Varhugavert að treysta á ódýru flugfélögin

Vinir okkar, íslenskir búsettir í Noregi, lögðu land undir fót á dögunum og skruppu í helgarferð til Spánar. Á Alecante svæðið. Ástæða ferðarinnar var ferming ættingja og vinir okkar því glaðir í bragði enda höfðu þau með sér kransakökuna sem prýða átti veisluborðið.

avionryanair.jpg
Betra að fara varlega í að treysta á Rayanair

Allt gekk vel þar til á laugardeginum þegar ferðalagið hófst. Þau voru mætt á tilsettum tíma út á Torp flugvöll við Sandefjord og biðu þess að vera kölluð út í vél. En kallið kom ekki. Alla vega ekki á þeim tíma sem við var búist. Heldur miklu seinna og þá var kallið líka öðruvísi en þau áttu von á. Það var nefninlega seinkun á fluginu því flugvélin gat ekki lent á vellinum vegna þoku . Næsta kall var svo öllu dramatískara. Fluginu var aflýst frá Torp og ákveðið að aka hópnum með rútu til Gardermóen þar sem hægt var að lenda. (oftar þoka á Gardermoen en Torp!!)

Á meðan áferðalaginu milli Torp og Gardermoen stóð létti þokunni örlítið á Torp og ákveðið að láta vélina lenda þar eftir allt saman. En það gleymdist bara að láta farþegana í rútunni vita. Þegar þau komu upp á Gardermoen var þeim tilkynnt að ekkert Rayanair flug væri þar núna. Þá var haft samband við Torp flugvöll aftur. Og viti menn. Flugvélin var þar tilbúin til flugs með þá farþega sem þar voru ennþá. Og ekki var um það að ræða að bíða eftir að þeir sem voru svo vitlausir að treysta á að flugfélagið sæi þeim þeim fyrir flugi frá Gardermoen eins og þeim hafði verið sagt. Vinir okkar með kransakökuna stóðu því vegalausir á þjóðarflugvelli Norðmanna og fermingarveislan var úr sögunni nema þau keyptu sér farmiða með öðru flugfélagi á áfangastað. Það gerðu þau og áttu nú fjóra miða til Alecante. Tvo með lággjalda flugfélaginu og tvo með SAS sem þau þurftu að borga fullt verð fyrir. Fermingarveislan varð þeim því snökktum dýrari en þau höfðu reiknað með.

Þessi saga er í hnotskurn yfir það sem getur gerst þegar flug er pantað hjá lággjaldaflugfélögunum á netinu. Fá fyrirtæki eru með fleiri kærur á sér hjá norsku neytendasamtökunum en einmitt Rayanair.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

6 Comments on “Varhugavert að treysta á ódýru flugfélögin”

 1. Sigurður Arnarson Says:

  Gleðileg jól, félagi


 2. Bless Guðni.Veistu eitthvað hvernig fótboltamanninum sem lamaðist í fyrra sem líður?
  Sendi þér ,þínum,Eskfirðingum sem og öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

 3. Guðný Anna Says:

  Sendi þér og fjölskyldu þinni bestu kveðjur á jólunum, elsku Dunni!

 4. gudni Says:

  Takk fyrir góðar jólaog nýársóskir.

  Halldór. Hann Dafinn Enerly, knattspyrnukappi í Fredrikstad, er bara hress og kátur. Hann er þó lamaður frá hálsi en ótrúlega seigur samt. Tók meðal annars á móti norksa bikarnum er liðið vann bikarúrslitaleikinn í haust.
  Hann hefur líka látið til sín taka í uræðunni um málefni fatlaðra. Skammaði m.a. stjórn sjúkrahússins sem hann bjó lengst af árinu og fékk í gegn breytingar til batnaðar.

 5. Bjössi Says:

  Takk fyrir síðast félagi!
  Þetta voru óvæntir, en skemmtilegir endurfundir. Ætli Óli sé ekki enn í kæfunni?
  Bestu jóla- og nýárskveðjur til ykkar frá frú Ingibjörgu og mér.


 6. Lastactionseo…

  Vielen Dank für das freischalten des Kommentars….


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: