Harrý ferðir til Svínasunds

img_2187.JPG
Svínið er mun ódýrara í
Svíþjóð en í Noregi

Almenningur í Noregi lítur ekki á smá-smygl sem neinn glæp. Síður en svo. Fólki finnst alveg sjálfsagt að smygla svo framarlega sem ekki er um eiturlyf að ræða eða annan óþverra sem ekkert hefur til Noregs að gera.

Flestir Norðmenn stunda smá-smygl þegar þeir ferðast til Svíþjóðar eða Danmerkur þar sem flestar vörur fást á hálfvirði miðað við markaðsverð í Noregi. Smá aukaskammtur af áfengi og nokkrar sígarettur taka menn gjarnan með sér yfir landamærin eftir verslunarferð til Svíþjóðar. Slíkar ferðir eru reyndar kallaðar “harrytúrar” sem er samnefnari yfir það sem á Íslandi kallast hallærislegt. Það er því slæmt mál að fá á sig stimpillinn “harry”.

En hvað um það. Runar nokkur Döving, sem vinnur við neyslurannsóknir í Stavanger hefur með félaga sínum Randi Lavik rannsakað landamæraverslun Norðmanna þar sem 3000 Norðmenn voru spurðir um viðhorf sitt til verslunarferða til Svínasunds og Strömstad. Rannsókn þeirra varpar ljósi á að almenningur í Noregi gefur sjálfum sér leyfi til að smygla. Smásmygl Norðmanna eru einskonar mótmæli gegn hinu háa vöruverði í Noregi þar sem stjórnmálamenn eru sökudólgarnir. Döving segir að smygl almennings séu verkleg mótmæli gegn alltof háu vöruverði.

En hvað er það sem Norsarar taka helst með sér heim frá frændum sínum í Svíþjóð?

Fyrir utan áfengi eru það kjötvörur sem fólk telur mikilvægast í innkaupakörfuna. En kíkjum á verðmiðann á nokkrum vörutegundum.

Kjúklingur kr 54 í Strömstad en í Ósló 111
Kjötbollur 31 í Strömstad en í Ósló 144
Bacon 27 í Strömstad en í Ósló 71
Kjötfars 36 í Strömstad en í Ósló 85
Soðin skinka 66 í Strömstad en í Ósló 116
200 sígarettur 331 í Strömstad en í Ósló 670
Smirnoff 196 í Strömstad en í Ósló 255
Kassi af Carlsberg 142 í Strömstad en í Ósló 412
Samtals: 883 í Strömstad en í Ósló 1 864

Að sjálfsögðu kostar túrinn til Strömstad ca 300 kr og svo kaupir fólk að sjálfsögðu eitthvað að snæða í harryferðinni. En engu að síður getur fólk sparað stórfé á að versla Svíþjóðarmegin við landamærin.
Það var þáverandi landbúnaðarráðherra, Lars Sponheim, sem hóf að kalla verslunarferðirnar harrytúra. Hugtakið varð mjög vinsælt og harry yfirfærðist á allt hallærislegt. En svo kom heldur betur babb í bátinn hjá Lars karlinum. Ljósmyndarar VG náðu að festa hann á mynd, með stútfulla innkaupakörfu, þar sem

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

2 Comments on “Harrý ferðir til Svínasunds”

 1. Bryndís Jóna Says:

  Hæ Dunni!

  Bara að senda kveðju frá okkur Gautaborgurum. Vona að þið hjónin hafið það sem best ;0)

  Bestu kveðjur,

  Bryndís, Slasi (Jóhann) og Davíð Snær

 2. hemmi Says:

  Hvernig er það eskfirðinga-grindvíkinga-hafnfirðinga-oslóbúi, á ekkert að fara segja okkur fleirri sögur, þessi er búinn að vera þarna, ég hef ekki lengur töluna á hversu marga daga? Bara svona að tékka


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: