Heilsði löggunni að sjómanna sið

Frammámaður í norska Framfaraflokknum var ekki allskostar ánægður með framgang lögreglunnar í heimabæ sínum, Egersund; í Rogalandsfylki.

Þannig var að stjórnmálamaðurinn, Henning Haaland, var úti að borða með vinafólki sínu. Eitthvað hafði mannskapurinn drukkið af söngvatni og var því vel við skál. Á leiðinni heim þurfti vinur þingmannsins að míga og framkvæmdi þá athöfn við næsta húshorn. En sá var óheppinn. Til hans sást og kjaftað var í lögguna því svona tilburðir eru algerlega bannaðir í konungsríkinu.

Löggan kom og ræddi við manninn. En þegar hann vildi ekki gefa upp nafan sitt var hann færður á lögreglustöðina. En löggan vildi ekki hafa hann lengi undir sínum höndum og ók honum til baka til konunnar og stjórnmálamannsins.
Þegar lögreglubíllinn stöðvaðist og vinurinn steig út rauk Henning frp maður að bílnum, lauk upp bílstjórahurðinni, dró út lögreglumanninn og barði hann til óbóta.

Það eru því fleiri þingmenn en Vetmanneyjagoðinn sem kunna þá list að heilsa að sjómanna sið.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

4 Comments on “Heilsði löggunni að sjómanna sið”


  1. Já sem betur fer eru það fleiri en Eyjagoðinn.Hvað er títt ,ertu alveg hættur að gleðja okkur pistlum og sögum hjá Gesti Einari????????Vonandi ekki.Hafið það sem best.Kveðjur

  2. GAA Says:

    Hahahahaha, þessi var góður.
    Góðar kveðjur af bryggju til Noregs!


  3. Rekst hér á blogg hjá Dunna mínum. Gömul færsla en ég varðæstum eins glaður og ef ég hefði hitt hann í eigin persónu. Myndi samt andskotann ekki leyfa honum að bíta í eyrað á mér núna.

  4. Halldór Jóhannsson Says:

    Blessaður.Gaman að heyra í þér hjá Gesti Einari í gær.Vil óska þér og þínum gleðilegra jóla og góðs gengis á komandi ári.Kærleikskveðjur.Halldór


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: