Vetrarfrí

Vetur í Nannestad 6.JPG
Vetrarfrí. Hvað getur kennari óskað sér sem toppar það. Náttúrulega ekki neitt. Laus við krakkagrislingana og geta bara dundað sér við að lesa, horfa út um gluggan og njóta veðurblíðunnar. Loksins er hann hættur að snjóa. Í bili allavega. Brostinn á með sól og blíðu og nú sér maður fjölda manna skríðandi upp á þak með skóflu og forða því að þökin hrynji undan snjóþunganum. Þess má geta að hér á Stór-Gjerdrum svæðinu er næst mesti snjór síðan mælingar hófust. Rúmlega 60 cm jafnfallinn snjór.

Ég nenni ekki með rekuna upp á þak. Þess í stað sit ég með æfisögu hljómsveitarinnar The Kinks. Fróðleg lesning það. Vissi svo sem að hljómsveitin var ekki nein KFUM stúka en að illindin hafi verið jafn öflug innan bandsins og bókin segir kemur mér á óvart. Þeir gátu ekki ferðast á milli tónleika í sama farartæki bræðurnir Davis.

Nóg um það. En mikið vildi ég að starfsbræður mínir og systur á Íslandi gætu notið þess að fá bæði haustfrí og vetrarfrí eins og við hérna í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og sjálfsagt allsstaðar meðal siðmenntaðra þjóða.

Megi Þorgerður fá viturn og snúa sér að því sem henni hefur verið trúað fyrir. Að hugsa um velferð nemenda og kennara á Íslandi.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

6 Comments on “Vetrarfrí”

 1. Guðrún Halldórsdóttir Says:

  Sæll Guðni
  Rakst á þessa síðu fyrir tilviljun og langaði til að heilsa upp á gamlan kennara. Núna er ég kennari líka en ekki samt í vetrarfríi, er að kenna 6 ára gríslingum og hef bara nokkuð gaman af. Hann Glæðir gamli lifir góðu lífi í sveitinni en er lítið notaður nú til dags. En nú þegar eldri drengurinn minn er að komast á aldur til að hottast á baki verður hann jafnvel kallaður heim úr sveitinni enda er hann tilvalinn í það.
  Kær kveðja úr firðinum

 2. gudni Says:

  Heil og sæl elsku kerlingin. Mikið er gaman að heyra frá þér. Var reyndar búinn að heyra að þú værir viðloðandi kennsluna. Manni hefur þá ekki alveg tekist að brennimerkja þig og flæma frá skólanum. Annars hef ég margreynt að hætta að kenna en sæki svo alltaf í það aftur. Það er eitthvað skemmtilegt við þetta.

  Ég var einmitt að hugsa um hann Glæði þinn um daginn og pæla í hvort hann væri ennþá til. Datt hann í hug þegar ég var að skoða myndir af Ringo blessuðum. Ég sé alltaf eftir hestunum. Sakna þess mikið að geta ekki skroppið á bak og dundað mér í hesthúsinu. Glæðir verður örugglega fínn fyrir börnin þín. Þetta var úrvalsgóður unglingahestur. Passlega viljugur, fínn töltari og létt að umgangast.

  Bið að heilsa fólkinu þínu vinkona
  Hafðu það alltaf sem best.

  Kveðja
  Dunni

 3. Guðmunda Helgadóttir Says:

  Hæ hæ Dunni og Inga.

  Maggi kom hróðugur heim með niðurskrifaða skóðina af heimasíðunni þinni og vildi að ég skoðaði hana ,hafði heyrt í þér í útvarpinu hjá Valtý Birni.
  Eitthvað hafði hann nú ekki alveg tekið rétt eftir en eftir margar tilraunir rann ég á réttu slóðina :o) þetta hefst allt með þolinmæðinni .
  Það verður gaman að geta kíkt við öðru hverju og skoða hvað þér dettur skemmtilegt í hug að skrifa um :o)
  Allt bara gott að frétta af okkur er ekki bara það sama hjá ykkur fyrir utan snjóinn …..Bið að heilsa Ingu og þér að sjálfsögðu líka
  Kveðja Guðmunda og Maggi

 4. gudni Says:

  Takk fyrir góar kveðjur úr Keflavík. Við höfum það fínt hérna í snjóskaflinum. Hlökkum til vorsins. Verðum eiginlega að hittast í Gautaborg í sumar.
  Hafið það alltaf sem best.
  Dunni og Inga

 5. Björn J Says:

  Haust- og/eða vetrarfrí hefur verið til staðar óralengi í íslenskum skólum en lengst af gekk það undir heitinu verkfall. KR-ingurinn á heimilinu, Nonni (7), er í Melaskóla og þar var í vetur þriggja daga vetrarfrí í upphafi nóvember sem varð að góðu vikufríi fjölskyldunnar í bústað austur í sveitum með því að skólinn plantaði foreldra- og skipulagsdegi í aðdraganda frísins. Þetta jafnaðist þó ekki á við verkfallið góða í hitteðfyrra…

 6. gudni Says:

  Var búinn að steingleyma hefðbundnu vetrarfríunum í íslensku skólunum. Þau geta staðið í allt að mánueða lengur ef ég man rétt.
  Hef alltaf vitað að þu hefur góðan dreng að geyma og pottþéttur uppalandi. En það kemur mér mikið skemmtilega á óvart að þú fóstrir KR-ing undir þínu þaki. Gleðst innilega fyrir hönd fæðingarfélags mín.
  Bið mikið vel að heilsa í bæinn og sérstakar kveðjur til Nonna KR-ings.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: