Ókeypis heróín til þeirra sem þurfa

sproyterom2.jpg

Ungliðahreyfingin í SV flokknum (systurflokkur VG) hefur sett fram hugmyndir sínar um að langt leiddir eiturlyfjafíklar eigi að fá ókeypis heróín meðan á afvötnunni stendur. Formaður ungliðanna, Lars Henrik Michaelsen, segir Svisslendinga og Þjóðverja hafa góða reynslu af heróíngjöfum til þeirra sem dýpst eru sokknir i fen notkunar efnisins. Meðferðastofnanir hafi betri yfirsýn yfir sjúklinga sýna og þar af leiðandi nái fleiri þeirra tökum á tilverunni ná ný. Þ.e færri falla meðan á meðferð stendur og fleiri nái að fóta sig í samfélaginu og geti stundað vinnu og séð fyrir sér.

Annars er það svolítið sérkennilegt vandamál sem norskt samfélag stendur frammi fyrir nú í sumar og það má rekja til góðrar tollgæslu. Tollarar hafa nefninlega aldrei lagt hald á meira heróín en nú í sumar. Samkvæmt markaðslögmálum þýðir það að verðið er nú helmingi hærra en í venjulegu “árferði” og þar af leiðandi fjölgar auðgunarglæpum neytendanna. Einnig hafa þeir fundið ný efni sem þeir kunna lítið með að fara og þess vegna hafa fleiri fíklar dáið vegna neyslu sinnar en nokkru sinni fyrr.

Lars Henrik heldur því fram að þeir neytendur sem fái frítt heróín frá ríkinu losni við að stunda þjófnaði, innbrot og vændi ásamt öðrum glæpum til að verða sér úti um efni. Bara með því koma í veg fyrir fylgiglæpi neyslunnar væri stór bót til betrunar fyrir samfélagið.

Formaðurinn segir ennfremur að tími sé kominn til að hugsa út nýjar og fjölbreyttari leiðir í baráttunni gegn lyfjamisnotkun og bendir á að ekki eru allir fíklar eins. Þeir séu jafn margbreytilegir og aðrir einstaklingar í samfélaginu og því nái það engri átt að halda að ein og sama meðferðin henti öllum þeim sem hafnað hafa í klóm eiturlyfjanna. Ekki dugi að gefa öllum metadon.

Í dag fá um 3500 Norðmenn metadon skammtinn sinn á degi hverjum frá ríkinu og nú vilja stjórnvöld fjölga gjafaskömmtunum um helming eða til 7000 einstaklinga. Þetta finnst SV-ungliðunum ekki sérlega smart hugmynd og fá stuðning frá Trond Henriksen, frægasta fíkli Noregs, sem sló í gegn í myndinni Stórir strákar gráta ekki. Hann er nú kominn af snúrunni og er forystumaður í baráttunni gegn eitrinu á götunni. Hann segir að ríkið hafi valið metadonlausnina vegna þess að hún sé ódýrari en aðrar lausnir og auðvelt að losna við neytendur þess af götunni. Sannleikurinn sé sá að eina lífsfyllingin og samvistir við annað fólk sem metadónneytendur fá sé þegar þeir skreppi í bæinn til að sækja skammtinn sinn. Metadon gerir menn bæði lata og slappa og þegar menn hafi fengið sitt fari þeir heim og leggi sig og bíði eftir næsta degi og næsta skammti í rúminu sínu.
Saamfélagið í nærmynd 27. júlí 2006

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

2 Comments on “Ókeypis heróín til þeirra sem þurfa”

  1. Guðný Anna Says:

    Já, þetta er interessant vinkill á málinu. Ég hef alltaf verið fylgjandi raunhæfari nálgun við eiturlyfjavandann en þá, að búast við að unnt sé að “lækna” alla og “hreinsa” þá af eitrinu. Við munum aldrei ná að uppræta þetta algerlega og þurfum að sætta okkur við þann raunveruleika. “Out-reach” prógrömm og skammtagjafir hafa reynst vel í mörgum löndum og miklar rannsóknir verið gerðar á þessu. Svo virðist vera sem glæpatíðni og sjálfsmorðstíðni minnki og heimsóknir á slysadeildir verða einnig færri. En þetta er erfið lína og vandi að feta meðalveginn. Ég er á því að þessi nálgun muni verða ofaná í vestrænum löndum.

  2. Matti Says:

    Jón Steinar Gunnlaugsson hélt þessu fram – hann styddi þá SV í Noregi. Athyglisvert…
    Sé málið metið kalt frá samfélagslegu sjónarhorni er dópneyslan sjálf ekki stærsta vandamálið heldur fjármögnun hennar með glæpum af öllu tagi, enda snúast nær öll viðbrögð hins opinbera við þeim þætti neyslunnar. Það væri mjög í anda þeirra viðbragða að stíga skrefið til fulls og gefa fíklum allt það dóp sem þeir vilja. En hvernig á að flokka það? Hvaða dóp yrði ríkisstyrkt? E-töflur eru hvergi framleiddar löglega en fengi Actavis kannski það verkefni? Bæðin vandinn sjálfur og öll viðbrögð við honum hafa margar hliðar og flestar þeirra ókræsilegar.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: