Silvía Nótt – Júróvisjónsjokk

bilde.jpg Mynd frá AP
Ég legg það ekki í vana minn að fylgjast með söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þó einstaka sinnum kíki ég við til að sjá hvernig landanum reiðir af. Í gærkvöldi settist ég þó niður þegar 7 lög voru eftir og sé ekki eftir því. Náði að heyra og sjá frábæra Finna og þó nokkuð af frambærilegum flytjendum með góða tónlist. En skelfing finnst mér hún sænska Karóla þreytandi.

En það var að sjálfsögðu Silvía Nótt sem ég beið eftir. Sú bið var þess virði að sitja. Þó ekki hafi verið nema til að heyra hvað norski þulurinn hafði að segja þegar hann kynnti Íslendingana. Hann tíundaði rækilega afrek Silvíu í sjónvarpi og vinsældir hennar hjá ´sielsnku þjóðinni. En þegar kom að framlagi kövldsins sagði hann að Silvía Nótt, sem tekist hafi að fá flesta sem koma nálægt keppninni koma og hálfa grísku þjóðina upp á móti sér, væri eiginlega ekki með eitt lag heldur væri um leikstykki að ræða. Hann varaði hjartahreina norska áhorfendur við því að hér gæti brugðið til beggja vona og menn gætu hæglega orðið fyrir júróvisjónasjokki. Ekkert líkt íslenska framlaginu hefði áður verið flutt í söngvakeppninni áður.

En Silvía Nótt særði örugglega ekki eitt einasta norskt hjarta. Hún var eins og lítil og sæt fermingarstelpa á sviðinu sem mímar Madonnu fyrir fermingargestina. Eins og stundum áður skildi afgangurinn af Evrópubúum ekki hina einstöku íslensku list sem alla vega helmingurinn af íslensku þjóðinni telur vera með því besta sem heimurinn getur boðið upp á. En við getum alla vega smælað, stolt, framan í heiminn. Við erum best, höfum alltaf verið það og verðum það um ókomnar aldir.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Musikk

4 Comments on “Silvía Nótt – Júróvisjónsjokk”

 1. Eyja Says:

  Hahaha. Brandarinn er náttúrlega sá að það hefur verið fullt af atriðum í Júróvisjón sem eru svipuð atriðinu hennar Silvíu. Eini munurinn er sá að flest þeirra eru sett fram í fúlustu alvöru.

 2. Gudni Says:

  Þetta hélt ég nefninlega. Þorði ekki að hugsa það upphátt vegna þess að ég sé svo sjaldan keppnina og man aldrei daginn eftir hver vann eð hvað fram fór.

  Annars man ég eftir að hafa horft á lokakeppnina árið 1972 eða 1973 og þá sá ég og heyrði það besta sem þessi keppni hefur boðið mér upp á. Nefninlega hljómsveitina, Slade, sem var skemmtiatriði í “hálfleik” en ekki þátttakandi í keppninni.

 3. Guðný Anna Says:

  Mikið lifandis ósköp sem Evrópubúar eru húmorslausir lúðar. Það er hámark andlegs vesældóms að skilja ekki djókið við Silvíu Nótt! Evrópa er soooooooooooo yesterday´s news.
  Í alvöru, þessi keppni er náttúrulega bara lélagsta plastpíu-límmiða-glamúr sjó ever….
  Þú sérð, að mér er talsvert heitt í hamsi Dunni minn, enda hef ég talað máli Silvíu Nóttar (NB ég er maður með mönnum að geta sagt og skrifað Nóttar en ekki Nætur) betur en Björn Bjarnason máli Sjálfstæðisflokksins. Amen og hallelúja.
  Lifi Finnar.

 4. Gudni Says:

  Einhvern veginn held ég að Björn Bjarnason hafi aldrei og geti ekki talað máli nokkurs. Hann er, nefninlega, næstum ótalandi. Þannig að þú ert miklu betur máli farin en ráðherrann í öllu.

  Annars tók ég ansi skemmtilegt viðtal við Björn hér úti í Noregi fyrir nokkrum árum. Þá var veriðað opna íslenska listasýningu í Ósló sem Björn var viðstaddur. Þá bara óð á hinum og hann var hinn skemmtilegasti. Gantaðist með fótbolta og ég veit ekki hvað…


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: