Muslimskar smástelpur umskornar

20051004-088_jpg_685011h.jpg
Tvær glaðar frá Sómalíu

Fyrir nokkrum árum síðan afhjúpaði TV2 í Noregi hvernig muslimskar smástelpur voru fluttar úr landi og umskornar í upprunalöndum sínum. Þetta átti sér einkum stað með stúlkur frá Sómalíu og Eþíjópíu.

Umskurður á stúlkubörnum er algerlega bannaður í Noregi enda tala Norðmenn um að kynfæri stúlknanna séu limlest með umskurði. Og limlestingar eru náttútlega bannaðar í konungsríkinu sem og í lýðveldi Ólafs Ragnars.

Tilgangurinn með umskurðinum er sá að eyðileggja kynnautn konunnar þegar hún kemst á giftingaraldurinn sem er öllu lægri hjá þessum stúlkum en hjá þeim íslensku eða norsku. Þar með var líka búið að lækka áhættuna á að konurnar héldu framhjá eiginmönnum sínum og stofnuðu þar með æru ættarinnar í hættu.

Eftir sjónvarpsþættina og umræðuna í kjölfar þeirra gerði ríkistjórnin foreldrum erfiðara fyrir með að láta umskera kornungar dætur sínar. Aðferðin var sú að þegar foreldrar og dætur komu úr heimsókn frá upprunalöndunum tóku kvensjúkdómalæknar á móti þeim á flugvellinum og skoðuðu hvort finna mætti verksummerki á börnunum eftir umskurð. Einnig var þeim gert að koma með börnin reglulega í læknisskoðun þar sem kíkt var á kynfæri þeirra.

En Afríkanarnir eru klókari en margur hyggur. Í stað þess að flytja litlu stúlkurnar, gjarnan á öðru til ellefta ári, til Eþjópíu eða Sómalíu flytja þeir umskurðarlæknanna til Noregs. Til eru farand-umskurðarlæknar sem þvælast mikið um Danmörku og t.d Frakkland og umskera börnin.

Finn Abrahamsen, yfirlögregluþjónni í Ósló, staðfesti við Dagsavisen að lögreglan hefði fengið nokkrar ábendingar um þessa ólöglegu starfsemi. Hann sagði að nú þegar væri lögreglan byrjuð að rannsaka tvö mál þar sem grunur leikur á að foreldrar hafi látið umskera dætur sínar inni á heimilum sínum.

Abrahamsen segir að mjög erfitt geti reynst að rannsaka svona mál m.a. vegna þess hve sómölsku og eþíjópísku samfélögin eru lokuð utanaðkomandi.
166387960_94a863a6ee.jpg
Grænmetisbúiðn góða
Get sem dæmi um lokað sómalskt samfélag nefnt að við hliðina á skólanum mínum er sómölsk moska í kjallara við Þrándheimsveginn. Tvisvar hef ég verið að taka myndir fyrir utan moskuna, af svokallaðri innflytjendabúð. Það eru nefnilega svo litríkar og fallegar grænmetisútstillingarnar þeirra á gangstéttinni. Í bæði skiptin hafa sómalir komið og hótað mér barsmíðum hætti ég ekki myndatökunni. Í seinna skiptið kom sjálfur imamen og hótaði að kæra mig til lögreglunnar. Þá kom ég með krók á móti bragði. Veifaði gömlu blaðamannaskírteini frá Degi-Tómanum framan í æðstaprestinn og sagðist vera lögregluljósmyndari. Ég gæti því sjálfur tekið á móti kærunni og komið henni áleiðis fyrir hann. Karl ræfillinn hvarf þegar á braut og ég hef ekki séð hann síðan. Ég hef heldur ekkert verið að hrekkja þá með myndavélina fyrir framan moskuna.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

4 Comments on “Muslimskar smástelpur umskornar”

 1. Matti Says:

  Gott hjá þér, “Call his bluff” eins og tjallinn segir. Þetta fólk er reyndar örugglega orðið alveg hrikalega hvekkt á áreiti utanaðkomandi. Vandinn er bara að sá að menn líta oft á alla viðleitni til samskipta sem áreiti.

 2. Matti Says:

  ES Kannski halda þeir að þú sért frá skattinum 🙂

 3. GAA Says:

  Þessi umskurðarmál eru mikið umhugsunarefni og algerlega óviðsættanleg og hryllileg.
  Gott hjá þér að munda og muna passann. Myndin af ávaxtakössunum er æðisleg.
  Langar að heyra frá þér söguna af Ragnari og Hauki læstum inní bókasafni BUE uppúr miðri síðustu öld.
  Allra bestu kveðjur til Noregs frá Bryggjuhverfinu.

 4. Lára Says:

  Sæll Dunni.
  Ég datt inn á bloggið þitt fyrir nokkru og um leið og ég las eina sögu frá þér úr skólanum fannst mér ég verða 8 eða 9 ára aftur, í Grindavík, þar sem maður komst ekki upp með neitt múður. Hentaði mér reyndar mjög vel þar sem ég var svo ofsalega samviskusamt barn. Þú varst, og ert sennilega ennþá besti kennarinn í bænum…
  Kær kveðja,
  Lára (tveggja barna móðir í Hlíðunum).


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: