Sumarfrí Norðmanna

img_3306.JPG
Þú ert öruggur með þennan bíl í A-Evrópu og Frakklandi

Að sjálfsögðu eru Norðmenn fyrir löngu búnir að planleggja sumarfríin sín og á því er engin breyting þetta árið. En það eru þó stórar breytingar fyrirsjáanlegar á ferðaháttum þegna Haraldar konungs. Í sumar munu nefninlega fleiri Norðmenn ferðast til útlanda en um sitt eigið land. Það er í fyrsta sinn sem það gerist. Í ár er reiknað með að meira en ein milljón Norðmanna ferðist út fyrir landamærin og margir oftar en einu sinni, þ.e. þeir sem gjarnan skreppa í helgarferðir til Svíþjóðar og eða Danmerkur.

Og það eru ekki litlar upphæðir sem Norsarar láta liggja eftir sig í vösum útlendra kaupmanna. Í Fyrra eyddu þeir sem samsvarar 450 milljörðum ísl. kr í útlöndum og í ár er talið að upphæðin geti farið yfir 500 milljarða.

Norska ferðamálaráðið er í öngum sínum yfir þróuninni og skilur ekkert í afhverju Norðmenn snúa baki við ferðalögum innanlands. Helst kenna þeir lággjaldaflugfélögunum um hvernig komið er. Dettur ekki í hug að líta í eiginn barm til að velta markaðssetningunni fyrir sér eða hvort himinhátt verðlag í Noregi spilar inni í.

Hvert fara svo Norðmenn:
Norðmenn hafa alla tíð verið iðnir við kolann á Miðjarðarhafseyjunum, Möltu, Krít og mörgum grísku eyjanna og svo auðvitað á Spáni. Nú lítur út fyrir að breytt ferðalög séu framundan og ekki er hægt að kenna lággjaldaflugfélögum um þá breytingu. Nú er það nefninlega bíllinn sem verður farskjótinn og gömlu austur Evrópulöndin könnuð af þjóðveguinum.

Verð að segja að ég mæli eindregið með slíkum ferðalögum, fyrir fullorðna, enda höfum við varla ferðast öðruvísi síðan við settumst að í Noregi. Gott að hafa bílinn og geta tekið með sér það sem maður vill, gist þar sem maður vill og farið þangað sem maður vill.

En það eru ýmsir hlutir sem ber að varast. Fyrir barnafólk getur bílaferðalag í 30°C hita fljótlega breyst í martröð fyrir blessuð börnin. Lítið gaman að veltast um í aftursætinu þó svo maður geti horft á DVD eða lesið Ástrík.

Það eru líka fleiri ljón á veginum. Þeim sem eiga BMW, Bens eða VW Passat er ráðlagt að gæta að sér í löndum eins og Póllandi, Tékklandi og Frakklandi. Hvergi mun vera meira um bílþjófnaði en í þessum löndum og þessar þrjár bíltegundir eru vinsælastar hjá þjófunum.
Samfélagið í nærmynd 29.06.06

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

3 Comments on “Sumarfrí Norðmanna”

  1. Eyja Says:

    Það var kosturinn við bílferðalög í Ameríku að þar eru allir almennilegir bílar með loftkælingu. Þar var skroppið í bíltúr ef hitinn heima við var að sjóða okkur. En já, löng bílferð í 30 stiga hita í óloftkældum bíl hljómar eins og helvíti á jörð.

  2. gudni Says:

    Get alla vega ekki hugsað mér að setjast upp í bíl án loftkælingar. Fer ekki á milli húsa í svoleiðis farartæki núna.

  3. Matti Says:

    Í danska þorpinu Ebeltoft hafa þýskir ferðamenn löngum verið hinir mestu auðfúsugestir og dulegir að eyða fé. Nú er það breytt, samdráttur í efnahagslífi Þýskalands kemur fram í aukinni aðhaldssemi, en maður kemur í manns stað og nú er Norðmaðurinn kominn í stað Þýðverjans með fulla vasa fjár og brenninetlur á tungunni eins og Daninn sagði einhvern tíma.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: