Stólpípa, frítt fæði og ekkert að éta

Það er ekki öll vitleysan eins. Nú er það stólpípuferðir, með Jónínu Ben, til Póllands með fríu fæði fyrir 90 þúsund krónur. Þ. e. fyrir fæði og húsnæði á heilsubælinu. Þá á eftir að koma sér á staðinn og það verða sjúklingarnir, eins og J B kallar þá, að gera sjálfir. Ekkert er innifalið í 90 þúsundunum annað en fæðið og húsnæðið. Ekki einu sinni stólpípan er innifalin. Eftir tveggja vikna meðferð á maður að vera sem ný manneskja. Hressari en aldrei fyrr.

fra-tallinn.JPG
Myndin er frá Tallinn

Það getur svo sem el verið að stólpípan svínvirki á Íslendinga í Póllandi. En ég hélt að þessi meðferð væri að mestu niðurlögð í nútíma lækningum. Það er því engu líkara en verið sé að gabba saklausa borgara til að æða til Póllands og fá þar spúlslöngu, sem þeir hafa ekkert við að gera, upp í afturendann á sér. Og svo borga þeir morð fjár fyrir miðað við pólskt verðlag.

Nú er vita það allir sem ferðast til nroður Póllands að þar er verðalag sérdeilis lágt. Þannig að getur maður búist við reglulegu kónga og nautnalífi fyrir 90 þúsundkallinn. En svo mun alls ekki vera. Alla vega ekki hvað varðar matinn. Það er nefninlega fastað aðra vikuna og hina vikuna eru það grasaréttir sem boðið er upp á. Fyrir 90 þúsund kr. getur maður lifað heilt ár á slíku fæði í norður hluta Póllands.

Verð að segja að ég mæli frekar með norsku dekurfeðunum en stólpípuferðum á pólska heilsubælið með Jónínu Ben. Norsarar fara í flokkum til Eistlands, Lettlands, Póllands og Tékkland til þess að láta dekra við sig. Bæði í mat meðferðum. Þeir fara á spa-staðina og láta nudda sig daglega, fá hand og fótsnyrtingu, herssa upp á öndunarveginn í saltklefunum og á kvöldin setjast menn niður og fá sér góða máltíð með tilheyrandi vínum. Og þennan pakka getur maður fengið fyrir ca 50 þúsund krónur.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

3 Comments on “Stólpípa, frítt fæði og ekkert að éta”

 1. Guðný Anna Says:

  Gæti ekki verið meira sammála þér. Þessar ferðir JB orka mjög tvímælis og ekki traustvekjandi ýmsar staðhæfingar sem forsvígismenn þeirra sér um mann fara. Þetta er örugglega góð tekjulind. Fólk er alltaf að leita að eina rétta svarinu, lokaniðurstöðinni í leitinni að betra lífi og meiri hamingju. Trúgjarnt, stundum örvæntingarfullt fólk verður fórnarlamb slíkra tilboða.
  Líst vel á norsku ferðirnar. Hver sér um þær? Ertu með slóð?
  Allra betu Eskifjarðar-vina-kveðjur!

 2. Þórunn Jóhannsdóttir Says:

  Sæll og blessaður og takk fyrir síðast.
  Já þetta er nú meira stólpípubullið. En frú Jónína er búin að koma fram í kastljósi og dásama þetta af þvílíkum og slíkum sannfæringarkrafti að annað eins þekkist varla.
  Persónulega mundi ég velja norsku ferðirnar, kannske ég bara geri það einhverntímann.
  Bestu kveðjur og kysstu Ingu frá mér!!!

 3. Matti Says:

  Svona meðferð er sannkölluð stólpíp.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: