mjoeyri.JPGMjóeyri og Hólmaborg

40 ára Fermingarmótið okkar á Eskifirði, helgina 14. og 15. júlí sl. var einstakur viðburður. Þarna mættumst kringum 50 ungmenni í þremur árgöngum, 1951, 1952 og 1953 í gamla bænum okkar til að sýna sig og sjá aðra gamla og góða félaga frá barna og unglingsárunum. Það er engu logið þó maður kalli mótið fagnaðarfund.

Við Óli Jóns flugum austur á föstudeginum og hittum Guðný Önnu á Reykjavíkurflugvelli. Það var magnað að hitta geðhjúkrunarfræðingin þar enda höfum við ekki sést síðan löngu áður en hún varð slíkur fræðingur.

Þegar við lentum á Egilstöðum tók Árni í Bjarma á móti okkur Óla. Hann og Anna buðu upp á flottan bruns, með Hoffels-bjór, áður en við byrjuðum ganga frá Nýborgardiskinum í úmbúðirnar. Við prófuðum náttúrulega nokkra diska til að heyra hvort hljóðið hafði eitthvað breyst á ferðalaginu yfir hafið, frá Noregi til Austfjarða. Allt virkaði vel í tölvunni minni en annað kom á daginn þegar Árni skellti einum yfir geislan á heimilisgræunum sínum. Ekkert heyrðist. Hann fór með diskinn niður í kjallara og prófaði hann í öðrum tækjum þar. Ekkert hljóð á diskinum. Þetta var ekki lítið sjokk. Allir diskarnir, 65 að tölu, sem átti að selja til söfnunar fyrir hljóðbókum til handa vistfólki í Hulduhlíð, virtust ónýtir. En þegar betur var að gáð rann hættan hjá. Árni hafði snúið diskinum vitlaust í tækjunum. Það var ekki lítið brosað þegar kappinn sneri Nýborginni á réttan kjöl og munnhörpuspilið í Bítlalaginu, Should Have Known Better, ómaði um stofuna á Egilstöðum.

201186963_ad595c0705_m.jpg

Þegar diskurinn var klár lá leiðin niður á Eskifjörð þar sem ég vissi að pabbi gamli beið með lamslæri í ofninum. En við stoppuðum á Reyðarfirði þar sem við hittum athafnamanninn Eila í góðum gír. Hann sýndi okkur það sem hann hafði selgið eign sinni á þar í bæ áður en hann ók okkur út á Eskifjörð og sýndi okkur eignir sínar þar líka.

Svo var ég endanlega heima og borðaði þetta fína lambalæri með öllu tilheyrandi. Eftir matinn fékk ég gamla manninn til að rúnta með mig um bæinn svo ég gæti tekið nokkrar myndir. Við kíktum líka við hjá gömlum vinum eins og Önnu Hallgríms sem alltaf er jafn ung og falleg þó á níræðis aldri sé. Skruppum líka til Kidda Jóu Munda Stef og Nönnu þar sem bornar vöru sjö sortir á borð. Þar af þrjár tertur, flatbrauð með hangikjöti og þrjár smákökusortir. Ekki dónalegur desert það.

Laugardagurinn hófst með fagnaðarfundi í skólanum. Það voru ófá faðmlögin sem gengu meðal miðaldra ungmennanna þar og ekki laust við að tilfinningar tækju yfirhöndina á stundum. Get ekki annað sagt en að þetta hafi verið stór stund fyrir mig og sjálfsagt marga aðra. Það var virkilega flottur flokkur sem síðan rölti niður í Valhöll í súpu dagsins í boði Eila.

201298537_bfa852fd67_m.jpg

Og mikið djéskoti var gaman að fara í siglinguna. Held ég hafi ekki siglt út Eskifjörðinn síðan á loðnunni í febrúar 1975. Það blés orlítið að austan og byrjaði að gefa aðeins á bátinn þegar við vorum þvert af gömlu öskuhaugunum. En hvað gerir til þó menn blotni aðeins á besta aldri. Siglingin með Didda Alla var aldeilis frábær.

Það var líka virkilega gott að kíkja inn í Hulduhlíð eftir sjóferðina og heilsa upp á Gunsa Hall og Kidda í Múla. Það eru tveir höfðingjar sem ég kynntist vel í barnæsku og hefur þótt vænt um síðan. Get ekki annað en þakkað Gerði, frænku minni, Gunnarsdóttur fyrir að hafa fengið mig með sér þangað.

201186965_c7bff46dd9_m.jpg

Skemmtunin um kvöldið var að sjálfsögðu eins og við var búist. Frábær. Boðið var upp á stytta útgáfu að stúkufundi í Barnastúkunni Mjöll númer 51 ef ég man rétt auk þess sem 52 árgangurinn flutti leikverkið Álfar Vorsins. Get ekki ímyndað mér annað en allur bekkurinn verði tilnefndur til Silfurlampans eftir frækinn leiksigur í annað sinn á þessu stórkostlega bókmenntaverki sem fyrst var flutt af þessum sama árgangi á þessu sama sviði vorið 1960.

Það var einstaklega gaman að koma á Eskifjörð aftur eftir æði mörg ár og hitta alla gömlu skólafélagana sem flestir eru fluttir burt úr bænum. Á svona stundum fer ekki hjá því að maður finni til rótanna þaðan sem maður er upprunnin. Og víst er fjörðurinn fagur þegar hann skartar sínu fegursta. Það sem meira er. Hann hefur fríkkað við skógræktina sem gamli maðurinn hann pabbi hefur unnið að í áratug eða meira. Stór svæði sem einu sinni voru orfoka melar og urðir eru nú orðnir viði vaxnir. Verður fróðlegt að sjá skóginn eftir 20 ár.

Þar sem maður situr við tölvuna í Gjerdrum í konungsríknu Noregi og hugsar um liðna tíð er ekki laust við að maður fyllist svolitlum söknuði eftir félagskapnum um helgina. Í stuttu máli sagt var fermingarmótið okkar þokkalega gott. Mér skilst að á eldra máli þýði það einfaldlega frábært.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

9 Comments on “”

 1. Edda Snorra Says:

  Fær maður ekki að sjá fleiri myndir teknar á ” unglingamótinu ” !?

 2. Edda Snorra Says:

  Takk !
  Mér tókst að finna myndirnar frá Eskifirði, sem eru einstaklega fallegar !

  En tókstu engar myndir af gömlu leikfélögunum þínum ?

 3. Villa systir Says:

  Til lukku með ferðina gamli minn og fínt að fá fleiri flottar myndir
  þú er bara betri en Vibbi

 4. Matti Says:

  Ísland er best!

 5. Guðný Anna Says:

  Takk fyrir þennan frábæra pistil um helgina okkar, Dunni minn. Ég er sammála þér að þetta var alveg rosalega skemmtilegt, innihaldsríkt, tilfinningaríkt og dásamlegt! (Mikið rosalega er langt síðan ég hef skrifað þessi orð öll í einni striklotu, ef þá nokkurn tímann…..!) Ég get alveg trúað þér fyrir því að ég saknaði svo allra daginn eftir, að ég var alveg með tómahljóð í hjartanu. Svo skrapp ég suður í Atlantshaf, en brosti ennþá svoleiðis allan hringinn að fékk sand á milli tannanna (Sahara-sandur sem blæs yfir þessa guðsvoluðu eyju, Fuerteventura..). Semsé, takk fyrir síðast, kæri gamli vinur. Hugsa til þín til Noregs. (:-)

 6. Guðný Anna Says:

  PS: Ég hef greinilega tapað nokkrum virkum í Atlantshafsferðinni; hvar fer ég inná myndirnar þínar….????? GAA

 7. Dunni Says:

  Þú ferð inn á síðu sem heitir, flickr.com Þar leitarðu að Dunni1 og þá kemurðu inn á myndasíðuna mína. Ennþá hef ég bara sett náttúrumyndir frá Eskifirði inn en skal skveraa nokkrum smellnum myndum af fermingarflokknum inn í dag. Annars tók ég ekki svo margar myndir af hópnum. Var að hugsa um allt annað en sé svolítið eftir því núna.

 8. Guðný Anna Says:

  Minn kæri.
  Þessar myndir eru alger snilld; rosalega ertu naskur á birtu og myndefni. Einhverjir tóku hópmyndir, ég var bara svo upptekin af öllu og öllum, að ég tók varla eftir hverjir það voru! Allavega Sigga Halldórs. Ég tók nokkrar af einstaklingum, en alltof fáar samt. Sumar urðu ónýtar, t.d. þær sem ég tók við borðhaldið og af leikþáttunum. Það gengur svona í henni veröld.
  Allra bestu kveðjur!


 9. Kæri gamli skólafélagi og Eskfirðingur. Ég varð að taka þessar gleðistundir fyrir austan í gegnum ykkur og þær skila sér ótrúlega. Mikið afskaplega finnst mér leiðinlegt að hafa farið á mis við þennan ,,hitting”, þetta hefur bersýnilega verið alveg einstakt. Það hefði líka verið gaman að sjást eftir öll þessi ár. Ég minnist þess sérstaklega hvað þú varst frábær leikari. Nú ætla ég að reyna að finna myndirnar sem þú tókst.
  Besta kveðja.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: