Stripp-aerobic er dæmið

nicky2200.jpg
Ekki ónýtt að drottninguna og dæturnar
að iðka á föstudagskvöldi

Stripp aerobic er nýjasta æðið í Noregi og Svíþjóð. Konur fara í stríðum straumi í æfingastöðvarnar og taka á því undir taktfastri tónlist. Og það er engin palla leikfimi sem þær stunda heldur hreinn og klár súludans. Þær eru semsagt að immitera nektardansstúlkurnar vitandi það að þær þurfa að hafa krafta í kögglum og vöðvana í lagi.

Þegar í stúdíóið er komið hefst upphitunin með nokkuð svo hefðbundnum upphitunaræfingum. Síðan er talið í og konurnar fylla salinn með nautnafullum hreyfingum og nota gjarnan stóla eða hverjar aðra sem súlur.

Það eru föstudags kvöldin sem eru vinsælustu tímarnir hjá konunum í stripp-aerobicinu. Og af hverju ætli það sé?

Jú þeim finnst fínt að ljúka vinnuvikunni í æfingasalnum þar sem þær fá púlsinn upp og svitann út í skemmtilegum æfingum sem bæði eru nytsamar og nautnalegar og ekki síst þokkalega djúsí.

Þess má geta að einn av vinsælli æfingastöðvunum er rekinn af kærasta Victoriu Svíaprinsessu. Það er því ekki útilokað að hátignirnar í höllinni hjá Gústa kóngi teygi sig og styrki með súludansæfingum.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

One Comment on “Stripp-aerobic er dæmið”

  1. GAA Says:

    Má ég nú bara biðja um mitt gamaldax sprikkl…..
    Hahahahaha…hvað verður næst? Ætla ekki að stinga uppá neinu.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: