ÓL og Pólitík

Það er ekkert nýtt að Ólympíuleikarnir og stjórnmál sé tvinnað saman. Það hefur gerst allar götur frá árinu 1936. Hvers vegna er þá þetta mikla upphlaup nú?

Þann 13 júlí 2001 var Kínverjum úthlutað 29. Ólympíuleikunum. Þá brosti kínverska Ólympíunefndin sínu breiðasta og ætlaði aldrei að hætta að klappa saman lófunum, í beinni útsendingu um allan heim, frá úthlutunarathöfninni. Alþjóða Ólympíunefndin sagði að Kína hefði orðið fyrir valinu vegna þess að þarlend stjórnvöld ætluðu snarbæta mannréttindi í landinu.

Síðast liðinn fmmtudag var svo mannréttindafrömuðurinn, Hu Jia, dæmdur í þriggja ára fangelsi í alþýðulýðveldinu fyrir svokallaða undiróðursstarfsemi. Hann hafði unnið sér það til saka að veita erlendum fjölmiðlum viðtöl og birta á netinu greinar sem ekki voru ríkistjón Kína að skapi. Svo mikið hafa mannréttindi verið bætt í landinu.

Við lesum, heyrum og sjáum á hverjum degi hvernig væntanlegir gjestgjafar mestu íþróttahátiðar veraldarinnar hegða sér í Tíbet og sjónvarpi þegar þeri ljúga því að þjóð sinni að Ólympíueldinum sé hvarvetna fanganð af heimafólki þar sem hann fer um. Kínverjar hafa fengið sinn “spaugsama Ali”

Svo ætlum við að heiðra þetta glæpahyski með því að senda okkar besta íþróttafólk á Torg Hins Himneska Friðar og Ólympíuleika í nágrenni þess.

Nokkarar staðreyndir um OL og stjónmál:
1936 Þýskaland
Hitler fékk Ólympíuleikana þrátt fyrir að margir mótmæltu í nafni kynþáttafordóma foringjans.

1956 Ástralía
Egyptaland, Írak, Líbanon sátu heima í mótmælaskyni við innrás Ísraela í Egyptaland.
Holland, Spánn og Sviss héldu sig líka heima til að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland.

1968 Mexikó
Bandarísku spretthlaupararnir, Tommie Smith og John Carlos, voru reknir frá leikunum þegar þeir heisluðu með “Black Power” undir fánahyllingu leikanna.

1972 Munchen
Ísraelarnir 11 teknir sem gíslar í Ólympíuþorpinu af skærluliðahópi sem krafðist þess að 234 palestínskum föngum í Ísrael yrði sleppt. Ekki var orðið við kröfunni og allri gíslarnir voru drepnir og einn þýskur lögreglumaður til viðbótar.

1976 Kanada
26 Afríkuþjóðir sátu heima í mótmælaskyni við að rúgbýlandslið Nýja Sjálands lék landsleik við Suður Afríku. Íþróttafólk frá Taiwan varð að sitja heima því Kanada viðurkenndi ekki landið sem sjálfstætt ríki heldur aðeins sem hluta af Kína.

1980 Moskva
Bandaríkin ásamt 61 landi mótmæltu innrásinni í Afganistan með heimasetu

1984 Los Angeles
Sovétríkin, Austur Þúskaland, Kúba og 14 önnur ríki svöruðu bandaríkjamönnum í sömu mynt og snðigengu OL

2008 Kína
Nú æskir stór hluti heimsbyggðarinnar að þjóðir heimsins sniðgangi OL í Kína af nákvæmlega sömu ástæðum og fólk hafði 1936. Kínversk stjórnvöld nærast á kynþáttafrodómum og mannréttindabrotum og mannsvonsku og það fer illa saman við Ólympíuhugsjónina

http://orangetours.no/

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: