Archive for September 2006

Harrý ferðir til Svínasunds

September 28, 2006

img_2187.JPG
Svínið er mun ódýrara í
Svíþjóð en í Noregi

Almenningur í Noregi lítur ekki á smá-smygl sem neinn glæp. Síður en svo. Fólki finnst alveg sjálfsagt að smygla svo framarlega sem ekki er um eiturlyf að ræða eða annan óþverra sem ekkert hefur til Noregs að gera.

Flestir Norðmenn stunda smá-smygl þegar þeir ferðast til Svíþjóðar eða Danmerkur þar sem flestar vörur fást á hálfvirði miðað við markaðsverð í Noregi. Smá aukaskammtur af áfengi og nokkrar sígarettur taka menn gjarnan með sér yfir landamærin eftir verslunarferð til Svíþjóðar. Slíkar ferðir eru reyndar kallaðar “harrytúrar” sem er samnefnari yfir það sem á Íslandi kallast hallærislegt. Það er því slæmt mál að fá á sig stimpillinn “harry”.

En hvað um það. Runar nokkur Döving, sem vinnur við neyslurannsóknir í Stavanger hefur með félaga sínum Randi Lavik rannsakað landamæraverslun Norðmanna þar sem 3000 Norðmenn voru spurðir um viðhorf sitt til verslunarferða til Svínasunds og Strömstad. Rannsókn þeirra varpar ljósi á að almenningur í Noregi gefur sjálfum sér leyfi til að smygla. Smásmygl Norðmanna eru einskonar mótmæli gegn hinu háa vöruverði í Noregi þar sem stjórnmálamenn eru sökudólgarnir. Döving segir að smygl almennings séu verkleg mótmæli gegn alltof háu vöruverði.

En hvað er það sem Norsarar taka helst með sér heim frá frændum sínum í Svíþjóð?

Fyrir utan áfengi eru það kjötvörur sem fólk telur mikilvægast í innkaupakörfuna. En kíkjum á verðmiðann á nokkrum vörutegundum.

Kjúklingur kr 54 í Strömstad en í Ósló 111
Kjötbollur 31 í Strömstad en í Ósló 144
Bacon 27 í Strömstad en í Ósló 71
Kjötfars 36 í Strömstad en í Ósló 85
Soðin skinka 66 í Strömstad en í Ósló 116
200 sígarettur 331 í Strömstad en í Ósló 670
Smirnoff 196 í Strömstad en í Ósló 255
Kassi af Carlsberg 142 í Strömstad en í Ósló 412
Samtals: 883 í Strömstad en í Ósló 1 864

Að sjálfsögðu kostar túrinn til Strömstad ca 300 kr og svo kaupir fólk að sjálfsögðu eitthvað að snæða í harryferðinni. En engu að síður getur fólk sparað stórfé á að versla Svíþjóðarmegin við landamærin.
Það var þáverandi landbúnaðarráðherra, Lars Sponheim, sem hóf að kalla verslunarferðirnar harrytúra. Hugtakið varð mjög vinsælt og harry yfirfærðist á allt hallærislegt. En svo kom heldur betur babb í bátinn hjá Lars karlinum. Ljósmyndarar VG náðu að festa hann á mynd, með stútfulla innkaupakörfu, þar sem

Advertisements

Muslimar og morðhótanir

September 20, 2006

250px-wtc1_on_fire.jpg Þessu fögnuðu blessuð börnin með
kökuáti og kóla í skólanum

Í hvert skipti sem Evrópubúar segja skoðanir sínar á islam, sem ekki falla í frjóa jörð í Arabíu, birta myndir af spámanninum eða gera eitthvað sem muslimum líkar illa bregðast þeir gjarnan við með morðhótunum eða hryðjuverkum. Þeir kveikja í fánum vesturlandanna eða leggja sendiráð þeirra í austurlöndum í rúst og vilja helst reka alla vesturlandabúa úr landi. Á sama tíma hrópa imamar á í Evrópu að islam sé trú kærleikans.

Einhvern veginn finnst mér kærleikur og hefndarmorð ekki allveg í harmoníu. En ég er nú bara fermingardrengur frá Eskifirði svo mér er sjálfsagt vorkunn þó ég skilji ekki alveg samhengið.

Ég geri mér þó grein fyrir að bæði Evrópumenn og ekki síður Ameríkanar hafa oft leikið Araba og aðra muslima grátt. Arðrænt þá og aldrei lyft fingri til að verja þá nema þeir séu að gæta eigin olíuhagsmuna í leiðinni. Samt man ég ekki eftir að hafa heyrt eða séð að við sem búum í V-Evrópu hótum muslimum morði ef þeir ropa því út úr sér að kristin trú sé af hinu vonda. Það finnst þeim nefninlega í hjarta sínu og eru ekkert feimnir við að segja frá því. Síðast í gærkvöldi var það sagt við mig beinum orðum á foreldrafundi í skólanum mínum.

Þar kom einnig fram að viðmælanda mínum þótti ekkert athugavert við hefndaraðgerðir og var kátur yfir skotunum 11 sem skotið var á helgidóm gyðinga í Ósló í síðustu viku. Ég man líka eftir 12 september 2001. Þann dag komu nokkur börn með bakkelsi með sér í skólann. Súkkulaðitertu skreytta með m&m og annað góðgæti. Þau voru að fagna viðburðum dagsins áður á Manhattan eyju í Ameríku. Eiginlega veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. En sannleikurinn er sá að þrátt fyrir allt eru þess börn flest afskaplega góð börn. Blíð eins og börn oftast eru og þurfa á nákvæmlega sömu umhyggju að halda og börnin okkar í þessum heimshluta.

Það er margt einkennilegt í kýrhausnum ekki síður en í hausum okkar mannanna.

120 þúsund Pólverjar í Noregi

September 10, 2006

Samkvæmt upplýsingum frá pólska sendiráðinu í Noregi eru um 120 þúsund Pólverjar í landinu. Flestir þeirra hafa komið til Noregs eftir að Pólland gekk í Evrópusambandið. Reyndar segja norsk yfirvöld að þessi tala sé of há en viðurkenna þó að þau hafi ekki hugmynd um hve margir Póverjar séu í Noregi.

Þessi mikli fjöldi Pólverja hefur haft afgerandi áhrif á efnahagslífið. Flestir þeirra koma hingað til að vinna og þá í byggingariðnaðinum. Þeir vinna fyrir töluvert lægra kaup en heimamenn enda fengnir í gegnum leigumiðlanir. Meðallaun Pólverjanna eru milli 12 og 14 þúsund nkr á mánuði meðan þeir fá aðeins um 4 – 6 þúsund krónur fyrir vinnuframlag sitt í Póllandi. Norðmennirnir sem þeir vinna með fá hins vegar yfir 30 þúsund í mánaðarlaun.

Án Pólverjanna væri útilokað að halda þeim dampi í byggingariðnaðinum sem verið hefur nú síðustu tvö árin.
Fyrir tilstuðlan þeirra eru byggðar mun fleiri íbúiðir en annars væri og það heldur meðal annars verðlaginu í þeim skefjum sem það þó er í. Án Pólverjanna væri íbúðarverð í Noregi a.m.k. 8 – 12% hærra en það er í dag og finnst þó flestum nóg um.

Það eru því Pólverjar víðar en á Reyðarfirði þessiu misserin.