Fá sér drátt á teinunum

Verdal er byggðarlag í Norður Þrændarlögum sem þekktur er fyrir marga lottó-milljónamæringa. En nú hafa þeir unnið sér fleira til frægðar en að vinna lottóinu. Veisluhöld íbúanna eru nefninlega farin að vekja verulega athygli. Sérstaklega hjá starfsfólki járnbrautanna. Svo sagði í svæðissjónvarp NRK í fylkinu.

Þannig er nefninlega mál með vexti að nú er það í tísku hjá Verdælingum, er þeir slá upp veislum, að drífa sig út og njóta ásta á járnbrautarteinunum. Og þeir eru ekkert að fara í felur með athafnir sínar á teinunum því þegar þeir halda almennileg partý láta þeir setja auglýsingu upp í kaffstofu lestarstjóranna í Þrándheimi þar sem þeir vara þá við fólki sem kynni að eðla sig á teinunum þegar lestin á leið hjá. Auglýsingin hljóðar svo; “Veilsa í Verdal. Akið varlega.”

Reyndar vill bæjarstjórinn í Verdal ekki kannast við þetta athæfi bæjarbúa en Arvid Bårdstu, hjá járnbrautunum, segir að lestarstjórarnir séu með hjartað í hálsinum þegar þeir eigi leið um Verdal um helgar.

Bårdstu segir að athæfi íbúanna í bænum geti leitt til hörmulegra slysa og það sé ekki bara að fólk sé að eðla sig á teinunum heldur beri bæjarbúar litla virðingu fyrir öryggishliðunum við teinana. Fólk vaði yfir þó bæði hliðið sé lokað og rauðaljósið blasi við vegfarendum. “Jafnvel ömmur með smábörn í vögnum æða yfir teinana þó lestin sé á næsta leiti.”

Kanski sannast hér hið fornkveðna að margur verður af aurum api.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

4 Comments on “Fá sér drátt á teinunum”


 1. Sæll

  Alltaf gaman að lesa vefinn þinn, lít hér reglulega. Ég er ættaður frá Eskifirði. Mamma mín er Vilborg Friðriksdóttir. Þarf sennilega ekkert að rekja það frekar. Alltaf gaman að fara austur og upplifa lífið þar. Alltaf þótt mjög vænt um Eskifjörð, þó ég hafi reyndar aldrei búið þar. En viss hluti hjartans er þaðan.

  bestu kveðjur
  Stefán Friðrik

 2. Lára Says:

  Ég er ekki frá því að af aurum verður margur api, og af völdum líka.

 3. GAA Says:

  Þessir Norðmenn…..

 4. Matthías Says:

  Hæ, félagi.
  Það er eins gott að fara ekki út af sporinu í Verdal. Eitthvað hafa þeir eðlu menn misskilið orðið dráttarvagn!


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: