Barnið Fæddist Í Finnlandi

Norsku möppudýrin láta ekki að sér hæða. Norsk hjón, þar sem konan var ófrísk, brugðu sér til Finnlands í vor. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að á ferðalaginu varð konan léttari. Nákvæmlega eins og María sáluga frá Nasaret sem fæddi barnið á ferðalaginu í Betlehem. Sú norska fæddi 5 vikum fyrir tíman en ekki er neitt dokument til um það hvort eins var ástatt með Maríu.

En þegar norsku hjónin komu heim með barnið sitt lentu þau í vandræðum. Barnið var ekki í neinu vegabréfi. Það fannst engin stafur um það í norska kerfinu og því átti ekki að hleypa því inn í landið þrátt fyrir að foreldrarnir væru með pappíra í höndunum frá sjúkrahúsinu í Åbu um að móðirin hefði fætt barnið þar fyrir tíman.

Að lokum var þeim hleypt inn í Noreg og komust til síns heima í Troms fylki. Auðvitað glöddust þau yfir að vera komin heim með barnið og afar og ömmur, frændar og frænkur þustu að heimili hjónanna til að líta blessað barnið augum og fagna fæðingunni.

Foreldrarnir hugsuðu gott til glóðarinnar og ætluðu að láta skíra blessað barnið fljótlega eftir heimkomuna. Það reyndist þrautin þyngri. Þetta blessað barn var ekki tilí Noregi og því ekki hægt að skíra það og taka það inn í hinn kristna söfnuð.

Nú hófst sannkölluð píslarganga milli stofnana til að fá barnið á þjóðskrá í konungsríkinu. Í þrjá mánuði röltu foreldrarnir frá einni stofnuninni til annarrar til að reyna að fá barnið viðurkennt sem norskan ríkisborgara svo hægt væri að skira það. Einn vísaði á annan og engin tók ábyrgð og þaðan af síður hjálpaði foreldrunum.

Það var ekki fyrr en fylkismaðurinn í Troms og fyrrum sjávarútvegsráðherra, Sveinn Lúðvíksson, fékk vita um málið að eitthvað gerðist. Han skammaði mömmudýrin og sagð að það minnsta sem þau ættu að gera væri að beita þeirri skynsemi sem guð hafi gefið þeim til að leysa svona málí stað þess að þvæla fólki á milli stofnanna sem ekkert vilja aðhafast.

Svenni lét ekki orðin tóm standa heldur tók málið í sínar hendur og nú hlakka foreldrarnir til þess að láta skíra litla barnið sitt þann 2. desember nk. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju.

Þessi stutta saga er dæmigerð fyrir norsk skrifræði og hræðslu embættismanna við að axla ábyrgð.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Fjölmiðlar

4 Comments on “Barnið Fæddist Í Finnlandi”

 1. JóhannaH Says:

  Bíddu bíddu -hvað með norræna samvinnu og samstarf? Er ekki Finnlands með í pakkanum? Annars gleðilegt ár og takk fyrir frábæra pistla í útvarpinu.

 2. JóhannaH Says:

  Meina auðvitað Finnland (úps)

 3. gudni Says:

  Þakka þér fyrir Jóhanna. Allataf notalegt að heyra eitthvað jákvætt.

 4. Guðný Anna Says:

  Þetta er lærdómsrík og tragíkómísk saga.
  Fylgist mér þér, kall minn, þó ég kommenteri sjaldan.
  Allra bestu kveðjur til þín & þinna!


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: