Lögga og glæpagengi semji um refsingu

Knut Storberget, dómsmálaráðherra í Noregi, hefur sett fram hugmynd um að þeir sem brjóti lögin geti samið um refsingu sína ef þeir viðurkenni brot sitt um leið og þeir eru handteknir. Þá um leið eiga þeir að geta fengið að vita hve löng fangelsisafplánun þeirra verður eða hversu hárra sekta verður krafist af þeim.

oslo-fengsel.jpg
Afbrotamaður sem kjaftar getur stytt
tímann innan veggja Ósló Fangelsisin

Lögreglu, varnarlögfræðingum og ákæruvaldi líst ljómandi á hugmyndina en dómarar eru afar tortryggnir.

Hugmyndir yfirvalda eru þær að afbrotamanni verði straks við handtöku gerð grein fyrir hver viðurlög við broti hans eru. Hann fær síðsan að vita, að hann viðurkenni brot sitt undanbragðalaust geti hann samið um styttri fangelsisafplánun. Og það sem út úr þeim samningarviðræðum koma á að vera bindandi loforð ákæruvaldisins um að það það aðhafist ekki frekar í málinu.

Með þessum tillögum hyggst dómsmálaráðherrann stytta tímann sem refsiverð brot taki í dómskerfinu og fá niðurstöðu í fleiri dómsmálum en hingað til. Með þessum hætti hagnast bæði afbrotamaðurinn, sem fær styttri dóm og ríkisvaldið sem ekki þarf að punga út jafn miklum peningum í að upplýsa mál og hingað til.

Knut Storberget segir að með þessu móti gangi dómsmál mun hraðar í gegnum dómstólana og stytti auk þess biðlista eftir afplánun. Semsagt. Nái hugmyndir ráðherrans fram geta þær sparað glæpamönnum fengelsistíma og ríkinu peninga. En þær valda dómurum áhyggjum. Sennilega útaf hugsanlegu atvinnuleysi þeirra þegar glæpagengin og löggan hafa samið um refsinguna áður en hún kemur til dómstólanna.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

One Comment on “Lögga og glæpagengi semji um refsingu”

  1. GAA Says:

    Get eiginlega ekki séð neitt annað en jákvætt við þetta. Þarna er flækjustig kerfisins minnkað um einn fjórða og ýtt undir þroskaferli þeirra sem brjóta af sér.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: