Ærumorðin í Ósló

burkhame.jpg
Skildi þessi kona hafa fengið
að velja sér reiginmann sjálf

Á sunnudaginn var, 1. okt. drap 30 maður þrjár systur sína venga þess að ein þeirra, sem átti að þvinga til að giftast ættingja sínum frá Pakistan, líkaði hugmyndin illa og neitaði ráðahagnum. Stúlkan var 24 ára gömul og starfaði í matvöruverslun í Oslo. Systur hennar sem féllu í valinn með henni voru 13 og 27 ára.

Þetta er aldeilis ekki í fyrsta sinn sem svona atburðir eiga sér stað og heldur ekki í fyrsta sinn sem umræður um hvað sé til ráða til að koma í veg fyrir slíka fjölskylduharmleiki. En ærumorðunum fjölgar meðan spekingarnir spjalla.
Hingað til hefur maður haldið að það væri aðeins lítill minnihluti í islamska samfélaginu sem beitir stúlkur ofbeldi láti þær ekki að vilja foreldranna þegar að hjúskaparmálum kemur. Í sjónvarpsumræðum eftir harmleikinn í Ósló vara hins vegar staðfest að 80 – 85% muslimskra foreldra taki það óstinnt upp ef dæturnar neiti hinum foreldra valda ráðahag.

Ein sem varð fyrir nauðungargiftingu, þegar hún var 16 ára, sagði að móðir hennar hefði hótað að skera hana niður í strimla og setja í frystikistuna hlýddi hún ekki. Sú fór til Pakistan, gifti sig og varð barnshafandi. Til að fæða fór hún til Noregs og gat komið skilaboðum til norskra yfirvalda um hver aðstaða hennar var. Henni var hjálpað en síðan hefur hún verið á flótta frá fjölskyldu sinni og notar ekki sitt rétta nafn í dag.

tawaf.gif
Hingað fá konur ekki að koma

Svo virðist sem muslimarnir og Norðmennirnir dragi ekki vagninn í sömu átt þegar réttindi muslimskra stúlkna er annars vegar. Í umræðuþttinum fyrrnefnda kom berlega í ljós að mikið ber í milli. Nú eru norsk stjórnvöld að taka Dani sér til fyrirmyndar og vilja banna “konum” (stelpum niður í 13 – 15 ára aldur) að fá eiginmanninn, sem þær hafa verið þvingaðar til að giftast af fjölskyldu sinni, til Noregs fyrr en þær eru orðnar 24 ára að aldri. Þessi hugmynd finnst muslimunum klárlega brot á mannréttindalögum og það er hún að sjálfsögðu í vestrænum samfélögum. En 24 ára reglan virðist gefa góða raun í Danmörku þar sem ærumorðum hefur fækkað meðan þeim fjölgar bæði í Noregi og Svíþjóð.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

4 Comments on “Ærumorðin í Ósló”

 1. hemmi Says:

  þetta er allveg með ólíkindum viðbjóðslegt, þegar ég bjó í danmörku voru þó nokkur slík mál að skjóta upp kollinum annað slagið, og þótti þessum villidýrum frá miðaustri nóg, í sumum tilfellum, að það væri orðrómur um að systir eða dóttir eða frænka hefði heillast um of af trúleysingjum hinns vestræna heims til þess að hún væri réttdræp, og voru það iðulega bræður eða feður sem var það síðasta sem þessar saklausu stelpur sáu, er þetta hægt?


 2. Ég er sveitungi þinn Guðni og ánægð með að þú takir upp þessi ömurlegu mál. Það viðbjóðslegasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt er að kannanir hafa sýnt að lögregluyfirvöld, ég man ekki hvort það er í Svíþjóð eða Noregi, taka vægar á ofbeldi gegn konum ef múslimar eiga í hlut vegna þess að “þetta er í menningu þeirra!”

  Það má segja að þar sé gengið of langt í því að vera politically correct.

  Keep up the good work!

  Þórunn Hrefna (dóttir Öllu Hæa)

 3. Dunni Says:

  Takk fyrir frænka. Bið að heilsa mömmu þinni og öllu þínu liði.

 4. Guðný Anna Says:

  Þarf ekki að fara að setja lög varðandi þessa ólíku menningarþætti sem “slæðast” inní norræn samfélög? Eitt er að þetta gerist “annarsstaðar” og nógu slæmt í sjálfu sér, en annað að þetta gerist í túninu heima. Sveiattan og viðbjóður. Tel ég mig þó frekar víðsýna konu…. 😦
  Ég græt fyrir hönd kvenna og fyrir hönd mannkynsins.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: