Hákon Haraldson bóndi og prins

Hákon prins og Mette Marit kona hans búa stórbúi á Skaugum setrinu við Asker. Alla vega ef miðað er við hvaða bændur það eru sem fá mest úthlutað af styrkjum til landbúnaðarframleiðslu. Þar eru þau nr 220 í röðinni af þeim sem mest fá. Fyrir árið 2006 fengu þau 557.321 nkr. Í styrk til að halda framleiðslunni gangandi.

Á Skaugum framleiða þau bæði hafra og bygg auk hveitis. Einhvern slatta af beljum eru þau með í fjósinu því mjólkurframleiðslan var 219.508 lítrar á síðasta ári. Annars telur búpeningurinn á Skaugum allur um 130 hausa og þar sem prinsinn er oft tímabundinn við önnur störf þarf hann örugglega á einhverju vinnufólki að halda svo það er sjálfsagt eðlilegt að hann þurfi á styrknum að halda til að halda búskapnum gangandi.

En það gæti örugglega verið gaman fyrir unga stráka að komast í sveit hjá Hákoni og Mettu Marit.

Þá eru bæði fyrrverandi og núverandi landbúnaðarráðherrar meðal styrkþega. Sá fyrrverandi Lars Sponheim fékk eitthvert lítilræði en hann er nú bara með 100 rollur á fóðrum auk nokkurra íslenskra hesta. En núverandi ráðherra rekur myndarbú með konu sinni í grennd við bæinn Skien í Þelamerkurfylki. Þar stundar hann búskap með bæði fé á fæti og skógarhögg. Til að liðka fyrir rekstri búsins fær hann nú 294.670 nkr í styrk sem hann veitir sjálfur.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

4 Comments on “Hákon Haraldson bóndi og prins”

 1. Eyfi Says:

  Sæll Dunni
  Gaman að skulir farinn að blogga aftur! Var farinn að sakna pistlanna þinna.
  Hefði reyndar viljað heyra í þér en er ekki með netfangið þitt?

  Kveðja,
  Eyfi

 2. Steinunn Says:

  Sæll Guðni
  Gaman að fá pistil frá þér.
  Kem inn og les síðuna mjög regluleg og flyt síðan gömlum kennslukonum úr Öldutúni fréttir.
  Haltu áfram skrifum, þær gleðja
  Kveðja Steinunn


 3. Bless, gaman að þú ert byrjaður aftur.Vonandi hafðiru það gott í bloggfríinu sem og alltaf.Já það væri ekki vitlaust að fara í búskapinn.Ferðu ekki að heyra í Gest Einari?

 4. GAA Says:

  Gott að heyra frá þér, kíki hér inn reglulega! Allra bestu kveðjur og faðm.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: