Archive for May 2006

Innflytjenda sumarskóli.

May 31, 2006

“Nokkrar stofnanir Reykjavíkurborgar ætla að reka skóla fyrir innflytjendur sem hafa dvalið hér skemur en fjögur ár. Þar verður boðið upp á kennslu í íslensku og fræðslu um íslenskt samfélag”.

Sá þessa klausu á vef RÚV og fannst mikið um. Frábært framtak hjá stofnunum borgarinnar sem standa að þessari ákvörðun. Vonadni að fleiri stofnanir og sveitafélög taki hana til eftirdæmis.

Ef nýbúum á að líða vel í samfélaginu þurfa þeir að kunna grundvallar atriði þess, þ.e. tala, lesa og skrifa tungumálið og þekkja helstu stofnanir og siði samfélagsins. þar með verða þeir líka góðir og nýtir þegnar sem skila sínu í stað þess að vera “þurfalingar”.

Hef sjálfur tekið þátt í að kenna nýbúum í Noregi á samfélagið þar. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með þegar flóttafólk frá Sómalíu lærði að nota almenningssamgöngurnar, strætó, sporvagn og lest og þegar þeir uppgötvuðu nútíma pósthús í fyrsta sinn svo ég tali nú ekki um þegar ég fór með það í fyrsta sinn í stómagasín.

Endur tek hér. Frábært framtak Reykjavík.

Advertisements

Ráðherranum bannað að koma inn í Rússland

May 31, 2006

kristinder.jpg

Krsitin Halvorsen og Marit Viig tollstjóri á blaðamanafundi í Finnmörku í gær.
Í gegnum árin hefur verið mikið sagt og skrifað um samskipti Noregs og Rússland og auka þurfi samvinnu milli landanna. Til þess að það geti orðið þarf að auvelda mönnum að ferðast á milli landanna og þá sérstaklega á landamærastöðvunum í Finnmörku. Það var einmitt það sem Kristín Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, ætlaði að gera í gær þegar hún fór til Finnmerkur og síðan var meiningin að aka inn í Rússland og ræða við embættismenn þar. Þá kom nú heldur betur babb í bátinn því rússnensku landamæraverðirnir harðbönnuðu henni að setja fætur sínar á rússnenska grund. Og þar við sat.

Það fór þó betur en á horfðist með fundinn. Rússarnir fengu nefninlega leyfi til að aka yfir landamærin og inn í Noreg og fundurinn fór því fram á landamærastöðinni í Stórskóg Noregsmegin við landamærin.

Segiði svo að andar frjálslyndisins blási ekki yfir Rússlandi. Það hefði verið óhugsandi fyrir Rússana að skreppa í bíltúrinn til Noregs meðan Brésnéf var við völdin.

Er það mögulegt!!

May 22, 2006

Hæusbæill.jpg
Frú Merv Grazinski er bara venjuleg innflytjendakona í henni Ameríku. Kerlingin, sem er á miðjum og besta aldri, keypti sér húsbíl fyrir ári síðan. Glöð í bragði lagði hún upp í ferðalag á nýja húsbílnum og ætlaði svo sannarlega að njóta lífsins og allra þeirra þæginda sem ferðaheimilið gat veitt henni. Það fyrsta sem hún gerði, þegar á hraðbrautina var komið, var að skella “Cruice-controlinu” á 120 km og bregða sér aftur í til að hella upp á könnuna. Að sjálfsögðu endaði ferðalagið með það sama. Áður en sú gamla hafði náð að kveikja á kaffikönnunni varð húsbíllinn að klessu og frú Merv heppinn að sleppa lifandi út úr flakinu. En það gerði hún. Ómeidd en öskureið. Bíllinn hafði klikkað algerlega að hennar mati. Hún ákvað því að stefna bílaverksmiðjunum sem framleiddu bílinn vegna þess að það kom hvergi fram í leiðbeiningunum að ekki mætti bregða sér úr bílstjórasætinu, meðan “sjálfstýringin” væri á til að hella upp á könnuna. Og auðvitað vann hún málið. Bílframleiðandinn varð að punga út 1,75 milljónum dala í skaðabætur til frúarinnar í viðbót við nýjan húsbíl. Auk þess var hann dæmdur til þes að endurskrifa leiðbeiningabókina þannig að örugglega kæmi fram að bílstjóranum bæri að sitja í sæti sínu meðan bíllinn v æri á ferð. Þó svo að “sjálfstýringin” væri á.

Innflytjendur fylla fangelsin

May 22, 2006

__velse_jpg_403413h.jpg
Um 5% íbúa Noregs eru innflytjendur. Af þeim eru flestir orðnir nýbúar með fast aðsetur í konungsríkinu. Það eru þó ekki allir sem ná að aðlaga sig norsku samfélagi jafn vel. Það er nefninlega þannig að af þeim sem sitja í norskum fangelsum eru 20% úr þessum 5% hópi innflytjenda. Nú finnst norskum stjórnvöldum nóg komið af glæpahyski sem flyst til landsins og vill fá fangaskiptasamning við Evrópusambandið. Þannig að samningurinn sem ESB löndin eru um það bil að undirskrifa, um að fangar afpláni í heimalandi sínu en ekki endilega í landinu þar sem þeir frömdu glæpinn, gildi líka fyrir Noreg. Þar með gætu Norðmenn losað sig við þann stóra hluta glæpamanna sem komið hefur frá Balkanlöndunum og Eystrasaltslöndunum á síðustu árum.

Eftir sætu þá gemlingarnir frá Pakistan, Marokkó og Sómalíu svo einhver lönd séu nefnd.

Silvía Nótt – Júróvisjónsjokk

May 19, 2006

bilde.jpg Mynd frá AP
Ég legg það ekki í vana minn að fylgjast með söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þó einstaka sinnum kíki ég við til að sjá hvernig landanum reiðir af. Í gærkvöldi settist ég þó niður þegar 7 lög voru eftir og sé ekki eftir því. Náði að heyra og sjá frábæra Finna og þó nokkuð af frambærilegum flytjendum með góða tónlist. En skelfing finnst mér hún sænska Karóla þreytandi.

En það var að sjálfsögðu Silvía Nótt sem ég beið eftir. Sú bið var þess virði að sitja. Þó ekki hafi verið nema til að heyra hvað norski þulurinn hafði að segja þegar hann kynnti Íslendingana. Hann tíundaði rækilega afrek Silvíu í sjónvarpi og vinsældir hennar hjá ´sielsnku þjóðinni. En þegar kom að framlagi kövldsins sagði hann að Silvía Nótt, sem tekist hafi að fá flesta sem koma nálægt keppninni koma og hálfa grísku þjóðina upp á móti sér, væri eiginlega ekki með eitt lag heldur væri um leikstykki að ræða. Hann varaði hjartahreina norska áhorfendur við því að hér gæti brugðið til beggja vona og menn gætu hæglega orðið fyrir júróvisjónasjokki. Ekkert líkt íslenska framlaginu hefði áður verið flutt í söngvakeppninni áður.

En Silvía Nótt særði örugglega ekki eitt einasta norskt hjarta. Hún var eins og lítil og sæt fermingarstelpa á sviðinu sem mímar Madonnu fyrir fermingargestina. Eins og stundum áður skildi afgangurinn af Evrópubúum ekki hina einstöku íslensku list sem alla vega helmingurinn af íslensku þjóðinni telur vera með því besta sem heimurinn getur boðið upp á. En við getum alla vega smælað, stolt, framan í heiminn. Við erum best, höfum alltaf verið það og verðum það um ókomnar aldir.

Vålerenga – Lillestrøm

May 12, 2006

4073834993_831577h.jpg
Noregsmeistararnir, Vålerenga, hanga á síðasta hálmstrái sínu þegar þeir taka toppliðinu frá Lilleström í dag . Liðið hefur aðeins uppskorið 5 stig úr fyrstu 6 leikjunum í úrvalsdeildinni og það er lakari árangur en svörnustu adstæðingar meistaranna, sem eru reyndar stuðningsmenn Lilleström, gátu látið sig dreyma um fyrir leiktíðina. Einn sigur og þrjú töp blandað með tveimur jafnteflum er öll uppskeran hingað til. “Aðeins einn leikmaður Vålerenga hefur sýnt löngun til að halda meistaratitlinum á í herbúðum liðsins og það er Árni Gautur Arason Þó hann hafi ekki verið jafn stöðugur og hann var bæði í fyrra og heiiteð fyrra. Félagar hans geta þakkað honum fyrir þrjú af þessum fimm stigum sem þeir hafa fengið,” sagði einn knattspyrnusérfræðinga TV2 í vikunni.

Lillesrtöm trjónir hinsvegar á topnum, taplaust með 14 stig, og nú eru norskir fjölmiðlar farnir að spá þeim titlinum þó ekki séu nema þrjár vikur af mótinu. Egil “Drillo” Olsen, fyrrum landsliðsþjálfari og núverandi leikgreinandi Vålerenga, segir að tölfræðin gefi öruggan Lilleström sigur “en meðan boltinn er hnöttóttur getur svo sem allt gerst. En ekkert gerist hjá okkur nema leikmennirnir bretti upp ermar og leiki af fullri getu”.

Fari svo að tölfræði Drillos standist og Lilleström hali inn þrjú stig í kvöld er nokkuð ljóst að Vålerenga þarf á fleiri kraftaverkum en frá Íslandi til að verja meistaratignina. Þá heldur fallbarátan áfram fram eftir sumrinu. Spennan er í hámarki hjá bæði leikmönnum og þjálfara VIF. Sambandinu milli Lilleström og Vålerenga má lýsa með einu orði. Hatur. Fimmtán þúsund áhorfendur munu tryllast á Ullevål í kvöld. Hvernig sem leikurinn fer.

Hræddir fjölmiðlar og Veraldarvefurinn

May 10, 2006

Las athyglisverða grein i Aftenposten um helgina. Þar fjallar lektor við norska verslunarháskólann, BI, um veraldarvefinn og óttaslegna fjölmiðlastjórnendur sem ekki sjá framtíð sína bjarta ef heldur fram sem hingað til með þróun netsins.

Undan farinn áratug hafa þau tæki og tól sem við notum til samksipta sífellt minnkað að ummáli, orðið ódýrari í innkaupum á sama tíma og notagildi þeirra og fjölbreytni hefur hefur aukist með risaskrefum á hverju árinu sem líður. Gömlu fjölmiðlarnir, útgáfufyrirtæki, blöð, sjónvarp, kvikmyndir og hljómpöltuframleiðendur hafa bara horft á þróunina með aðra höndina í vasanum og hina fyrir aftan bak. Þannig eru þeir að tapa stöðunni sem þeir höfðu um að segja okkur hvað er mikilvægt í veröldinni og hvað ekki. Ef þú átt góðan farsíma, hefur breiðband heima og átt þokkalega tölvu þarftu ekkert á “gamla dótinu” að halda.

Unga fólkið, sem er væntanlegur viðskiptahópur gömlu miðlanna, hefur tekið tæknina í sína þjónustu og oft aflað sér mun meiri þekkingar en stjórnendur í fjölmiðlabransanum getur órað fyrir. Nú sjá þeir að svo getur hæglega farið að þessi væntanlegi viðskiptahópur verði aldrei neinn viðskiptahópur. Og hvað þá???

Sá tími er liðinn að útgefendur geti varið sig gegn niðurhali af netinu með boðum, reglum og lögum. Tónlistarútgefendur þóttust himinn höndum hafa tekið þegar þeir settu læsingu á geisladiskana og gáfu síðan möguleika á að borga fyrir tónlistina gegnum farsíma. Þar með myndi tónlistarneytendur hætta að stela af netinu. Kennslubókahöfundar og útgefendur hafa bannað að kennarar fjölriti úr bókun sínum til nota í kennslustofunni. Allt er þetta bras þeirra til lítils. Ef kennara vantar kennsluefni sækir hann það sjálfur eða lætur nemendur sína sækja það á vefinn. Sama gildir um alla aðra útgefendur. Þeir geta einfaldelga ekki varið sig fyrir internetinu. Þess vegna þurfa þeir að taka það mun meira í þjónustu sína en en hingað til.

Það er líka liðin tíð að fólk noti tölvurnar sýnar eins og ritvélar með geymsluplássi. Nú er svo komið að maður þarf ekki lengur að eyða tíma í flokka efni og raða því í möppur því Google Desktop sér um það líka. Við gamlingjarnir sem enn erum að flokka og raða vel og vandlega í möppur svo að við verðum fljótari að finna það sem við ætlum að vinna með erum einfaldlega orðnir steinrunni. Það sem við erum ca eina mínútu að sækja kemur Google með á 1 – 2 sekúndum.

Enn er netið mest notað til að senda rafpóst og sækja upplýsingar. En notkunin verður æ fjölbreyttari. Við náum okkur í tónlist og kvikmyndir í auknu mæli, borgum reikninga, verslum á mun ódýrari hátt enn í Kaupfélaginu eða Bónus, gerum framtalið okkar og sendum á netinu eða jafnvel á sms og síðast en ekki síst bloggum við og spjöllum á spjallrásum með myndavélum og hljóði. Ekkert af þessu gátum við gert fyrir ca 15 árum. Þá mötuðu hinir fjölmiðlar okkur á því hvað var matur og hvað var moð. Nú greinum við sjálf moðið frá matnum.

Unga kynslóðin tekur hraðvirkari fjölmiðla fram yfir þá gömlu. Gömlu miðlarinr eru kærkomnir sem auglýsingar til þess að sækja svo kvikmyndir, tónlist og lestrarefni á netið. Ef dagblöðin halda áfram að hafa netúgáfur sínar sem vasaútgáfur með sýnishornum missa þau áhrifamátt sinn. Þó ég geti varla komist í gegnum einn dag án dagblaðs er kynslóðin á eftir minni ekki í sama báti. Hún kann nefninlega að nýta sér netið.

Ef stjórnendur hefðbundinna fjölmiðla helda áfram að verjast veraldarvefnum fer fyrir þeim eins og kirkjunni þegar Gutenberg hóf að prenta bækur. Þeir verða áhrifslausar stofnanir í nútíma samfélagi á nákvæmlega sama hátt og kirkjan missti einokun sína á að fóðra fólk á lífsgildum með tilkomu bókarinnar.