Eiríkur “Lennon” Hauksson

Í gær lögðum við leið okkar til Fredrikstad í Austfold. Tilgangur fararinnar var að fara með góðum vinum að sjá og heyra Eirík Hauksson syngja lög eftir John Lennon í samvinnu við sögumann sem sagði sögu Bítilsins byggða á ótlal mörgum viðtölum við hann í gegnum árin.

Reyndar hefur maður séð ótal uppfærslur af ferli Bítlanna, bæði sem hljómsveitar og einstaklinga. Hafa þær verið mjög misgóðar enda ekki öllum gefið að túlka þessa frumkvöðla rokksveitanna. Það verður þó að segjast eins og er að “showið” í Fredrikstad er það lang besta sem ég hef séð hingað til. Eiríkur var hreint út sagt frábær og hafði hvern einasta áheyranda á valdi sínu þar sem hann stóð á sviðinu. Lög eins Isolation, Mother, God, Revolusion, How Do You Sleep, I’m So Tired, Glass Onion ofl. verða lengi stimpluð í höfði mans í flutningi Eiríks og félaga. Og ekki skemmdi sagan, sem var sem leikin var á undan lögunum, fyrir.

Sögumaðurinn, norðmaður sem flutti textann á vestlandsmálísku, var einnig verulega góður. Hefði Lennon verið norskur hefði maður haldið að hann væri upprisinn í Fredrikstad.

Bandið sem þeir félagar höfðu sér til aðstoðar stóð einig vel fyrir sínu. Fimm manna sveit sem lék Lennonlögin með sínum hætti og alls ekki Bítlalegum. Frábærir hljóðfæraleikarar þar á ferð.

Eiríkur hefur verið iðinn við að skjótast til Íslands og skemmta landanum. Mæli sterklega með því að Eiki og landinn hafi nú hlutverkaskipti og landinn skjótist til Fredrikstad til að hlusta á Eirík á “heimavelli”.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Musikk

2 Comments on “Eiríkur “Lennon” Hauksson”

  1. matti Says:

    Þetta líst mér á. Við spiluðum á Ölkeldunni á 22 hér forðum tíð, við Wilma annars vegar með þjóðlagatónlistina og þeir Eiki og félagar úr Drýsli með sitt laid-back rokk. Kentárarnir duttu líka inn með suddarokk og þá varð nú oft fjör og stuð á Hraunnibbunni eins og staðurinn var stundum kallaður áður en hann umbreyttist í hommabar. Ætli Eiki muni eftir þessum tíma? Þá var líka stundum gripið til Lennon-laga … Þetta er ljúft í minningunni, það eina sem skemmdi þennan tíma var helv… bjórlíkið sem sumir reyndu að svæla í sig.

  2. Borgvin Says:

    Sæll Dunni

    Mig vantar email addressun þína
    Er að senda pakkann til þín


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: