Portkonur fái “sjómannaafslátt”

prostitusjon_kvadra_135723c.jpg

Vændi er vaxandi atvvinnugrein í Noregi. Um 2500 atvinnu vændiskonur starfa í landinu og þeim hefur verið gert að greiða skatt til ríkisins sem gerir hag þeirra verri en ella. Nú hefur talskona porkvennanna fengið áheyrn hjá Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, sem hlustaði á vandamál kvennanna og vill gjarnan gera úrbætur á lífskjörum þeirra í með því að veita þeim eins konar sjómannaafslátt á sköttunum.

Talskonan, sem kallar sig Gitta, reyndi áður að sækja úrbætur til fyrrum ftjármálaráðherra, Per Christian Foss og eins hjá Alþýðusambandinu en kom þar að lokuðum dyrum. Per Christian harðneitaði að hleypa Gittu inn í ráðuneytið og þegar Alþýðusambandið ræddi um ofbeldi gegn vændiskonum á ráðstefnu í fyrra var Gittu neitað um flytja mál skjólstæðinga sinna þar sem það passaði ekki inn í ráðstefnuna. Gitta reyndi einnig að taka upp málið í Norðurlandaráðinu en var einnig hafnað þar. En Kristin var sem sagt tilbúinn að hlusta.

En Gitta á volduga vini og þar á meðal er Karita Bekkemellem, ráðherra jafnréttismála og Odd Einar Dörum fyrrum dómsmálaráðherra. Gitta hefur átt marga fundi með þeim og segir að eftir að farið var að krefja vændiskonur um skatt hafi þær einfaldlega þurft að leggja harðar að sér í vinnunni til að geta borgað skattinn.

Það var 13. juni í sumar sem Kristin, ásamt pólitískum ráðgjafa sínum og gleðikonunni Gittu, settust niður í fjármálaráðuneytinu og ræddu vandamál portkvennanna. Það vakti mikla athygli hjá starfsfólki ráðuneytisins að Kristin forgangsraðaði fundinum með Gittu fram fyrir fundi með virtum einstaklingum úr atvinnulífinu. Á fundinum lofaði Kristin Halvorsen að hjálpa konunum í elstu atvinnugrein þeirra og sagðist íhuga að gefa þeim skattaafslátt ef ríkistjórnin verður henni sammála.

En hvernig kom það til að farið var að krefja konurnar um skatt.?
Það var þannig að að árið 2001 lak banki nokkur því til skattayfirvalda að einn viðskiptavinur bankans, kona á miðjum fertugs aldri, ætti ríflega 200 þúsund krónur (2,2 milljónir ísl) á bók í bankanum. Skattmann var fljótur að draga fram vasareikninn og fann út að konan ætti að borga 74 þúsund krónur í skatt. Konan sem hafði ætlað að nota vændisaurana sína til að koma sér fyrir og fá sér betri vinnu er enn í vændinu og hefur nú borgað yfir 600 þúsund í skatt til ríkis og bæjar.

En þrátt fyrir vilja Kristinar fjármálaráðherra til að lina skattbyrði Gittu og starfsfélaga hennar eru alls ekki allir á sama máli. Með því að gefa vændiskonum skattaafslátt, eins og sjómannaafslátt, sé ríkið orðið að virkum þáttakanda í vændinu sem hórmangari. Þar sem ríkið viðurkenni ekki vændi sem atvinnuveg en krefji vændiskonur þó um skatt hafi það stillt sér upp við hliðina á óprúttnum mönnum sem nýti sér neyð vændiskvenna til að auðgast sjálfir.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

2 Comments on “Portkonur fái “sjómannaafslátt””

 1. Guðný Anna Says:

  Jahérnahér, velferðarsamélögin okkar….
  Nýja síðan mín er http://www.123.is/gudnyanna
  ég sé að þú ert með link á gömlu síðuna!
  Allra bestu kveðjur frá einu velferðarríki til annars!

 2. gudni Says:

  Velferðarsamfélögin ríða ekki við einteyming. Í dag gerði norska ríkistjórnin lýðnum kunnugt um að hún ætlaði að eyða 220 milljónum, 2,4 milljörðum ísl.kr, í að koma portkonum í konungsríkinu úr vændinu í virðulegri störf. Þetta er átak ríkisvaldsins í herferðinni gegn nútíma þrælahaldi.

  Þæralar nútímans tína nefninlega ekki bómull á amerískum ökrum heldur selja líkama sinn hórköllum til ánægju.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: