Nr 2 Strawberry Fields Forever

nr 1 Release Me Engilbert Humperdink
nr 2 Strawberry Fields Forever The Beatles
nr 3 …..
nr 4 …..

beatles-the-tittenhurst-park-4900258.jpg
Nokkuð hefur verið ritað um tónlist á hinum ýmsu bloggsíðum undanfarið. Má eiginlega til með að blanda mér í það eins og flest annað. Málið er nefninlega að ég var að fara í gegnum gamlar plötur í vikunni og þá finnur maður sjálfsagt alltaf eitthvað merkilegt og alls ekki síður ómerkilegt. Þegar kemur að árinu 1967 finnst mér alltaf eins og það sé ÁRIÐ, með stórum stöfum, þegar popptónlistin reis hæst. The Beatles gáfu út Sgt. Pepper “albúmið” og ekki síður mikilvægt framlag frá þeim þetta árið var Strawberry Fields Forever.

En það eru bara ekki allir sem voru sammála mér um stórvirki popptónlistarinnar á þessu annars frábæra ári þegar Austmenn gerðu allt vitlaust í Atlavík. Alla vega ekki ef marka má topp tíu listana. Það var nefninlega Engilbert Humperdink sem kom í veg fyrir að Strawberry Fields færi í toppsætið í Englandi með lagi sínu Release Me. Óneitanlege einkennileg staðreynd núna, 39 árum síðar.

Hvað er svo Humperdink að gera í dag. Jújú. Hann er að syngja Release My og The Last Waltz fyrir popplinkápukerlingar og miðaldra steggi í veiðihug sem brosa, steindauðu brennvínsbrosi, yfir glasið til popplínkápukerlinganna á Kringlukránni og hvar sem er í heiminum.

Hver man annars eftir Englibert og tónlistarafrekum hans. Sennilega eru þeir færri en þeir sem muna eftir Lennon og Bítlunum þó nú séu liðin 36 ár síðan sveitin var leyst upp og 26 ár síðan Lennon var lagður til hinstu hvíldar.

Einhvernvegin held ég að The Beatles sé þyngra lóð á vogarskálum dægurtónlistarinnar, í sögulegu samhengi, en Engilbert Humperdink þó sæmilegur söngvari sé

Advertisements
Explore posts in the same categories: Musikk

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: