Konur velja sjálfar lægri laun en karlar

images.jpg
Ætli þessi kona hafi sjálf valið launin sín?

“Þegar konur þéna minna en karlar er það vegna þess að þær hafa sjálfar valið það. Launamunur er í litlu samhengi við mismunun kynjanna”

Svo segir Geir Högsnes professor við Háskólann í Ósló. Hann telur að alltof lengi hafi launamunur kynjanna verið talinn orsakast af því að atvinnurekendur geri körlum hærra undir höfði. Hann segir að oft sé atvinnurekendum legið á hálsi fyrir að vera leiðir á barneignum kvenna á vinnumarkaðnum og þess vegna séu þeim borguð lægri laun. En rannsóknin sýnir að laun kvenna eru lægri af því að þær velja sjálfar að vinna minna.

Fjárfesting í vinnu
“Konur skerða samningsbundinn vinnutíma sinn þegar þær eignast barn. Það gera karlar ekki. Þar sem stöðu-og kauphækkanir ganga oftast til þeirra sem eru mest til staðar á vinnustaðnum leiði það til þess að með tímanum verði tímalaun karla hærri en kvenna”.

Prófessorinn hefur rannsakað launamun kynjanna í 18 ár og úrtakið er 100.000 launþegar sem vinna hjá aðilum norska vinnuveitenda sambandsins.

Geir Högsnes og félagar hans tveir við Háskólann, Trond Petersen og Andrew Penner hafa fundið út að munur á tímalaunum kynjanna í starfi hjá sama fyrirtæki sé ekki teljandi. Þeir segja þó að þegar barn komi til sögunnar sé merkjanlegur launamunur körlunum í vil. Þó hafi sá munur minnkað á síðustu árum. Á 9. áratugnum höfðu konur með 2 – 3 börn um 80 – 85% af launum karla sem áttu jafn mörg börn. En á árunum 1995 – 1997 hafi konurnar verið komnar upp í 95% af launum karla.

Könnunin segir að konur vinni 1 – 2 tímum minna við hvert hvert barn sem þær eignist.

Að sjálfsögðu eru ekki allar konur á einu máli með prófessornum. Beate Gangås, hjá jafnréttisráðinu segir að prófessorinn hafi ekki skoðað nægilega vel hvernig atvinnurekendur vinni kerfisbundið að því að halda launum kvenna niðri.

Samfélagið í nærmynd 6. júlí 2006

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: