Nú falla öll vötn til stærðfræðistofunnar

Rannsóknir á norskum grunnskólum hafa leitt í ljós að stærðfræðikunnátta nemenda við lok grunnskóla er með því lakasta sem þekkist á byggðu bóli í Norður Evrópu. Þegar stjórrnmálamenn áttuðu sig á þessari leiðu staðreynd gripu þeir til þess ráðs að lokka kennaranema til að taka sér m.a. stærðfræði sem valfag. Þetta hefur tekist með þeim ágætum að nú leggja rúmlea 500 kennaranemar stund á sérmenntun í stærðfræðikennslu.

Hver ætli ástæðan sé fyrir þessari kúvendingu í vinsældum stærðfræðinnar meðal kennaranema í Noregi. Jú. Hún er einföld. Stærðfræðikennurum var nefninlega lofað hærri launum af Bondevik stjórninni. Þar fyrir utan hafa þeir meiri möguleika á vel launuðum störfum utan kennslustofunnar en kennarar með t.d. grasafræði sem valfag. Buddan segir jú sitt þegar línurnar eru lagðar fyrir farsælli framtíð

Explore posts in the same categories: Sögur úr skólanum

2 Comments on “Nú falla öll vötn til stærðfræðistofunnar”

  1. Bryndís Jóna Says:

    Hæ Dunni minn!

    Mamma var að segja mér frá síðunni þinni. Hún er komin í favorites hjá okkur hérna í Gautaborg :0) Svona við fyrstu sýn er margt hér sem gaman er að lesa, enda ekki við neinu öðru að búast af orðheppnum manni með skoðanir á hlutunum!

  2. gudni Says:

    Takk fyrir hugguleg orð í minn garð. Geri að sjáflsögðu allt sem ég get til að glepja vini mína. Hlakka til að hitta ykkur Þegar sól hækkar á lofti og boltinn sprettur um iðagrænan Gamla Ullevi.

    Sérstakar kveðjur fær Davíð Snær vinnumaður og vinur minn.


Leave a comment