lifað af dagvinnuinni einni saman.

GÞÖ

http://orangetours.no/

Advertisements

ÓL, ESB og Þorgerður Katrín

April 10, 2008

mbl.is skrifar:
“Evrópuþingið hvetur ríkisstjórnir landa Evrópusambandsins til þess að sniðganga setningarathöfn Ólympíuleikanna….”

Auðvitað eiga allar Evrópuþjóðirnar að standa saman og sniðganga setningarathöfnina. Þær kenna sig jú við frelsi, jafnrétti og bræðralag.

Sjónvarpstöðvarnar, allar sem ein, ættu líka að sniðganga athöfnina. Slíkar aðgerðir eru eina vopnið sem lýðræðissinnar geta beitt gegn þjóðnýðingunum í Kína og annars staðar í heiminum. Ef ekki er hægt að semja við kínversk stjórnvöld um almenn mannréttindi verður að beita þá hörðu. Og ekkert særir slíka leiðtoga meira en að kæfa athyglissýki þeirra þegar þeir þurfa að stæra sig af stóratburðum.

Að Þorgerður Katrín og Jens Stoltenberg ætli að heiðra fordómafulla og gerspilta ríkistjórn alþýðulýðveldisins er íslensku og norsku þjóðinni til skammar og skapraunar.

http://orangetours.no/

ÓL og Pólitík

April 10, 2008

Það er ekkert nýtt að Ólympíuleikarnir og stjórnmál sé tvinnað saman. Það hefur gerst allar götur frá árinu 1936. Hvers vegna er þá þetta mikla upphlaup nú?

Þann 13 júlí 2001 var Kínverjum úthlutað 29. Ólympíuleikunum. Þá brosti kínverska Ólympíunefndin sínu breiðasta og ætlaði aldrei að hætta að klappa saman lófunum, í beinni útsendingu um allan heim, frá úthlutunarathöfninni. Alþjóða Ólympíunefndin sagði að Kína hefði orðið fyrir valinu vegna þess að þarlend stjórnvöld ætluðu snarbæta mannréttindi í landinu.

Síðast liðinn fmmtudag var svo mannréttindafrömuðurinn, Hu Jia, dæmdur í þriggja ára fangelsi í alþýðulýðveldinu fyrir svokallaða undiróðursstarfsemi. Hann hafði unnið sér það til saka að veita erlendum fjölmiðlum viðtöl og birta á netinu greinar sem ekki voru ríkistjón Kína að skapi. Svo mikið hafa mannréttindi verið bætt í landinu.

Við lesum, heyrum og sjáum á hverjum degi hvernig væntanlegir gjestgjafar mestu íþróttahátiðar veraldarinnar hegða sér í Tíbet og sjónvarpi þegar þeri ljúga því að þjóð sinni að Ólympíueldinum sé hvarvetna fanganð af heimafólki þar sem hann fer um. Kínverjar hafa fengið sinn “spaugsama Ali”

Svo ætlum við að heiðra þetta glæpahyski með því að senda okkar besta íþróttafólk á Torg Hins Himneska Friðar og Ólympíuleika í nágrenni þess.

Nokkarar staðreyndir um OL og stjónmál:
1936 Þýskaland
Hitler fékk Ólympíuleikana þrátt fyrir að margir mótmæltu í nafni kynþáttafordóma foringjans.

1956 Ástralía
Egyptaland, Írak, Líbanon sátu heima í mótmælaskyni við innrás Ísraela í Egyptaland.
Holland, Spánn og Sviss héldu sig líka heima til að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland.

1968 Mexikó
Bandarísku spretthlaupararnir, Tommie Smith og John Carlos, voru reknir frá leikunum þegar þeir heisluðu með “Black Power” undir fánahyllingu leikanna.

1972 Munchen
Ísraelarnir 11 teknir sem gíslar í Ólympíuþorpinu af skærluliðahópi sem krafðist þess að 234 palestínskum föngum í Ísrael yrði sleppt. Ekki var orðið við kröfunni og allri gíslarnir voru drepnir og einn þýskur lögreglumaður til viðbótar.

1976 Kanada
26 Afríkuþjóðir sátu heima í mótmælaskyni við að rúgbýlandslið Nýja Sjálands lék landsleik við Suður Afríku. Íþróttafólk frá Taiwan varð að sitja heima því Kanada viðurkenndi ekki landið sem sjálfstætt ríki heldur aðeins sem hluta af Kína.

1980 Moskva
Bandaríkin ásamt 61 landi mótmæltu innrásinni í Afganistan með heimasetu

1984 Los Angeles
Sovétríkin, Austur Þúskaland, Kúba og 14 önnur ríki svöruðu bandaríkjamönnum í sömu mynt og snðigengu OL

2008 Kína
Nú æskir stór hluti heimsbyggðarinnar að þjóðir heimsins sniðgangi OL í Kína af nákvæmlega sömu ástæðum og fólk hafði 1936. Kínversk stjórnvöld nærast á kynþáttafrodómum og mannréttindabrotum og mannsvonsku og það fer illa saman við Ólympíuhugsjónina

http://orangetours.no/

Fósturmorðingjar

April 9, 2008

Á síðustu þremur árum hefur fjölgun fóstureyðinga, fóstra sem greinst hafa með Downs syndrom, þrefaldast í konungs og olíuríkinu Noregi. Nær allar konur sem náð hafa 38 ára aldari láta eyða fóstri sínu greinist það með Downs syndrom einkenni.

Það er ekki að spyrja að því að kirkjunnar menn láta áhyggjur sínar óspart í ljós yfir þessum fósturmorðum eins og sumir kalla þessa aðgerð. En svo virðist vera að fleiri og fleiri norskar konur vilji ekki fæða börnin ef vart verður við einhverja fósturgalla á fyrri hluta meðgöngunnar.

Það eru svo sem ekki bara kirkjunnar fólk sem líkar illa þessi þróun því margir innan heilbrygðiskerfisins og fólk alment er ekki íkja hrifið þegar gangur lífisins er hrifsaður úr hendi skaparans og mannskepnan sjálf ákveður sköpunarverkin.