Vistvæn jarðarför

Stjórn kirkjugarðanna í sænska bænum, Jönköping, vonast til að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á vistvænar greftranir innan fárra ára.
Þannig er nefnilega mál með vexti að með nýrri greftrunartækni munu líkamar hinna látnu brotna niður og verða að “jörðu” á einu ári. Svo segir forstjóri kirkjugarðanna í bænum, Göran Rundqvist.
Þessi nýja tækni felst í því að líkin eru fryst með því að smyrja þau með fljótandi nitrogeni. Það gerir það að verkum að þau verða stökk, eins og pura á steiktu svínslæri, og molnar síðan niður í smá hluta. Þegar það hefur gerst er síðan hægt að tína burt eiturefnin eins og amalgan úr tönnum og kvikasilfur og önnur lítið vistvæn aðskotaefni og koma þeim fyrir á þartil gerðum eyðingastöðvum. Það sem eftir er af líkinu er síðan sett í vistvæna kistu sem grafin er með eðlilegum hætti í kirkjugarðinum.
Þessi aðferð er einnig heppilegri fyrir starfsfólk útfarastofanna þegar brenna á líkin. Það verður nefnilega ekki þörf á að hreinsa ösku úr hinum nýju brennsluofnunum sem teknir verða í notkun verði af þessari þjónustu.
Göran kirkjugarðaforstjóri segir að útfarastofurnar geti skilað af sér sex meðferðum á dag sem er álíka mikið og þær gera í dag þegar lík eru brennd.
Hann segir að hinn nýju brennsluofn sem stefnt er að að kaupa sé einnig vistvænn þar sem hann noti lífrænt eldsneyti.
Það sem stendur á núna til að geta tekið þessa nýju tækni í notkun, er að enn hefur hún ekki verið reynd í parksís. Beðið er eftir leyfi frá ráðuneyti til þess að geta prófað sig áfram. Það stendur nefnilega ekki á líkunum. Nú þegar bíða níu lík í frystinum eftir að fara í gegnum hina lífrænu jarðaför.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

3 Comments on “Vistvæn jarðarför”

 1. Bryndís Jóna Says:

  Hæ Dunni minn!

  Alltaf gaman að koma hingað inn endrum og eins (ég er annars alveg vonlaus blogglesari!), klikkar ekki á áhugaverðu lesefni! Allt gott að frétta af okkur og erum svona að lenda eftir langa Íslandsdvöl. Vonum að þið Inga hafið það sem allra best! Já og gleðilegt nýtt ár!

  Kv.,

  Bryndís

 2. hemmi Says:

  Sæll gamli og gleðilegt ár, gætirðu breytt linknum mínum á síðunni þinni, var að fá mér aðra síðu, blog.central.is/hemmidk

 3. Guðný Anna Says:

  Ja, allt er nú til segi ég bara.
  Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu árin, kæri vin.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: