Læknaði hlustaverk með kossi á brjóst

Kona nokkur, í bænum Sarpsborg í Austfold fylki í Noregi, þjáðist af vægum hita og hlustaverk. Ekkert var því eðlilegra fyrir konuna en að bregða sér á næstu heilsugæslu og fá skjótan bata á krankleika sínum. Þegar á heilsugæsluna kom voru aðferðir læknisins ekki alveg eftir bókinni. Alla vega ekki eins og konan hafði búist við. Hann byrjaði á að kíkja inn í eyru hennar sem hlýtur að teljast normalt þegar fólk er með hlustaverk. En síðar færðist fjör í doksa.

Næst bað hann konuna að fara úr að ofan því hann ætlaði að hlusta lungu hennar. Konunni þótti það einkkennilegt athæfi við hlustaverk en gerði þó eins og læknirinn bað um. Hún hafði ekki fyrr farið úr peysunni að hann byrjaði að hlusta hana í bak og fyrir. Því næst tók hann brjóst hennar út úr brjóstahaldaranum kreisti þau um stund áður en hann bað hana að leggja sig á bekkinn. Enn þótti konunni lækninrinn fara ótroðnar slóðir í lækningu sinni en hún gerði sem hann bað um enn með semingi þó.

Þegar konan var lögst á bekkinn byrjaði doktorinn að kyssa brjóst hennar og dást að því hve þau væru falleg. Þá fyrst gerði konann sér grein fyrir því að það var eitthvað alt annað en að lækna hlustaverkinn sem doktorinn ætlaði sér. En hún vildi bara ekki taka þátt í læknisleiknum. Þegar hún stóð upp og ætlaði að þakka lækninum fyrir gerðist hann enn djarftækari og læddi hendinni niður í buxnastreng hennar. Konan hætti snarlega við að þakka fyrir meðferðina heldur hljóðaði upp og skipaði honum að hætta þessari ágengni. Því næst dreif frúin sig í peysuna og hljóp út af leikstofu læknisins. Á ganginum hitti hún hjúkrunarkonu og sagði henni sínar farir ekki sléttar. Sú ráðlagði henni að kæra málið til lögreglu.

Lægreglan í Austfold hefur örugglega nóg að gera. Allavega, eftir að hafa skoðað mál konunnar, fékk hún tilkynningu um að laganna verðir myndu ekki aðhafast frekar í máli hennar. Því næst kærði hún lækninn til heilbrigðiseftirlitsins í fylkinu. Þar var alla vega tekið á málinu og rannsóknin leiddi í ljós að a.m.k. tveir læknar við þessa sömu heilsugæslu höfðu á þriggja mánaða tímabili áreitt konur með kynferðislegum dólgshætti. Það þarf varla að taka fram að hvorugur þessara lækna starfa lengur á heilsugæslunni í Sarpsborg.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

2 Comments on “Læknaði hlustaverk með kossi á brjóst”

 1. Ingvar ari Says:

  Það er alltaf gaman að fylgjast með kennaranum sínum frá því í gamladaga. kv ingvar ari.

 2. Guðný Anna Says:

  Þú skrifar um þjóðþrifamál og er það vel. Þú fylgist með á gagnrýninn hátt og við lesendur þínir njótum góðs af því.
  Kíktu á síðuna mína, þar er ljóð eftir USB, hún selur nýju bókina sína á 1000 kr. sem er spottprís.
  Mæli með henni eins og öllu sem hún geriri, þessi frábæra skáldkona og manneskja.
  Góðar kveðjur til þín, Dunni kær.
  Þín gamla GAA (:)


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: