Kirkjan og Pólitík

aremark-kirke.JPG

Kirkjan á ekki að vasast í stjórnmálum. Það segir Roger, nokkur, Jensen fræðslustjóri miðstöðvar fyrir kirkjulega uppeldisfræði. Honum finnst að kirkjuþingin hafi nánast verið eins og samþykktunarstofnanir síðust árin.

Norska kirkjan hefur verið nokkuð áberandi í pólitískri umræðu og látið mál af ýmsu tagi til sín taka við misjafna hrifningu ráðamanna og einstakra leikmanna.

Meðal mála sem kirkjan hefur tekið fyrir er stefna stjórnvalda í málefnum flóttafólks og olíuvinnslan í Barentshafinu og úti fyrir Lófóten. Þetta finnst Roger Jensen ótækt og kallar á Martin Luther sér til fulltyngis. Í Katólskum sið var mikilvægast að forystumenn þjóðanna væru kristnir og stjórnuðu samkvæmt uppskriftum úr hinni helgu bók. Marteinn Lúther var á öðru máli sagði að ráðamenn þyrftu ekki endilega að vera kristnir en að þeir þyrftu nauðsynlega á skynsemi nað halda.

Menn vitna gjarnan í islam og finna þar sönnunina fyrir því að trúarbrögð og siðfræði eigi að halda sig langt undan stjórnmálunum.

En að sjálfsögðu eru ekki allt kirkjunnar fólk sammála Roger Jensen. Tina Strömdal Wik á sæti í kirkjuráðinu og tekur oft þátt í pólitískri umræðu á opinberum vetvangi. Hún telur að kirkjan eigi að sýna eigi að vera virk í samfélagsumræðunni. Hún telur það beinlínis hættulegt ef kirkjan verður einfaldlega þögull áhorfandi í nútíma samfélagi.

Roger Jensen gengur svo langt að segja að Gunnar Stålsett, fyrrverandi biskup í Ósló, hafi gengið alltof langt í pólitískri umræðu og jafnvel gert mistök vegna áhuga síns á stjórnmálum sem ekki eiga heima í kirkjunni.

En hvað var það sem biskupinn gerði rangt að mati fræðslustjórans. Jú. Hann talaði á fundum launþega og studdi þá í baráttunni fyrir bættum kjörum. Hann var einnig virkur í andstöðu Norðmanna, geng stjórnvöldum, um þátttöku landsins í Íraksstríðinu.
Samfélagið í nærmynd 20. juli 2006

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

3 Comments on “Kirkjan og Pólitík”

  1. Edda Snorra Says:

    Fær maður ekki að sjá myndir frá ” unglingamótinu ” !?

  2. Sigurður Arnarson Says:

    Ef það að benda á meinbaugi samfélagsins telst til þátttöku í stjórnmálaumræðum á kirkjan að vera pólitísk. Það er ekki þar með sagt að hún eigi að vera flokkspóletísk.

  3. Dunni Says:

    Varla geta mótmæli gegn Írakstríðinu talist flokkspólitík en það er í lagi að kirkjan styði félagslega umbótastefnu sem gerir ekkert annað en að bæta samfékagið


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: