Í LEIGUBÍL MEÐ FÓSTUR Í PLASTPOKA

Þetta er engin lýgi. Þessi atburður átti sér stað á síðasta ári éftir að kona nokkur fékk bráðafóstureyðingu á Læknavaktinni í Ósló. Þegar fóstureyðingunni var lokið þurfti konan frekari meðhöndlun á sjúkrahúsi. Henni var sagt að taka leigubíl upp á Ullevål sjúkrahús þar sem tekið yrði á móti henni.

En konan fór ekki einsömul því fóstrið var sett í plastpoka og hún látin taka það með sér á sjúkrahúsið.

Blæðandi gekk konan í gegnum móttöku Læknavaktarinnar með veski sitt og plastpokann í höndunum. Hún tók leigubíl sem ók henni til Ullevål. Er þangað kom var konan orðin alblóðug, m.a. kápan orðin gegnblaut af blóði auk þess em blóð hafði lekið niður í skó hennar. Ekki þarf að spyrja um hvernig aftursætið í leigubílnum leit út. Sá hefur varla farið fleiri ferðir þessa nóttina.

En þrautaganga konunnar var ekki á enda þótt hún væri komin á sjúkrahúsið. Þar beið enginn læknir eins og henni hafði verið sagt á læknavaktinni. Hún þurfti því að bíða þar, sárkvalin, í lengri tíma áður en læknar komu henni til hjálpar. Hún sagði að sér hefði fundist hún vera á senu í leikhúsi þar sem allra augu á biðstofunni beindust að henni og sér hafi þótt þetta verulega niðurlægjandi aðstaða sem hún var í á biðsðtofunni á Ullevål.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

One Comment on “Í LEIGUBÍL MEÐ FÓSTUR Í PLASTPOKA”

  1. GAA Says:

    skrifað 7. febrúar 2007:
    Til hamingju með afmælið, elsku gamli, góði vinur!
    Eigðu góðan dag!


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: