Enn af Framsókn

Með hækkandi sól lækkar risið á Framsóknarflokknum. En það er þó bót í máli að nú er orsökin af afleitu gengi floksins í skoðanakönnunum fundin. Leiðarahöfundar Morgunblaðsins og sá ljúfi og góði drengur Hjálmar Árnason, þingflokksformaður flokksins, litu yfir pólitíska landslagið með haukfránum augum sýnum og sjá; flokksforystan gengur ekki í takt og Kristinn Gunnarsson er stórvandamál. Þá er lausnin einföld. Henda út forystunni og sparka svo Kristni vestur á Hornbjarg í von um að hann rati ekki aftur inn í íslensk stjórnmál.

Það hefur lengi legið ljóst fyrir að forystan í Framsóknafjósinu hvorki gengur né talar í takt. Þegar Guðni talar í suður hrópar Valgerður í norður og yfirfjósamaðurinn talar í hringi. Allt eftir já, já og nei, nei reglunni sem flokkurinn hefur lengst af unnið eftir. En það sem er merkilegt er að Kristinn, sem er einn ærlegasti þingmaður flokksins og ötull líka, skuli vera talinn til stóru vandamálanna í fjósinu. Hann getur að vísu verið óþægur ljár í þúfu en það verður ekki af honum tekið að hann er sannfæringu sinni trúr eins og hann hefur heitið bæði þingi og þjóð. Ef allir væur eins og hann yrðu kanski hrossakaupin færri í sölum Alþingis og hinum og þessum ríkisstofnunum þar sem framsókanrmenn hafa hreiðrað um sig. Þess vegna er það ekki öðruvísi en við er að búast að heiðarlegir kjósendur snúa baki við flokknum þegar þeir sjá hvernig innviðir hans eru. Það er nefninlega ekki nóg að hafa góða stefnu að boða kjósendum fyrir kosningar en svíkja þá svo á sömu mínútu og kjörklefunum er lokað.

Þess vegna yfirgefur heiðarlegt fólk framsóknarflokkinn í haugum þessi misserin. Eftir standa þeir sem hika ekki við að svíkja kjósendur sína sjálfum sér og einhverjum fáum flokkssystkinum til framdráttar. Þess vegna ætti flokkurinn að skipta um nafn og kalla sig Sjálfsframaflokkurinn. Sjálfstæðisflokknum, sem nýtur virðingar í fjósinu og framapoturum flokksins til heiðurs.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

8 Comments on “Enn af Framsókn”

 1. Edda Snorra Says:

  Enginn hefur lýst Framsóknarflokknum eins vel og Ómar Ragarsson, muniði ekki eftir þessu :
  Tvö skref til hægri og tvö skref til vinstri
  Með hernum, móti hernum, styðja, styðja tja,tja tja
  Hálfan hægri hring
  hálfan vinstri hring,
  o.sfrv. ?


 2. “Þess vegna yfirgefur heiðarlegt fólk framsóknarflokkinn í haugum þessi misserin.”

  Gott ef satt væri. Það virðist þó vera svo sterkt í teygjunni, að megnið af fólkinu nær aldrei að slíta sig alveg í burtu.
  Það flykkist aftur “heim” þegar kosningar eru yfirvofandi og flokkurinn í vanda. Tárvotir kjósendur sem vita upp á sig skömmina, haka samt við flokkinn sinn; það hafa þeir alltaf gert – og munu alltaf gera.

 3. gudni Says:

  Það finnast kanski alltaf einhverjir sem hafa ánægju af hringdansinum. Þess vegna er ennþá til einstaklingar sem borsa mikið, tala lítið og hugsa ekkert. En þeir sem það gera í framsókn eru þeir sem eru ekki í nógu góðu úthaldi til að taka allan hringinn. Þess vegna er það hálfur til hægri og svo hálfur til vinstri.

 4. Sigurður Arnarson Says:

  Framsókn í Reykjavík er að vinna á, ef marka má Fréttablaðið í dag. Reyndar var úrtakið ekki nema 600 manns og lítil svörun. Þó má gera ráð fyrir að miljónunum sem frammararnir eyða í auglýsingar skili einhverjum fjósamönnum heim. Merkilegast finnst mér hvernig flokkurinn í höfuðborginni reynir að afmá tengslin við landsmálaflokkinn, sem notar bókstafinn B eins og allir vita. Í borginni segja þeir X-bé. Þá er ekki víst að allir tengi þetta auglýsingaframboð við framsóknarfjósið.


 5. Merkileg flótttilraun með x-bé en ekki undarleg þar sem framsókn á í hlut. Þetta er ekki ólíkt strútnum sme stingur hausnum í sandinn og halda enginn jsái hann.

 6. Siggi Says:

  Rétt skal vera rétt. Þeir auglýsa ex-bé, en ekki x bé. Svo passa þeir sig á að nefna hverki flokkinn sinn á nafn.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: