Við liggjum í baðherberginu. Hringdu á lögregluna og í BP.

Svona hljóðaði miðinn á borðinu sem beið heimilishjálparinnar þegar hún mætti á heimili eitt í Stavanger til að skúra gólfin.

Konan, hélt að skilaboðin á miðanum væru bara grín en fór samt beint inn á baðið. Þar blasti hryllingurinn við henni. Fjögurra manna fjölskyldan lá steindauð á gólfinu. Konan hringdi í lögregluna eins og skilaboðin kváðu á um.

fire_d_de_trippeldr_509014s.jpg
Lík borið út úr húsinu í Stavanger
Mynd AP

Rannsókn hófst á vettvangi um leið og laganna verðir mættu á staðinn. Í ljós kom að fjölskydan hafði verið drepin en hekki hvernig eða hver hafi framið ódæðið. Ekki vildu þeir heldur upplýsa hvort eitthvað meira sem stóð á miðanum en hvissast hafði út, þ.e. meiri upplýsingar en bara um dvalarstað líkanna.

En í gær komu meiri upplýsingar. Það voru semsagt hjón og tvö börn þeirra, átta ára drengur og 12 ára stúlka, sem lágu í valnum. Talið er að faðirinj hafi kæft konuna og börnin áður en hann kæfði sjálfan sig.

En hver er svo ástæðan fyrir að svona hörmungar atburðir eiga sér stað?
Í þessu tilfelli er það að öllum líkindum vinnuálag og stress sem því fylgir. Maðurinn, sem var verkefnisstjóri hjá BP olíufélaginu í Stavanger, hafði tjáð yfirmanni sínum um að verkefni sem hann vann að myndi seinka um einhverjar vikur eða mánuði. Hann mun hafa sagt yfirmanninum hvernig sér leið og hvað hann hygðist fyrir en sá tók skilaboðin sem hvert annað grín. Enda starfsmaðurinn hinn hæfasti og besti og skemmtilegasti drengur. Það hefði hann betur ekki gert. Þá hefði, hugsanlega, þessi fjögurra manna fjölskylda enn verið á meðal vor.

Þetta er þriðja fjölskyldumorðið í Noregi á nokkrum árum. Ekki eru nema ca tvö á síðan svipaður atburður átti sér stað í Heiðmörku, nálægt Kóngsvinger. Þá drap maður einn fjölskyldu sína með vélbyssu sem hann hafði undir höndum sem liðsmaður í Heimavarnarliðinu. Þá átti svipaður atburður sér stað í norður Noregi fyrir nokkrum árum. Þá drap maður þar alla fjölskyldu sína nema eina dóttur sem ekki var heima þegar æðið rann á föðurinn. Dóttirin sem enn er á lífi rifjaði þann hörmungar atburð í sjónvarpi í gær. Þar sagðist hún aldrei hefði getað ímyndað sér að nokkuð slíkt ætti eftir að henda papbba sinn eða fjölsslylduna. “Pabbi var mjög léttur í lundu, gekk vel í starfi og við höfðum það á alla lund mjög gott. Þetta var öllum óskiljanlegt og sýnir best að við vitum aldrei hvernig meðbærðrum okkar og systrum líður inni í sér”.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

One Comment on “Við liggjum í baðherberginu. Hringdu á lögregluna og í BP.”

  1. Matti Says:

    Það er alveg óhugnanlegt hvernig fólki er leyft að láta streitu, áhyggjur og örvæntingu ná tökum á sér á vinnustað. Öll ummerki um vandann eru hunsuð og ef harmleikur verður standa menn bara og gapa. S’e fólk veikt fyrir snappar það undir of miklu álagi.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: