Át þumalfingurinn eftir slagsmál

Eftir mikil veisluhöld lenti tveim mönnum á þrítugs aldri all hastalega saman svo úr varð blóðugur bardagi. Sá yngri, sem var 23 ára, hefur sennilega mátt sín eitthvað minna enn sá eldri sem var 24 ára því hann beit af mótherja sínum þumalfingurinn. Við það æstist sá eldri allur upp og kíldi úr þeim yngri flestar tennurnar áður en yfir lauk.

Að sjálfsögðu var lögreglan kölluð til og flutti hún áflogahundana á næsta sjúkrahús. En áður en þangað var haldið var leitað logandi ljósi af þumalfingri þess eldri sem ekki fannst. Þar með var öll von læknanna úti um að geta grætt stubbinn við það sem eftir var af höndinni.

En hvað varð þá um fingurinn. Jú. Sá yngri át hann. Tvær tilgátur eru um af hverju fingurinn hafnaði í maga unga mannsins. Önnur er sú að hungrið hafi rekið hann til éta fingurinn. Hin er sú að sá eldri hafi einfaldlega gefið þeim yngri svo hressilega á kjaftinn að hafi ekki náð að hrækja út úr sér puttanum áður en höggið hitti hann. Sé sú tilgáta rétt má með sanni segja að sá eldri hafi hreinlega geirneglt sinn eigin þumalfingur ofan í andstæðing sinn.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

2 Comments on “Át þumalfingurinn eftir slagsmál”

  1. GAA Says:

    Ég segi nú eins og áður: Þessir Norðmenn….
    Ég vona bara að maðurinn hafi verið búinn að skafa rækilega undan nöglunum…

  2. GAA Says:

    Og nú er það ólykt í Bergen? Og varnarsamningur við Ísland? Erum við stödd í absúrd senu í Fellinimynd?


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: