Eldur Á Elliheimili

Posted August 21, 2007 by gudni
Categories: Almennt

Reykskynjari í þjónustuíbúð fyrir aldraða, í Haugasundi, rauk í gang kl 03:45 aðfaranótt þriðjudags. Brunaliðið var fljótt á staðinn og fann upptök eldsvoðans all snarlega. Í Ljós kom að ekki var um venjulegan eld að ræða heldur lá maður í rúmi sínu og reykti hass.

Reykjarkófið frá hassnaglanum var svo mikið að bjöllurnar á slökkvistöðinni hrukku í gang og fjölmennt lið þusti út til að bjarga gamla fólkinu frá bráðum bana.

Þess þurfti sem betur fer ekki, en vistmaðurinn var tekinn í vörslu lögreglu og kærður fyrir ólöglega neyslu og geymslu á hassinu fordæmda.

Advertisements

Heilsuferðir til Eystrasaltsins

Posted August 18, 2007 by gudni
Categories: Almennt

baltic-beach-hotel.jpg

Svona í vegna þess að stólpípuferði til Póllands virðast vera “inn” hjá Íslendingum í dag er kannski rétt að segja lítilsháttar frá heilsuferðum Norðmanna. Þeir fara líka í hópum til Póllands og Eystrasaltslandanna, Tékklands og Ungverjalands að leita sér heilsubótar og hressingar.

Við getum kallað ferðir Norsaranna tveimur nöfnum. Annarsvegar dekurferðir og hinsvegar heilsuferðir. Þeir vilja engar stólpípuferðir.

Dekurferðirnar eru venjulega frá einni helgi og upp í kannski viku tíma. Þá er oft dvalið á spa-hótelum. Þar fær fókið daglegt nudd, allt upp í þrjár meðferðir á dag. Það getur verið ýmiskonar nudd, allskonar gufuböð og leirböð og mörg önnur. Afslöppun í saltklefum, þjálfun hjá hæfum sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum er að sjálfsögðu inni í pakkanum og svo fólk getur farið í skipulagðar gönguferðir hvort sem er á strönd eða skógi. Síðan fær fók sér gjarnan hand og fótsnyrtingu og að sjálfsögðu klippingu. Alla vega ef ferðin er til Eistlands. Fólk getur keypt sér fast fæði með meðferðunum en það er gjarnan grasamatur sem alla vega Íslendingar eru ekkert sérlega spenntir fyrir. Annars fer maður bara út og borðar þar sem mann langar til í það og það sinn.

Svo eru það heilsuferðirnar. Þær ganga að miklu leyti út á að sama og dekurferðirnar enn læknar eru með í þeim pakka. Þannig að þar er alvara á bak við. Fólk sem þjáist af hinum ýmsu kvillum er meðhöndlað af læknum sem ákveða meðferðina.

Svo til að ferðin borgi sig örugglega og miklu meira en það nýta margir tímann til að heimækja augn- og tannlækna. Þjónusta þeirra kostar aðeins brot af því sem hún kostar í Noregi og á Íslandi. Tek sem dæmi um tannviðgerð. Kona lét rótfylla og byggja upp jaxl og gera við framtennur. Tilboðið frá norska tannlækninum var upp á 77 000 ísl.kr. Þessi viðgerð kostaði 17 600 í Eistlandi eða ca 23% af norska verðinu.

Hákon Haraldson bóndi og prins

Posted June 24, 2007 by gudni
Categories: Almennt

Hákon prins og Mette Marit kona hans búa stórbúi á Skaugum setrinu við Asker. Alla vega ef miðað er við hvaða bændur það eru sem fá mest úthlutað af styrkjum til landbúnaðarframleiðslu. Þar eru þau nr 220 í röðinni af þeim sem mest fá. Fyrir árið 2006 fengu þau 557.321 nkr. Í styrk til að halda framleiðslunni gangandi.

Á Skaugum framleiða þau bæði hafra og bygg auk hveitis. Einhvern slatta af beljum eru þau með í fjósinu því mjólkurframleiðslan var 219.508 lítrar á síðasta ári. Annars telur búpeningurinn á Skaugum allur um 130 hausa og þar sem prinsinn er oft tímabundinn við önnur störf þarf hann örugglega á einhverju vinnufólki að halda svo það er sjálfsagt eðlilegt að hann þurfi á styrknum að halda til að halda búskapnum gangandi.

En það gæti örugglega verið gaman fyrir unga stráka að komast í sveit hjá Hákoni og Mettu Marit.

Þá eru bæði fyrrverandi og núverandi landbúnaðarráðherrar meðal styrkþega. Sá fyrrverandi Lars Sponheim fékk eitthvert lítilræði en hann er nú bara með 100 rollur á fóðrum auk nokkurra íslenskra hesta. En núverandi ráðherra rekur myndarbú með konu sinni í grennd við bæinn Skien í Þelamerkurfylki. Þar stundar hann búskap með bæði fé á fæti og skógarhögg. Til að liðka fyrir rekstri búsins fær hann nú 294.670 nkr í styrk sem hann veitir sjálfur.

Át þumalfingurinn eftir slagsmál

Posted April 11, 2007 by gudni
Categories: Almennt

Eftir mikil veisluhöld lenti tveim mönnum á þrítugs aldri all hastalega saman svo úr varð blóðugur bardagi. Sá yngri, sem var 23 ára, hefur sennilega mátt sín eitthvað minna enn sá eldri sem var 24 ára því hann beit af mótherja sínum þumalfingurinn. Við það æstist sá eldri allur upp og kíldi úr þeim yngri flestar tennurnar áður en yfir lauk.

Að sjálfsögðu var lögreglan kölluð til og flutti hún áflogahundana á næsta sjúkrahús. En áður en þangað var haldið var leitað logandi ljósi af þumalfingri þess eldri sem ekki fannst. Þar með var öll von læknanna úti um að geta grætt stubbinn við það sem eftir var af höndinni.

En hvað varð þá um fingurinn. Jú. Sá yngri át hann. Tvær tilgátur eru um af hverju fingurinn hafnaði í maga unga mannsins. Önnur er sú að hungrið hafi rekið hann til éta fingurinn. Hin er sú að sá eldri hafi einfaldlega gefið þeim yngri svo hressilega á kjaftinn að hafi ekki náð að hrækja út úr sér puttanum áður en höggið hitti hann. Sé sú tilgáta rétt má með sanni segja að sá eldri hafi hreinlega geirneglt sinn eigin þumalfingur ofan í andstæðing sinn.

Fá sér drátt á teinunum

Posted March 30, 2007 by gudni
Categories: Almennt

Verdal er byggðarlag í Norður Þrændarlögum sem þekktur er fyrir marga lottó-milljónamæringa. En nú hafa þeir unnið sér fleira til frægðar en að vinna lottóinu. Veisluhöld íbúanna eru nefninlega farin að vekja verulega athygli. Sérstaklega hjá starfsfólki járnbrautanna. Svo sagði í svæðissjónvarp NRK í fylkinu.

Þannig er nefninlega mál með vexti að nú er það í tísku hjá Verdælingum, er þeir slá upp veislum, að drífa sig út og njóta ásta á járnbrautarteinunum. Og þeir eru ekkert að fara í felur með athafnir sínar á teinunum því þegar þeir halda almennileg partý láta þeir setja auglýsingu upp í kaffstofu lestarstjóranna í Þrándheimi þar sem þeir vara þá við fólki sem kynni að eðla sig á teinunum þegar lestin á leið hjá. Auglýsingin hljóðar svo; “Veilsa í Verdal. Akið varlega.”

Reyndar vill bæjarstjórinn í Verdal ekki kannast við þetta athæfi bæjarbúa en Arvid Bårdstu, hjá járnbrautunum, segir að lestarstjórarnir séu með hjartað í hálsinum þegar þeir eigi leið um Verdal um helgar.

Bårdstu segir að athæfi íbúanna í bænum geti leitt til hörmulegra slysa og það sé ekki bara að fólk sé að eðla sig á teinunum heldur beri bæjarbúar litla virðingu fyrir öryggishliðunum við teinana. Fólk vaði yfir þó bæði hliðið sé lokað og rauðaljósið blasi við vegfarendum. “Jafnvel ömmur með smábörn í vögnum æða yfir teinana þó lestin sé á næsta leiti.”

Kanski sannast hér hið fornkveðna að margur verður af aurum api.

Einfalt að skera þig í búta..

Posted March 2, 2007 by gudni
Categories: Almennt

“Foreldrar mínir sögðu það hreint út að það væri einfalt að skera mig í búta og bjarga þar með æru ættarinnar ef ég neitaði að giftast ættingja, frá Pakistan, sem þeir vildu að ég giftist”.

Svo segir 18 ára gömul stúlka frá Pakistan sem neitaði að samþykkja ráðahag foreldra sinna. Stúlkan kærði “að sjálfsögðu” foreldra sína til lögreglunnar og braut þar með allar brýr sem tengja hana og fjölskylduna að baki sér. Hún er réttdræp, í augum föður og bræðra, hvar sem til hennar næst Nú hefur lögreglan í Ósló gert foreldrunum að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá dóttur sinni þar sem líf hennar sé í hættu umgangist þau stúlkuna.

Muslimskar smástelpur umskornar

Posted February 16, 2007 by gudni
Categories: Almennt

20051004-088_jpg_685011h.jpg
Tvær glaðar frá Sómalíu

Fyrir nokkrum árum síðan afhjúpaði TV2 í Noregi hvernig muslimskar smástelpur voru fluttar úr landi og umskornar í upprunalöndum sínum. Þetta átti sér einkum stað með stúlkur frá Sómalíu og Eþíjópíu.

Umskurður á stúlkubörnum er algerlega bannaður í Noregi enda tala Norðmenn um að kynfæri stúlknanna séu limlest með umskurði. Og limlestingar eru náttútlega bannaðar í konungsríkinu sem og í lýðveldi Ólafs Ragnars.

Tilgangurinn með umskurðinum er sá að eyðileggja kynnautn konunnar þegar hún kemst á giftingaraldurinn sem er öllu lægri hjá þessum stúlkum en hjá þeim íslensku eða norsku. Þar með var líka búið að lækka áhættuna á að konurnar héldu framhjá eiginmönnum sínum og stofnuðu þar með æru ættarinnar í hættu.

Eftir sjónvarpsþættina og umræðuna í kjölfar þeirra gerði ríkistjórnin foreldrum erfiðara fyrir með að láta umskera kornungar dætur sínar. Aðferðin var sú að þegar foreldrar og dætur komu úr heimsókn frá upprunalöndunum tóku kvensjúkdómalæknar á móti þeim á flugvellinum og skoðuðu hvort finna mætti verksummerki á börnunum eftir umskurð. Einnig var þeim gert að koma með börnin reglulega í læknisskoðun þar sem kíkt var á kynfæri þeirra.

En Afríkanarnir eru klókari en margur hyggur. Í stað þess að flytja litlu stúlkurnar, gjarnan á öðru til ellefta ári, til Eþjópíu eða Sómalíu flytja þeir umskurðarlæknanna til Noregs. Til eru farand-umskurðarlæknar sem þvælast mikið um Danmörku og t.d Frakkland og umskera börnin.

Finn Abrahamsen, yfirlögregluþjónni í Ósló, staðfesti við Dagsavisen að lögreglan hefði fengið nokkrar ábendingar um þessa ólöglegu starfsemi. Hann sagði að nú þegar væri lögreglan byrjuð að rannsaka tvö mál þar sem grunur leikur á að foreldrar hafi látið umskera dætur sínar inni á heimilum sínum.

Abrahamsen segir að mjög erfitt geti reynst að rannsaka svona mál m.a. vegna þess hve sómölsku og eþíjópísku samfélögin eru lokuð utanaðkomandi.
166387960_94a863a6ee.jpg
Grænmetisbúiðn góða
Get sem dæmi um lokað sómalskt samfélag nefnt að við hliðina á skólanum mínum er sómölsk moska í kjallara við Þrándheimsveginn. Tvisvar hef ég verið að taka myndir fyrir utan moskuna, af svokallaðri innflytjendabúð. Það eru nefnilega svo litríkar og fallegar grænmetisútstillingarnar þeirra á gangstéttinni. Í bæði skiptin hafa sómalir komið og hótað mér barsmíðum hætti ég ekki myndatökunni. Í seinna skiptið kom sjálfur imamen og hótaði að kæra mig til lögreglunnar. Þá kom ég með krók á móti bragði. Veifaði gömlu blaðamannaskírteini frá Degi-Tómanum framan í æðstaprestinn og sagðist vera lögregluljósmyndari. Ég gæti því sjálfur tekið á móti kærunni og komið henni áleiðis fyrir hann. Karl ræfillinn hvarf þegar á braut og ég hef ekki séð hann síðan. Ég hef heldur ekkert verið að hrekkja þá með myndavélina fyrir framan moskuna.