Archive for January 2007

Lögga og glæpagengi semji um refsingu

January 30, 2007

Knut Storberget, dómsmálaráðherra í Noregi, hefur sett fram hugmynd um að þeir sem brjóti lögin geti samið um refsingu sína ef þeir viðurkenni brot sitt um leið og þeir eru handteknir. Þá um leið eiga þeir að geta fengið að vita hve löng fangelsisafplánun þeirra verður eða hversu hárra sekta verður krafist af þeim.

oslo-fengsel.jpg
Afbrotamaður sem kjaftar getur stytt
tímann innan veggja Ósló Fangelsisin

Lögreglu, varnarlögfræðingum og ákæruvaldi líst ljómandi á hugmyndina en dómarar eru afar tortryggnir.

Hugmyndir yfirvalda eru þær að afbrotamanni verði straks við handtöku gerð grein fyrir hver viðurlög við broti hans eru. Hann fær síðsan að vita, að hann viðurkenni brot sitt undanbragðalaust geti hann samið um styttri fangelsisafplánun. Og það sem út úr þeim samningarviðræðum koma á að vera bindandi loforð ákæruvaldisins um að það það aðhafist ekki frekar í málinu.

Með þessum tillögum hyggst dómsmálaráðherrann stytta tímann sem refsiverð brot taki í dómskerfinu og fá niðurstöðu í fleiri dómsmálum en hingað til. Með þessum hætti hagnast bæði afbrotamaðurinn, sem fær styttri dóm og ríkisvaldið sem ekki þarf að punga út jafn miklum peningum í að upplýsa mál og hingað til.

Knut Storberget segir að með þessu móti gangi dómsmál mun hraðar í gegnum dómstólana og stytti auk þess biðlista eftir afplánun. Semsagt. Nái hugmyndir ráðherrans fram geta þær sparað glæpamönnum fengelsistíma og ríkinu peninga. En þær valda dómurum áhyggjum. Sennilega útaf hugsanlegu atvinnuleysi þeirra þegar glæpagengin og löggan hafa samið um refsinguna áður en hún kemur til dómstólanna.

Advertisements

Stripp-aerobic er dæmið

January 29, 2007

nicky2200.jpg
Ekki ónýtt að drottninguna og dæturnar
að iðka á föstudagskvöldi

Stripp aerobic er nýjasta æðið í Noregi og Svíþjóð. Konur fara í stríðum straumi í æfingastöðvarnar og taka á því undir taktfastri tónlist. Og það er engin palla leikfimi sem þær stunda heldur hreinn og klár súludans. Þær eru semsagt að immitera nektardansstúlkurnar vitandi það að þær þurfa að hafa krafta í kögglum og vöðvana í lagi.

Þegar í stúdíóið er komið hefst upphitunin með nokkuð svo hefðbundnum upphitunaræfingum. Síðan er talið í og konurnar fylla salinn með nautnafullum hreyfingum og nota gjarnan stóla eða hverjar aðra sem súlur.

Það eru föstudags kvöldin sem eru vinsælustu tímarnir hjá konunum í stripp-aerobicinu. Og af hverju ætli það sé?

Jú þeim finnst fínt að ljúka vinnuvikunni í æfingasalnum þar sem þær fá púlsinn upp og svitann út í skemmtilegum æfingum sem bæði eru nytsamar og nautnalegar og ekki síst þokkalega djúsí.

Þess má geta að einn av vinsælli æfingastöðvunum er rekinn af kærasta Victoriu Svíaprinsessu. Það er því ekki útilokað að hátignirnar í höllinni hjá Gústa kóngi teygi sig og styrki með súludansæfingum.

Stólpípa, frítt fæði og ekkert að éta

January 28, 2007

Það er ekki öll vitleysan eins. Nú er það stólpípuferðir, með Jónínu Ben, til Póllands með fríu fæði fyrir 90 þúsund krónur. Þ. e. fyrir fæði og húsnæði á heilsubælinu. Þá á eftir að koma sér á staðinn og það verða sjúklingarnir, eins og J B kallar þá, að gera sjálfir. Ekkert er innifalið í 90 þúsundunum annað en fæðið og húsnæðið. Ekki einu sinni stólpípan er innifalin. Eftir tveggja vikna meðferð á maður að vera sem ný manneskja. Hressari en aldrei fyrr.

fra-tallinn.JPG
Myndin er frá Tallinn

Það getur svo sem el verið að stólpípan svínvirki á Íslendinga í Póllandi. En ég hélt að þessi meðferð væri að mestu niðurlögð í nútíma lækningum. Það er því engu líkara en verið sé að gabba saklausa borgara til að æða til Póllands og fá þar spúlslöngu, sem þeir hafa ekkert við að gera, upp í afturendann á sér. Og svo borga þeir morð fjár fyrir miðað við pólskt verðlag.

Nú er vita það allir sem ferðast til nroður Póllands að þar er verðalag sérdeilis lágt. Þannig að getur maður búist við reglulegu kónga og nautnalífi fyrir 90 þúsundkallinn. En svo mun alls ekki vera. Alla vega ekki hvað varðar matinn. Það er nefninlega fastað aðra vikuna og hina vikuna eru það grasaréttir sem boðið er upp á. Fyrir 90 þúsund kr. getur maður lifað heilt ár á slíku fæði í norður hluta Póllands.

Verð að segja að ég mæli frekar með norsku dekurfeðunum en stólpípuferðum á pólska heilsubælið með Jónínu Ben. Norsarar fara í flokkum til Eistlands, Lettlands, Póllands og Tékkland til þess að láta dekra við sig. Bæði í mat meðferðum. Þeir fara á spa-staðina og láta nudda sig daglega, fá hand og fótsnyrtingu, herssa upp á öndunarveginn í saltklefunum og á kvöldin setjast menn niður og fá sér góða máltíð með tilheyrandi vínum. Og þennan pakka getur maður fengið fyrir ca 50 þúsund krónur.

Vistvæn jarðarför

January 10, 2007

Stjórn kirkjugarðanna í sænska bænum, Jönköping, vonast til að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á vistvænar greftranir innan fárra ára.
Þannig er nefnilega mál með vexti að með nýrri greftrunartækni munu líkamar hinna látnu brotna niður og verða að “jörðu” á einu ári. Svo segir forstjóri kirkjugarðanna í bænum, Göran Rundqvist.
Þessi nýja tækni felst í því að líkin eru fryst með því að smyrja þau með fljótandi nitrogeni. Það gerir það að verkum að þau verða stökk, eins og pura á steiktu svínslæri, og molnar síðan niður í smá hluta. Þegar það hefur gerst er síðan hægt að tína burt eiturefnin eins og amalgan úr tönnum og kvikasilfur og önnur lítið vistvæn aðskotaefni og koma þeim fyrir á þartil gerðum eyðingastöðvum. Það sem eftir er af líkinu er síðan sett í vistvæna kistu sem grafin er með eðlilegum hætti í kirkjugarðinum.
Þessi aðferð er einnig heppilegri fyrir starfsfólk útfarastofanna þegar brenna á líkin. Það verður nefnilega ekki þörf á að hreinsa ösku úr hinum nýju brennsluofnunum sem teknir verða í notkun verði af þessari þjónustu.
Göran kirkjugarðaforstjóri segir að útfarastofurnar geti skilað af sér sex meðferðum á dag sem er álíka mikið og þær gera í dag þegar lík eru brennd.
Hann segir að hinn nýju brennsluofn sem stefnt er að að kaupa sé einnig vistvænn þar sem hann noti lífrænt eldsneyti.
Það sem stendur á núna til að geta tekið þessa nýju tækni í notkun, er að enn hefur hún ekki verið reynd í parksís. Beðið er eftir leyfi frá ráðuneyti til þess að geta prófað sig áfram. Það stendur nefnilega ekki á líkunum. Nú þegar bíða níu lík í frystinum eftir að fara í gegnum hina lífrænu jarðaför.