Fársjúk norsk þjóð

Veikindaforföll norskra launþega hafa aukist um 8% það sem af er árinu
miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er stefna í þveröfuga átt
við markmiðið sem ríkistjórnin setti sér, en það var að minnka
forföllin um 20%. Og það sem er verra, er að útlit er fyrir að
forföllin haldi áfram að aukast á næsta ári.

Með þessu áframhaldi koma veikindi Norðmanna til að hafa verulega
hamlandi áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Ríkistjórnin, sem hafði
hugsað sér verulega aukningu í fjárveitingum til skóla, leikskóla,
öldrunarmála og í vega- og járnbrautarkerfið, hefur nú þegar orðið að
draga úr væntingum sínum og almennings í landinu vegna óvissunnar
með heilbrigði launþeganna sem eiga að bera uppi atvinnulífið.
Ríkistjórnin telur að kostnaðarauki vegna veikindaforfallanna muni
aukast um 3,5 milljarða, tæplega 40 milljarða ísl. kr milli áranna
2005 og 2006. Og á árinu 2007 reiknar stjórnin með að nota 5
milljarða (60 millj ísl. kr) til að greiða laun launþega í
veikindafríum.

Nú er ég ekki með tiltækar tölur um hve hátt hlutfall norskra
launþega er að jafnaði í veikindafríi. En ég veit að á mínum
vinnustað hafa veikindaforföll farið yfir 30% af vinnutímanum
síðustu tvö árin. Það er að sjálfsögðu óvenju mikið en segir
örlítið til um hvað getur gerst ef fólki, af einhverjum ástæðum,
líður ekki vel á vinnustað sínum.

Veikindaforföll eru ekkert frekar bundin við eina atvinnugrein
en aðra. Sem dæmi má nefna að ekki er óalgengt að
stjórnmálamenn fari í sjúkrafrí þegar þeir “mæta veggnum”. Það gerði
Kjell Magne Bondevik þegar hann var forsætisráðherra í fyrri
ríkistjórn sinni. Aslaug Haga, ráðherra í núverandi ríkisstjórn og
formaður Miðflokksins, er í veikindafríi um þessar mundir vegna of
hás blóðþrýstings. Þá er þjálfari stórliðs norska fótboltans,
Rosenborg, sjúkraskrifaður í 6 mánuði vegna of mikils þrýstings frá
fjölmiðlum. Það er því ljóst að allir geta þurft að taka sér frí
til að hlaða batteríin ef þeir lenda í þeirri ógæfu að ganga að
orkuforða sínum tómum.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

2 Comments on “Fársjúk norsk þjóð”

 1. hemmi Says:

  ertu hættur að blogga gamli? 🙂

 2. Guðný Anna Says:

  Vá, hvað við vorum sjaldan veik í gamladaga. Vorum við annars nokkurn tímann veik?
  Hvar ertu, elsku vinur?
  Vonandi ekki kominn til Svíþjóðar?
  Þar færi góður bi…… segi svona.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: