Fóstureyðingar

Nýlega var byrtar niðurstöður úr nýrri könnun um fóstureyðingar í Noregi. Könnunin leiðir í ljós að fóstureyðingar fara mikið eftir þjóðfélagsstöðu kvenna. Könnunin byggðist á því að fylgst var með 2000 konum frá því þær voru á tánings aldri og fram á þrítugsaldurinn.

•Átta prósent kvennanna hafa fengið amk eina fóstureyðingu. Eitt prósent þeirra hafa fengið tvær eða fleiri.
•Eftir því sem menntun kvennanna er meiri því minni líkur á fóstureyðingum.
•Dætur lítið menntaðra foreldra eru meiri áhættuhópur fyrir fóstureyðingar en konur sem koma frá “vel menntuðum” heimilum.
•Stúlkur sem alist hafa upp við ótryggt fjölskyldu líf, skilnað foreldra , lítið eftirlit í uppvextinum og misnotkun áfengis á heimilinu eru einnig stór áhættuhópur.
•Stúlkur sem alist hafa upp í Norður Noregi ( landsbyggðastúlkur) eru í meiri áhættu fyrir að fá fóstureyðingu en þær sem aldar eru upp í þéttbýlinu.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

4 Comments on “Fóstureyðingar”

 1. Eyja Says:

  Athyglisvert en kemur kannski ekkert gífurlega á óvart. Það væri fróðlegt að sjá niðurstöður úr sambærilegri könnun fyrir Ísland.

 2. Dunni Says:

  Nákvæmlega. En annars hélt ég að það væru frekar þær efnameiri sem hefðu haft efni á að fara í fóstureyðingar.

 3. Eyja Says:

  Já, en snýst ekki málið um að þær sem búa við betri kjör og hafa betri menntun eru líklegri til að nota almennilegar getnaðarvarnir? Kostar annars eitthvað að fara í fóstureyðingu í Noregi?

 4. gudni Says:

  Mér er ókunnugt um hvað það kostar að fara í fóstureyðingu hér. Er svo heppinn hafa ekki þurft á slíkri þjónustu að halda. *ss*

  Annars set ég inn nokkuð merkilega niðurstöðu úr könnun á launamun kynjanna. 100 þúsund launþegar voru rannsakaðir yfir 18 ára tímabil. Og niðurstaðan er merkileg svo ekki sé meira sagt. Get ekki sett það hér fyrr en það er komið í Samfélagið.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: