Blindum neitað um leigubíla

Nú er svo komið að blindir Norðmenn eiga orðið í vandræðum með að fá leigubíla í konungsríkinu ef þeir eru með blindrahund sér til hjálpræðis.

blindrahundur.jpg

Þannig er nefnilega mál með vexti að langflestir leigubílstjórar eru núorðið Pakistanar eða aðrir sem játa islamska trú. Og þar sem hundurinn er óhrein skepna í hugum muslima vilja leigubílstjórarnir ekki hleypa blindum manni og hundi inn í bílana sína þar sem trú þeirra stendur ógn af hundinum ekki síður en svíninu.

Hanne Beate Misund er 43 ára gömul kona og blind frá fæðingu. Hún hefur þjálfaðan blindrahund, af Labradorkyni, sér til hjálpar og þegar hún ætlaði að nýta sér leigubíl í Ósló á dögunum varð hún fyrir heldur óskemmtilegri reynslu. Leigubílstjórnn neitaði að aka henni, af trúarástæðum, þar sem hún hafði hundinn meðferðis. Hún talaði því við þann næsta og sá neitaði líka. Upphófst nú mikið rifrildi milli leigubílstjóranna, sem vissu að þeir voru skyldugir til að aka konunni en enginn þeirra vildi taka hundinn með. Blinda konan varð því að bíða þar til innfæddur Norðmaður dúkkaði upp á leigubíl og ók henni heim.

Norska blindrafélagið segir að sífellt fleiri kvartanir komi nú inn vegna þess að muslimar neiti blindum um far með hundana sína. Sverrir Fuglerud, ráðgjafi Blindrafélagsins, segir að félagið hafi gert könnun þar sem yfir 20 leigubílar óku framhjá blindum farþega án þess að stoppa. Hanne Beate segist líka oft verða fyrir því þegar hún sé á höttunum eftir leigubíl að bílstjórarnir skrúfi upp rúðuna og læsi hurðunum svo hún komist ekki inn í bílinn með hundinn.

Samgönguráðuneytið segir uppátæki muslimana brot á skyldum leigubílstjóra þar sem akstur blindra með hjálparhund sé ein af skyldum þeirra. Wiggo Korsnes hjá Leigubílasambandi Noregs viðurkennir að muslimsku bílstjórarnir taki ekki hundana í bílana vegna trúar sinnar þar sem þeir séu óhrein dýr. Hann segir að þeir bílstjórar, sem ekki taki hunda í bílana verði að vera með læknisvottorð um hundaofnæmi neiti þeir blindum farþegum um far. Þeir séu því oftast látnir aka “ofnæmisfríum” bílum.

Blindrasambandið hvetur meðlimi sína til að kæra þessa bílstjóra bæði til ráðuneytisins og leigubílastöðvanna og fer fram á að yfirvöld láti málið til sín taka og beiti öllum tiltækum lögum og reglum til að refsa þeim leigubílstjórum sem mismuna fólki eftir því hvort það er blint eða sjáandi.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

2 Comments on “Blindum neitað um leigubíla”

 1. Unnur Says:

  Mikið er maður nú heppinn að vera ekki blindur, að eiga ekki blindrahund, að þurfa ekki að taka leigubíla, að vera ekki múslímskur leigubílstjóri. Það eru mörg vandamálin í þessari veröld sem halda okkur föngnum við leitina að lausnum. Það er alltaf gaman að finna lausnir.
  Dunni minn. Þakka þér ótrúlega falleg orð í minn garð (féllu innan garðs). Auðvitað sendi ég þér bókina. Ég athuga hvort ég finn ekki heimilisfangið þitt. Ég er líka með netfangið hennar mömmu þinnar og get fengið þetta hjá henni. Ég ætlaði mér endilega að senda henni bók, en þær seldust bara upp í hvelli (100.000 – 99.900) (maður fer líklega bara að líkjast frægu fólki 🙂 ) Líði ykkur vel.
  Unnur

 2. GAA Says:

  Já, þau eru mörg próblemin í heiminum. Að sumu leyti verður heimurinn æ flóknari, þó svo að mörg höfum við nú meðulin til að gera hann auðveldari. Glóbalíseringin hefur ýmsar hliðar.
  Bestu jólakveðjur til Noregs frá Reykjavík!
  (:-)


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: