Archive for April 2006

Danska aðferðin!!

April 27, 2006

Prófaði dönsku aðferðina í dag og búmmaði all svakalega. Gerði mér greinilega ekki grein fyrir hvílík hamhleypa ég er þegar ég tek til hendinni.
Ég fór nákvæmalega eftir reglunni með tímann. Meinið var bara að ég áætlaði of langan tíma á svæðin sem þrífa átti. Þess vegna endaði ég með því að drolla á sömu fermetrunum löngu eftir að ég var búinn að taka til á þeim. Það er nefninlega tíminn sem skiptir máli en ekki yfirferðin. En fínir voru fermetrarnir þegar klukkan hringdi. Notaði nefninlelga símann minn eins og klukku í íþróttahúsi og hugsaði eins og sannur íþróttamaður; “Það er ekki búið fyrr en það er búið” og klukkan og dómarinn ráða för.

Fyrir næsta fimmtudag ætla ég að sökkva mér í sjálfsstúdíu með það að markmiði að þekkja sjálfan mig áður en ég tek afþurkunarklútinn í hönd. Það er nefninlega góður eiginleiki að þekkja sjálfan sig.

Advertisements

Svæðisvörn

April 26, 2006

Mikinn vísdóm hef ég fengið í dag. Hún Harpa Hreinsdóttir á Skaganum, sem hafði töluverð áhrif á að ég fór að blogga, hefur kennt mér nýja aðferð við helgartiltektina. Aðferðin, sem er dönsk, er einskonar svæðisvörn þar sem maður passar upp á að ákveðin svæði séu gerð hrein innan ákveðinna tímamarka. Tímamörkin skipta mestu máli. Það gerir nefninlega ekkert til þó maður drolli við tiltektina. Maður hættir bara með góðri samvisku þegar þegar tíminn er búinn.

Þetta er eins og í körfuboltanum. Leikurinn er búinn þegar bjallan hringir og sigurvegararnir ganga glaðir heim, væntanlega inn á hrein heimili, en tapararnir ganga niðurlútir af velli og geta ekkert gert því tíminn er úti.

Þetta er aðferð sem ég kem til með að tileinka mér í einhverju mæli í nánustu framtíð.

Takk Harpa

Íranskar konur aftur á völlinn

April 26, 2006

kvinnemedhatt.jpg
Sjá. Konurnar hafa tekið gleði sína á ný

Stórkostleg breyting, til batnaðar, varð á högum íranskra kvenna á dögunum þegar hinn ástsæli forset þeirra, Mahammoud Ahmadinejad, gaf þeim leyfi til að skreppa á íþróttaviðburði á ný. Eins og allir muna bannað ayatolla Kómení stelpunum að láta sjá sig á almannafæri nema heildekkðar af burkan og harðbannaði þeim að koma nálægt fótboltavöllum eða öðrum íþróttavöngum. Þetta var árið 1979 þegar Kómení kom heim frá Frakklandi og gerðist leiðtogi þjóðar sinnar eins og Móse sálugi gerði þrjúþúsund árum áður.

Óyndi kvennanna varð að vonum mikið þegar þær gátu ekki lengur horft dreymandi augum á fótleggi hetja sinna. Óyndið náði með tímanum svenherbergjum þeirra og sængurbrögðin urðu máttminni eftir því sem árin liðu. Karlarnir urðu líka leiðir. Það var þá, 27 árum eftir Kómeníbannið, sem Mahammoud sá að þjóð hans var að komast í útrýmingarhættu og við því varð að bregðast. Hann aflétti vallarbanninu og konurnar tóku gleði sína á ný og strax sama kvöld höfðu karlar meiri gleði en lengi áður af að sænga hjá konum sínum. Sumir eru heppnir og allt að sex konum og þeirra gleði varð að sjálfsögðu mest.

Nú er Íran ekki lengur í útrýmingarhættu sökum tregleika í barneingnum. Og forsetinn er búinn að gera Bush og tindátum hans erfiðara fyrir með að eyðileggja írönsku atómstöðvarnar. Baráttuþrek íranskra karla hefur nefninlega aldrei verið meira en nú. Þakkað geta þeir forseta sínum sem gaf konum þeirra nýtt líf.

Svenni selur

April 25, 2006

SPORT_SOCCER__Svenn_391523d.jpg

Þá hefur hinn sænski landsliðsþjálfari Englands, Sven Göran Erikson, sett hús sitt við Regents Park í London á sölu. Ekki seinna vænna því karlinn hættir með landsliðið á miðju sumri og vill koma sér burt.

Svenni vill fá sitt fyrir húsið eða 3 milljónir punda. Sjálfur keypti hann húsið á 2,55 milljónir svo hagnaður hans af húseigninni verður milli 60 og 70 milljónir ísl. króna. Húsið þykir gott á enskan mælikvarða. Hefur fallegan garð og góð einkabílastæði ef marka má Telegraph News. Þrú svefnherbergi finnast í húsinu og 2 baðherbergi ásamt tveimur stofum. Sem sagt hin eigulegasta fasteign.

En nú er Svenni á síðustu metrunum í djobbinu og hann snýr ekki frá Englandi sem neinn fátæklingur eða beinigarmaður. Svíinn fékk á sínum tíma 2 milljónir punda fyrir að skrifa nafnið sitt undir samninginn við enska kanntspyrnusambandið og í mars 2004 endurnýjaði hann samninginn og fékk þá 4 milljónir punda fyrir undirskriftina. Heildarlaun þjálfarans munu nema 25 milljónum punda þegar hann lætur af starfi í sumar svo fremi Englendingar verði ekki heimsmeistarar. Þá hækka þau um eitthvert lítilræði.

Ungir muslimar vilja fleirkvæni í Noregi

April 23, 2006

brudekjole_liten.jpg Muslimsk stúlka í brúðarkjól

Nokkur umræða er nú í gangi meðal muslima í Noregi, einkum af yngri kynslóðinni, um fleirkvæni. Ungir menn eru arfavitlausir yfir því að geta ekki átt eins og “sixpack” af konum. Þeir segja að allir rétttrúaðir muslimar fylgi fyrirmælum Allah og Allah hefur leyft fleirkvæni og fleirkvæni vilja þeir. Gallinn er bara sá að fleirkvæni er bannað samkvæmt norskum lögum. Þ´vi er nú andskotans ver fyrir muslimana. Þeir beita reyndar sömu rökum og kristnir gera af og til og spyrja hvort norsk lög séu æðri lögum Allah. Annað sem ungu mennirnir taka ekki alltaf með í reikninginn heldur er að ungar konur eru ekki sérlega ginkeyptar fyrir að hafna kanski sem kona númer 2 eða 5.

Þeir sem hafa lesið þá ágætu bók, Bóksalinn í Kabul, hafa fengið vitneskju um eymd þeirra kvenna sem settar eru til hliðar eins og slitnir skór. Sjálfsmynd þeirra hrynur og þær hafa það alls ekki svo gott. Enn það er nú einu sinni svo að í islam er konan eign karlsins en hjónabandið ekki sameign hjónanna eins og í Noregi og miklu víðar. Þess vegna vilja muslimarnir í Noregi fá norskum lögum breytt þannig að þau falli betur að islamskri menningu.

Norskir millar vilja eignast Liverpool FC

April 22, 2006

1145710306978_922.jpgNorðmenn vilja kaupa Liverpool FC

Norski athafnamaðurinn, Öystein Stray Spetalen, hefur sent stjórn knattspyrnuliðsins Liverpool hugmyndir sínar um að kaupa meirihluta hlutafjár í félaginu. Síðast liðin þrjú ár hefur stjórn Liverpool verið á höttunum eftirm fjárstrekum aðilum til að koma með nýtt fjármagn inn í félagið sem nota á til að fjármagna nýja heimavöllin í Stanley Park og eins til að liðið geti keppt við Chealsea á leikmannamakaðnum. Einhverra hluta vegna hefur ekkert orðið af því að nýjir fjárfestar hafi komið inn í félagið þrátt fyrir að margir hafi lýst áhuga. Nú hefur stjórnin hinsvegar sent öllum hluthöfum í félaginu bréf þar sem þeim er gert grein fyrir því að hún eigi í viðræðum við fjársterka aðlia um kaup á hlut í félaginu.

Öystein Stray Spetalen, sem er sterkefnaður viðskiptajöfur og meðal auðugustu manna í Noregi, er ekki ókunnur rekstri kanttspyrnufélaga þar sem hann var ein stærsti hluthafinn í Noregsmeisturum, Vålerenga, áður en allt fór í bál og brand þar fyrir nokkrum árum síðan. Nú vill hann aftur koma að rekstri knattspyrnufélags og Evrópumeistararnir er liðið sem hann vill. Ef af verður kaupunum mun viðskiðtafélagi hans, hóteljöfurinn, Petter Stordalen og knattspyrnustjóri Lilleström, Jan Åge Fjörtoft, með í fjárfestingunni. Jan Åge þá flytja sig um set frá Åråsen Stadion til Anfield þar sem hann mun verða einn af rágjöfum Lilverpool. Fjórði Norðmaðurinn í fjárfestingarhópnum er Christian Eidem. Tilboð fjórmenninganna í meirihluta hlutabréfa í Liverpool mun vera kringum 20 milljarða íslenskra króna.

Fyrir nokkrum árum keyptu félagarnir Kjell Inge Rökke og Björn Rune Gjelsten knattspyrnufélagið Wimbeldon sem þá lék í úrvalsdeildinni. Þeir urðu þar með fyrstu Norðurlandabúarnir til að kaup knattspyrnulið í ensku úrvalsdeildinni. Fjárfeting þeirra mislukkaðist herfilega. Með Egil Drillo Olsen sem þjálfara féll Wimbeldon og norsku félgarnir töpuðu 2,5 milljörðum ísl. kóna á ævintýri sínu áður en þeir seldu félagið.

Enn af Framsókn

April 19, 2006

Með hækkandi sól lækkar risið á Framsóknarflokknum. En það er þó bót í máli að nú er orsökin af afleitu gengi floksins í skoðanakönnunum fundin. Leiðarahöfundar Morgunblaðsins og sá ljúfi og góði drengur Hjálmar Árnason, þingflokksformaður flokksins, litu yfir pólitíska landslagið með haukfránum augum sýnum og sjá; flokksforystan gengur ekki í takt og Kristinn Gunnarsson er stórvandamál. Þá er lausnin einföld. Henda út forystunni og sparka svo Kristni vestur á Hornbjarg í von um að hann rati ekki aftur inn í íslensk stjórnmál.

Það hefur lengi legið ljóst fyrir að forystan í Framsóknafjósinu hvorki gengur né talar í takt. Þegar Guðni talar í suður hrópar Valgerður í norður og yfirfjósamaðurinn talar í hringi. Allt eftir já, já og nei, nei reglunni sem flokkurinn hefur lengst af unnið eftir. En það sem er merkilegt er að Kristinn, sem er einn ærlegasti þingmaður flokksins og ötull líka, skuli vera talinn til stóru vandamálanna í fjósinu. Hann getur að vísu verið óþægur ljár í þúfu en það verður ekki af honum tekið að hann er sannfæringu sinni trúr eins og hann hefur heitið bæði þingi og þjóð. Ef allir væur eins og hann yrðu kanski hrossakaupin færri í sölum Alþingis og hinum og þessum ríkisstofnunum þar sem framsókanrmenn hafa hreiðrað um sig. Þess vegna er það ekki öðruvísi en við er að búast að heiðarlegir kjósendur snúa baki við flokknum þegar þeir sjá hvernig innviðir hans eru. Það er nefninlega ekki nóg að hafa góða stefnu að boða kjósendum fyrir kosningar en svíkja þá svo á sömu mínútu og kjörklefunum er lokað.

Þess vegna yfirgefur heiðarlegt fólk framsóknarflokkinn í haugum þessi misserin. Eftir standa þeir sem hika ekki við að svíkja kjósendur sína sjálfum sér og einhverjum fáum flokkssystkinum til framdráttar. Þess vegna ætti flokkurinn að skipta um nafn og kalla sig Sjálfsframaflokkurinn. Sjálfstæðisflokknum, sem nýtur virðingar í fjósinu og framapoturum flokksins til heiðurs.