120 þúsund Pólverjar í Noregi

Samkvæmt upplýsingum frá pólska sendiráðinu í Noregi eru um 120 þúsund Pólverjar í landinu. Flestir þeirra hafa komið til Noregs eftir að Pólland gekk í Evrópusambandið. Reyndar segja norsk yfirvöld að þessi tala sé of há en viðurkenna þó að þau hafi ekki hugmynd um hve margir Póverjar séu í Noregi.

Þessi mikli fjöldi Pólverja hefur haft afgerandi áhrif á efnahagslífið. Flestir þeirra koma hingað til að vinna og þá í byggingariðnaðinum. Þeir vinna fyrir töluvert lægra kaup en heimamenn enda fengnir í gegnum leigumiðlanir. Meðallaun Pólverjanna eru milli 12 og 14 þúsund nkr á mánuði meðan þeir fá aðeins um 4 – 6 þúsund krónur fyrir vinnuframlag sitt í Póllandi. Norðmennirnir sem þeir vinna með fá hins vegar yfir 30 þúsund í mánaðarlaun.

Án Pólverjanna væri útilokað að halda þeim dampi í byggingariðnaðinum sem verið hefur nú síðustu tvö árin.
Fyrir tilstuðlan þeirra eru byggðar mun fleiri íbúiðir en annars væri og það heldur meðal annars verðlaginu í þeim skefjum sem það þó er í. Án Pólverjanna væri íbúðarverð í Noregi a.m.k. 8 – 12% hærra en það er í dag og finnst þó flestum nóg um.

Það eru því Pólverjar víðar en á Reyðarfirði þessiu misserin.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

6 Comments on “120 þúsund Pólverjar í Noregi”

 1. Sigurður Arnarson Says:

  Pólverjar halda uppi frakvæmdunum fyrir austan, enda fækkar Íslendingum á svæðinu skv. upplýsingum Hagstofunnar (hagstofa.is).

 2. gudni Says:

  Það hlýtur líka að fæka fólki í Póllandi. Eftir því sem sendiráðið í Noregi segir eru rúmlega tvær milljónir Pólverja á vinnumarkaði evrópska efnahagssvæðisins. Spurning hverjr eru eftir í Póllandi til að halda hjólunum þar gangandi? Þeir flytja kanski inn ódýrt vinnuafl frá Rúmeníu???

 3. Edda Snorra Says:

  Aka Pólverjar sem tala bara pólsku og rússnensku stætisvögnum og ” trikkerum ” í Norge ??

 4. Guðný Anna Says:

  Já, Pólverjar ku vera fjölmennastir útlendinga hér. Það er m.a.s. búið að opna pólska búð í Hafnarfirði og þar eru seldar heimsins huggulegustu pylsur er mér sagt. Og ókennilegt kál í krukkum og hvað veit ég.
  Atvinnuleysi á Íslandi er í sögulegu lágmarki og öllu tjaldað til – og meira en það. Vinnuafl vantar tilfinnanlega og finnum við mikið fyrir þessu á sjúkrastofnunum, öldrunarheimilum, leikskólum og heimilum fyrir fatlaða. Náttúrulegt atvinnuleysi er rúmlega 2%, en núverandi prósenta hér er1,2 % eða eitthvað svoleiðis.
  Maður sér ekki fram á að þetta breytist á næstunni, og alls ekki þegar ríkisstjórnin ætlar að aflétta framkvæmdabanni sem verið hefur við lýði vegna svokallaðar “þenslu” sem er alveg sérstök skepna á Íslandi.
  Góðar kveðjur til Noregs!

 5. kolla Says:

  Hallo Dunni rakst fyrir tilviljun inn á siðuna þina

 6. Dunni Says:

  Takk fyrir innlitiå Kolla


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: